Fjörutíu börn komast ekki í skóla Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. október 2022 23:08 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Ríflega fjörutíu börn flóttafólks komast ekki í grunnskóla vegna þess að ríki og nokkur sveitarfélög hafa enn ekki samið. Forstjóri Vinnumálastofnunar sem vistar um þúsund manns í skammtímavistun segir brýnt að leysa málið. Aldrei hafa fleiri sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og á þessu ári en í dag eru þeir orðnir ríflega þrjú þúsund og þrjú hundruð af þeim hafa tæplega tvö þúsund manns komið frá Úkraínu. Fjöldahjálparstöð var opnuð í þessum mánuði til að útvega fólki húsnæði um hríð en verið að vinna í að finna fleiri varanleg úrræði. Vinnumálastofnun sér um að útvega fólki skammtímahúsnæði. Nú í vikunni á að opna nýtt húsnæðisúrræði fyrir nokkur hundruð karla á flótta. „Það er alltaf þannig að það er reynt að hafa þetta aðskilið, fjölskyldufólkið saman með börnin og svo karlmennina eina,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Stofnunin rekur nú um þrettán húseignir í samstarfi við Reykjavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ fyrir um þúsund manns. Unnur segir um skammtímaúrræði að ræða og svo þurfi fleiri sveitarfélög að taka við. Það hafi hins vegar ekki gengið nógu vel. „Ferlið er hugsað þannig að þá taki sveitarfélögin við flóttafólkinu og komi þeim í skóla, aðstoði með húsnæði og svo framvegis. Það stendur ekki nógu vel, það vantar að sveitarfélögin gangi til samninga við ríkið. Það liggja fyrir drög af samningi sem þau hafa ekki skrifað undir,“ segir Unnur. Þetta hafi meðal annars valdið því að börn hafi ekki enn þá komist í skóla. „Við höfum átt í erfiðleikum með að koma börnum í skóla sem eru ekki komin í varanlega búsetu hjá sveitarfélögum.“ Er það ekki alvarlegt fyrir börn sem eru nú þegar í veikri stöðu að komast ekki inn í skóla? „Jú það segir sig sjálft að þetta er mjög viðkvæm staða. Við erum að vinna að lausn að þessu og ég trúi ekki öðru en að þetta leysist á allra næstu dögum,“ segir Unnur. Vantar meira fjármagn Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að í rammasamningi sem gerður var í sumar um samræmda móttöku flóttamanna hafi vantað upp á varðandi húsnæðismál, þá sérstaklega varðandi börn. „Svo við getum jafnað stöðu barna. Það hefur strandað á því en við erum vonandi að sjá til lands. Ég heyri og finn að það eru sveitarfélögin sem ætla að semja um það,“ segir Heiða. Um hvað hefur helst verið deilt þarna? „Það hefur aðallega verið varðandi börnin. Það er mjög mikilvægt þegar börn koma inn í sveitarfélagið að gera það vel, taka vel á móti þeim og jafna þeirra stöðu á við annarra barna. Okkur fannst einfaldlega ekki nægilegt fjármagn með,“ segir Heiða en það ríkið sem sér um að taka á móti fólki og sér um að bjóða það velkomið hingað til lands. Heiða Björg er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Heiða segir sveitarfélögin gjarnan vilja fá fleiri íbúa og fá fleiri börn í skólana. Þó hafi ekki verið gert ráð fyrir svo hraðri og mikilli fjölgun. Því þurfi aukið fjármagn til að geta staðið vel að þessu líkt og sveitarfélögin vilja. „Við erum að sjá núna að þetta skiptir gríðarlegu máli. Það eru að koma svo margir, sveitarfélögin eiga eftir að þurfa að fara inn í það að byggja nýja skóla og leikskóla. Við eigum eftir að gera ýmislegt til að taka vel á móti þessum börnum og við þurfum að gera það,“ segir Heiða. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Innflytjendamál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Aldrei hafa fleiri sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og á þessu ári en í dag eru þeir orðnir ríflega þrjú þúsund og þrjú hundruð af þeim hafa tæplega tvö þúsund manns komið frá Úkraínu. Fjöldahjálparstöð var opnuð í þessum mánuði til að útvega fólki húsnæði um hríð en verið að vinna í að finna fleiri varanleg úrræði. Vinnumálastofnun sér um að útvega fólki skammtímahúsnæði. Nú í vikunni á að opna nýtt húsnæðisúrræði fyrir nokkur hundruð karla á flótta. „Það er alltaf þannig að það er reynt að hafa þetta aðskilið, fjölskyldufólkið saman með börnin og svo karlmennina eina,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Stofnunin rekur nú um þrettán húseignir í samstarfi við Reykjavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ fyrir um þúsund manns. Unnur segir um skammtímaúrræði að ræða og svo þurfi fleiri sveitarfélög að taka við. Það hafi hins vegar ekki gengið nógu vel. „Ferlið er hugsað þannig að þá taki sveitarfélögin við flóttafólkinu og komi þeim í skóla, aðstoði með húsnæði og svo framvegis. Það stendur ekki nógu vel, það vantar að sveitarfélögin gangi til samninga við ríkið. Það liggja fyrir drög af samningi sem þau hafa ekki skrifað undir,“ segir Unnur. Þetta hafi meðal annars valdið því að börn hafi ekki enn þá komist í skóla. „Við höfum átt í erfiðleikum með að koma börnum í skóla sem eru ekki komin í varanlega búsetu hjá sveitarfélögum.“ Er það ekki alvarlegt fyrir börn sem eru nú þegar í veikri stöðu að komast ekki inn í skóla? „Jú það segir sig sjálft að þetta er mjög viðkvæm staða. Við erum að vinna að lausn að þessu og ég trúi ekki öðru en að þetta leysist á allra næstu dögum,“ segir Unnur. Vantar meira fjármagn Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að í rammasamningi sem gerður var í sumar um samræmda móttöku flóttamanna hafi vantað upp á varðandi húsnæðismál, þá sérstaklega varðandi börn. „Svo við getum jafnað stöðu barna. Það hefur strandað á því en við erum vonandi að sjá til lands. Ég heyri og finn að það eru sveitarfélögin sem ætla að semja um það,“ segir Heiða. Um hvað hefur helst verið deilt þarna? „Það hefur aðallega verið varðandi börnin. Það er mjög mikilvægt þegar börn koma inn í sveitarfélagið að gera það vel, taka vel á móti þeim og jafna þeirra stöðu á við annarra barna. Okkur fannst einfaldlega ekki nægilegt fjármagn með,“ segir Heiða en það ríkið sem sér um að taka á móti fólki og sér um að bjóða það velkomið hingað til lands. Heiða Björg er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Vilhelm Heiða segir sveitarfélögin gjarnan vilja fá fleiri íbúa og fá fleiri börn í skólana. Þó hafi ekki verið gert ráð fyrir svo hraðri og mikilli fjölgun. Því þurfi aukið fjármagn til að geta staðið vel að þessu líkt og sveitarfélögin vilja. „Við erum að sjá núna að þetta skiptir gríðarlegu máli. Það eru að koma svo margir, sveitarfélögin eiga eftir að þurfa að fara inn í það að byggja nýja skóla og leikskóla. Við eigum eftir að gera ýmislegt til að taka vel á móti þessum börnum og við þurfum að gera það,“ segir Heiða.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Innflytjendamál Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira