Styðjum konur í Íran Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 31. október 2022 11:31 Í síðustu viku var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðuna í Íran. Þar voru áhyggjur og hugmyndir viðraðar um stöðu kvenna í Íran, og tók undirrituð þátt í þeim umræðum. Fregnir af hrottalegum aðstæðum í Íran berast um allan heim. Íslendingar, sem og fólk alls staðar um heiminn, sýna konum í Íran stuðning og samstöðu. Þetta skiptir máli því þegar barist er fyrir jafnréttismálum hvar sem er í heiminum þá varðar það alla heimsmyndina. Jákvæð skref eru jákvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Íran, á Íslandi eða á Ítalíu. Það sama á við neikvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Myanmar, á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Við stöndum saman Oftar en ekki varða þessar baráttur jafnréttisbaráttu kvenna á heimsvísu. Þegar við sjáum konur alls staðar að standa saman og fordæma írönsku ríkisstjórnina vegna mótmælanna og reglur um klæðaburð. Fyrir ekki svo löngu mótmæltu konur um allan heim hæstaréttardóms sem féll í Bandaríkjunum og varðaði þungunarrof. Þar var skref tekið til fortíða, því miður. Jafnréttisbarátta hinsegin fólks víða um veröld hefur einnig tekið skref til fortíðar. Við megum ekki sofna á verðum. Við stöndum fyrir frelsi og jafnrétti Við Íslendingar vitum hvar við stöndum. Við stöndum fyrir frelsi. Við stöndum fyrir jafnrétti. Við stöndum með írönskum konum í sinni baráttu. Því er vissulega fagnaðarefni að sjá konur leggja í baráttu fyrir sínum réttindum. Hún er erfið barátta og blóðug, sem má líkja við viðureign Davíðs og Golíats, en með stuðningi fólks um allan heim verður hún þeim auðveldari. Það liggur augum uppi að hér á landi styðjum við mótmælendur heilshugar. Það er mikilvægt, enda sjáum við í miðjum mótmælum myndun tækifæra til aukins jafnréttis í þessum heimshluta. Það eru skref í rétta átt Við stöndum með mótmælendum Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt írönsk stjórnvöld með því að beita refsiaðgerðum. Aðgerðirnar sem nú hefur verið gripið til felast í frystingu eigna og ferðabanni til Evrópu. Stjórnvöld eru að sinna sínu hlutverki í að fordæma þessa meðferð. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið snögg og alvarleg, og hef ég vissu fyrir því að það er algjör samstaða um þessi mál á Alþingi. Okkar stuðningi er ekki lokið og mun ekki ljúka fyrr en við sjáum þá niðurstöðu sem við viljum sjá. Því við vitum hvar við stöndum. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Íran Alþingi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um stöðuna í Íran. Þar voru áhyggjur og hugmyndir viðraðar um stöðu kvenna í Íran, og tók undirrituð þátt í þeim umræðum. Fregnir af hrottalegum aðstæðum í Íran berast um allan heim. Íslendingar, sem og fólk alls staðar um heiminn, sýna konum í Íran stuðning og samstöðu. Þetta skiptir máli því þegar barist er fyrir jafnréttismálum hvar sem er í heiminum þá varðar það alla heimsmyndina. Jákvæð skref eru jákvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Íran, á Íslandi eða á Ítalíu. Það sama á við neikvæð skref, hvort sem þau eru tekin í Myanmar, á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Við stöndum saman Oftar en ekki varða þessar baráttur jafnréttisbaráttu kvenna á heimsvísu. Þegar við sjáum konur alls staðar að standa saman og fordæma írönsku ríkisstjórnina vegna mótmælanna og reglur um klæðaburð. Fyrir ekki svo löngu mótmæltu konur um allan heim hæstaréttardóms sem féll í Bandaríkjunum og varðaði þungunarrof. Þar var skref tekið til fortíða, því miður. Jafnréttisbarátta hinsegin fólks víða um veröld hefur einnig tekið skref til fortíðar. Við megum ekki sofna á verðum. Við stöndum fyrir frelsi og jafnrétti Við Íslendingar vitum hvar við stöndum. Við stöndum fyrir frelsi. Við stöndum fyrir jafnrétti. Við stöndum með írönskum konum í sinni baráttu. Því er vissulega fagnaðarefni að sjá konur leggja í baráttu fyrir sínum réttindum. Hún er erfið barátta og blóðug, sem má líkja við viðureign Davíðs og Golíats, en með stuðningi fólks um allan heim verður hún þeim auðveldari. Það liggur augum uppi að hér á landi styðjum við mótmælendur heilshugar. Það er mikilvægt, enda sjáum við í miðjum mótmælum myndun tækifæra til aukins jafnréttis í þessum heimshluta. Það eru skref í rétta átt Við stöndum með mótmælendum Íslensk stjórnvöld hafa fordæmt írönsk stjórnvöld með því að beita refsiaðgerðum. Aðgerðirnar sem nú hefur verið gripið til felast í frystingu eigna og ferðabanni til Evrópu. Stjórnvöld eru að sinna sínu hlutverki í að fordæma þessa meðferð. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið snögg og alvarleg, og hef ég vissu fyrir því að það er algjör samstaða um þessi mál á Alþingi. Okkar stuðningi er ekki lokið og mun ekki ljúka fyrr en við sjáum þá niðurstöðu sem við viljum sjá. Því við vitum hvar við stöndum. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun