MAST neitaði að selja vanrækta hesta Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. október 2022 20:00 Birta Flókadóttir blés nýverið til söfnunar þar sem hún safnar fyrir vanræktum hrossum svo þau endi ekki í sláturhúsi. Aðsend Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við. Birta Flókadóttir blés nýverið til söfnunar en hún hyggst kaupa hesta, sem endað hafa í vörslu Matvælastofnunar vegna vanrækslu eigenda, og bjarga þeim frá sláturhúsum. Peningarnir fara í að kaupa hrossin og fóðra þau til fullrar heilsu. Hún fór til Matvælastofnunar í dag vopnuð kauptilboðum í átta hross úr hópi hesta, að hluta til fyrir hönd ræktenda sem reyna að ná aftur hrossum sem þeir hafa selt núverandi eigendum, og hyggjast ná þeim til baka, og einnig fyrir peninga sem safnast hafa með söfnuninni. Vildu ekki snerta pappírana Hún segir að bregðast verði hratt við þegar Matvælastofnun grípi til vörslusviptingar. Jafnan gefi stofnunin aðeins 48 klukkutíma frest til viðbragða eigenda, ella verði vanræktum hrossum slátrað. Kauptilboðin eru því að meginhluta hugsuð sem lausn fyrir fram, þegar hross lenda í greipum stofnunarinnar. „Ég fór með kauptilboð og hitti á forstjóra MAST og tvo sviðsstjóra og þau neituðu að taka á móti kauptilboðunum. Við áttum hálftímafund í framhaldinu. Þau hvorki vildu skoða pappírana sem ég var með í höndunum – kauptilboðin – snerta þau, né taka við þeim. Og sögðu að þau hefðu ekki lagalegt svigrúm til þess að selja hross á önnur heimili við þessar aðstæður,“ segir Birta. Hún hefur sent Matvælastofnun tölvupóst og beðið um nákvæma lagalega útskýringu á neituninni. Þá hefur hún einnig notið aðstoðar lögfræðings, sem telur að heimild MAST sé fyrir hendi. „Algjör synd“ „Þarna finnst mér bara algjör synd að það er verið að bjóða þeim úrræði sem er þannig að það er tilbúið á borðinu ef allt fer á versta veg. Og Sigríður Björnsdóttir dýralæknir MAST sagði við síðustu sláturhúsaferð að þetta hefðu verið dýr sem hefðu ekki þurft neitt annað en fóður, en það hefði ekki verið neitt úrræði til að taka við þeim. Þannig að þarna er ég að vinna að úrræði en þetta voru viðtökurnar,“ segir Birta. Hún segist hvergi nærri hætt. Næsta skref verði að kanna lagagrundvöllinn frekar. „Þau vildu ekki einu sinni skoða pappírana. Flest af þessum kauptilboðum, fimm kauptilboð, eru hrossaræktendur sem eru undir ákveðnu eftirliti hjá MAST í tengslum við það. Það er ekki eins og það sé verið að setja hrossin í hendurnar á bara einhverjum,“ segir Birta. Ráðherra krefur MAST svara Matvælastofnun slátraði þrettán hrossum í síðustu viku vegna ástands og telur Birta að með þessu hafi verið hægt að bjarga hestunum. Tíu ungir hestar úr sama hópi voru metnir í „viðkvæmu ásigkomulagi“ og er Birta hrædd um að þeim verði jafnvel slátrað áður en hægt verði að grípa inn í. Með fyrir fram kauptilboðum væri málið leyst ef til slátrunar kæmi. Matvælastofnun hefur verið áberandi í umræðunni síðustu vikur og sagði Dýraverndarsambandið í september að MAST bregðist endurtekið illa og seint við. Matvælaráðherra hefur þar að auki kallað eftir upplýsingum um framkvæmd eftirlits þeirra og verkferla vegna velferðar dýra þegar grunur vaknar um að umráðamenn uppfylli ekki ákvæði laga þess efnis. Hestar Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Hin hrossin send aftur til eigenda Þrettán hross í Borgarfirði voru aflífuð af Matvælastofnun (MAST) í gær vegna alvarlegs ástands. Önnur hross reyndust vera í ásættanlegum holdum og var skilað til umráðamanns. Tíu þeirra eru þó sögð vera í viðkvæmu ástandi. 