Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Óvissa ríkir um hvort ríkið taki Kumbaravog á Stokkseyri til leigu fyrir á sjötta tug hælisleitenda. Bæjarráð Árborgar fékk tilkynningu um að búið væri að ákveða það en telur staðsetninguna óheppilega. Við fjöllum um málið og ræðum við aðgerðastjóra vegna komu flóttafólks um erfiða stöðu í húsnæðismálum.
Samgönguráðherra segir ekki standa til að veita sveitarfélögum heimild til að hefja gjaldtöku á þá sem nota nagladekk líkt og Umhverfisstofnun vill. Skiptar skoðanir eru á hugmyndum um gjaldtöku og segir ráðherra að gæta þurfi hófs í viðbrögðum. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum.
Þá kíkjum við á gosstöðvar þar sem skortur á klósettum skapar ákveðin vandamál og foreldra leikskólabarna sem segja mygluvanda og manneklu valda þeim miklum vandræðum.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.