19. október 2022 09:43 Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45 Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Birta Flókadóttir blés nýverið til söfnunar en hún hyggst kaupa hesta, sem endað hafa í vörslu Matvælastofnunar vegna vanrækslu eigenda, og bjarga þeim frá sláturhúsum. Peningarnir fara í að kaupa hrossin og fóðra þau til fullrar heilsu. Hún fór til Matvælastofnunar í dag vopnuð kauptilboðum í átta hross úr hópi hesta, að hluta til fyrir hönd ræktenda sem reyna að ná aftur hrossum sem þeir hafa selt núverandi eigendum, og hyggjast ná þeim til baka, og einnig fyrir peninga sem safnast hafa með söfnuninni. Vildu ekki snerta pappírana Hún segir að bregðast verði hratt við þegar Matvælastofnun grípi til vörslusviptingar. Jafnan gefi stofnunin aðeins 48 klukkutíma frest til viðbragða eigenda, ella verði vanræktum hrossum slátrað. Kauptilboðin eru því að meginhluta hugsuð sem lausn fyrir fram, þegar hross lenda í greipum stofnunarinnar. „Ég fór með kauptilboð og hitti á forstjóra MAST og tvo sviðsstjóra og þau neituðu að taka á móti kauptilboðunum. Við áttum hálftímafund í framhaldinu. Þau hvorki vildu skoða pappírana sem ég var með í höndunum – kauptilboðin – snerta þau, né taka við þeim. Og sögðu að þau hefðu ekki lagalegt svigrúm til þess að selja hross á önnur heimili við þessar aðstæður,“ segir Birta. Hún hefur sent Matvælastofnun tölvupóst og beðið um nákvæma lagalega útskýringu á neituninni. Þá hefur hún einnig notið aðstoðar lögfræðings, sem telur að heimild MAST sé fyrir hendi. „Algjör synd“ „Þarna finnst mér bara algjör synd að það er verið að bjóða þeim úrræði sem er þannig að það er tilbúið á borðinu ef allt fer á versta veg. Og Sigríður Björnsdóttir dýralæknir MAST sagði við síðustu sláturhúsaferð að þetta hefðu verið dýr sem hefðu ekki þurft neitt annað en fóður, en það hefði ekki verið neitt úrræði til að taka við þeim. Þannig að þarna er ég að vinna að úrræði en þetta voru viðtökurnar,“ segir Birta. Hún segist hvergi nærri hætt. Næsta skref verði að kanna lagagrundvöllinn frekar. „Þau vildu ekki einu sinni skoða pappírana. Flest af þessum kauptilboðum, fimm kauptilboð, eru hrossaræktendur sem eru undir ákveðnu eftirliti hjá MAST í tengslum við það. Það er ekki eins og það sé verið að setja hrossin í hendurnar á bara einhverjum,“ segir Birta. Ráðherra krefur MAST svara Matvælastofnun slátraði þrettán hrossum í síðustu viku vegna ástands og telur Birta að með þessu hafi verið hægt að bjarga hestunum. Tíu ungir hestar úr sama hópi voru metnir í „viðkvæmu ásigkomulagi“ og er Birta hrædd um að þeim verði jafnvel slátrað áður en hægt verði að grípa inn í. Með fyrir fram kauptilboðum væri málið leyst ef til slátrunar kæmi. Matvælastofnun hefur verið áberandi í umræðunni síðustu vikur og sagði Dýraverndarsambandið í september að MAST bregðist endurtekið illa og seint við. Matvælaráðherra hefur þar að auki kallað eftir upplýsingum um framkvæmd eftirlits þeirra og verkferla vegna velferðar dýra þegar grunur vaknar um að umráðamenn uppfylli ekki ákvæði laga þess efnis.
Hestar Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Hin hrossin send aftur til eigenda Þrettán hross í Borgarfirði voru aflífuð af Matvælastofnun (MAST) í gær vegna alvarlegs ástands. Önnur hross reyndust vera í ásættanlegum holdum og var skilað til umráðamanns. Tíu þeirra eru þó sögð vera í viðkvæmu ástandi. 19. október 2022 09:43 Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45 Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Hin hrossin send aftur til eigenda Þrettán hross í Borgarfirði voru aflífuð af Matvælastofnun (MAST) í gær vegna alvarlegs ástands. Önnur hross reyndust vera í ásættanlegum holdum og var skilað til umráðamanns. Tíu þeirra eru þó sögð vera í viðkvæmu ástandi. 19. október 2022 09:43
Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45
Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33