„Bolsonaro var hræðilegur á alla vegu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. október 2022 23:02 Marcello Milanezi, Brasilíumaður og doktorsnemi við Háskóla Íslands. Vísir/Egill Brasilíumaður búsettur á Íslandi segir stærsta verkefni nýkjörins forseta að draga úr fátækt, sem hafi aukist á valdatíð Jairs Bolsonaro. Valdatíð fráfarandi forseta hafi verið stórslys á öllum sviðum. Mjótt var á munum í forsetakosningunum en Luiz Inacio Lula de Silva hlaut 50,9 prósent atkvæða gegn Bolsonaro, sem hefur enn ekki viðurkennt tapið eða tjáð sig eftir ósigurinn. „Brasilía er málstaður minn, fólkið er málstaður minn, að berjast gegn eymd er það sem ég lifi fyrir þangað til ég gef upp andann. Ég faðma ykkur öll og megi guð vernda mig þangað til ég hef vegferð mína þann 1. janúar,“ sagði Lula í sigurræðu sinni í nótt. Spilling landlægt vandamál í Brasilíu Bolsonaro lagði mikla áherslu á spillingu í forsetatíð Lula frá 2003 til 2010 og að hann hafi verið dæmdur í fangelsi vegna þess árið 2018. Lula var síðar sleppt en í ljós kom að verulegir gallar voru á rannsókn og dómaframkvæmd og halda margir stuðningsmenn hans að hann hafi verið sóttur til saka til að koma í veg fyrir framboð gegn Bolsonaro á sínum tíma. „Þegar Brasilía sem heild er annars vegar er spilling því miður alls staðar í pólitíkinni,“ segir Marcello Milanezi, Brasilíumaður sem er doktorsnemi við Háskóla Íslands. Aðstæður verri nú en fyrir valdatíð Bolsonaro Marcello flutti til Íslands fyrir tæpum fjórum árum, rétt eftir að Bolsonaro var kjörinn forseti. Hann segir Bolsonaro lítt skárri en Lula hvað spillingu varðar. „Það er spilling alls staðar. Ég myndi ekki vita hvernig hægt væri að mynda ríkisstjórn án spillingar ef einhver spyrði mig,“ segir hann. Meðal stóru verkefna Lula verði að tryggja verndun Amason frumskógarins, réttindi frumbyggja Brasilíu og að berjast gegn fátækt, sem hafi versnað í valdatíð Bolsonaros. „Ég var í Brasilíu núna í ágúst og aðstæður heimilislausra, að minnsta kosti í Sao Paulo, voru miklu verri en þegar ég fór,“ segir Marcello. Margir hafi ekki endilega viljað Lula aftur sem forseta en fólk fylkt sér á bak við hann til að tryggja að Bolsonaro viki. „Bolsonaro er hörmulegur á öllum sviðum. Það er erfitt skilja hvernig jafnvel hægrimenn geta stutt hann. Meira að segja efnahagsmálin eru stórslys,“ segir hann. Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro sé eins og kórdrengur við hlið Lula Miklar vendingar urðu í brasilískum stjórnmálum í gær þegar Jair Bolsonaro, forseti til fjögurra ára, tapaði í forsetakosningum. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti þegar tap Bolsonaro var orðið ljóst. 31. október 2022 12:33 Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32 Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Mjótt var á munum í forsetakosningunum en Luiz Inacio Lula de Silva hlaut 50,9 prósent atkvæða gegn Bolsonaro, sem hefur enn ekki viðurkennt tapið eða tjáð sig eftir ósigurinn. „Brasilía er málstaður minn, fólkið er málstaður minn, að berjast gegn eymd er það sem ég lifi fyrir þangað til ég gef upp andann. Ég faðma ykkur öll og megi guð vernda mig þangað til ég hef vegferð mína þann 1. janúar,“ sagði Lula í sigurræðu sinni í nótt. Spilling landlægt vandamál í Brasilíu Bolsonaro lagði mikla áherslu á spillingu í forsetatíð Lula frá 2003 til 2010 og að hann hafi verið dæmdur í fangelsi vegna þess árið 2018. Lula var síðar sleppt en í ljós kom að verulegir gallar voru á rannsókn og dómaframkvæmd og halda margir stuðningsmenn hans að hann hafi verið sóttur til saka til að koma í veg fyrir framboð gegn Bolsonaro á sínum tíma. „Þegar Brasilía sem heild er annars vegar er spilling því miður alls staðar í pólitíkinni,“ segir Marcello Milanezi, Brasilíumaður sem er doktorsnemi við Háskóla Íslands. Aðstæður verri nú en fyrir valdatíð Bolsonaro Marcello flutti til Íslands fyrir tæpum fjórum árum, rétt eftir að Bolsonaro var kjörinn forseti. Hann segir Bolsonaro lítt skárri en Lula hvað spillingu varðar. „Það er spilling alls staðar. Ég myndi ekki vita hvernig hægt væri að mynda ríkisstjórn án spillingar ef einhver spyrði mig,“ segir hann. Meðal stóru verkefna Lula verði að tryggja verndun Amason frumskógarins, réttindi frumbyggja Brasilíu og að berjast gegn fátækt, sem hafi versnað í valdatíð Bolsonaros. „Ég var í Brasilíu núna í ágúst og aðstæður heimilislausra, að minnsta kosti í Sao Paulo, voru miklu verri en þegar ég fór,“ segir Marcello. Margir hafi ekki endilega viljað Lula aftur sem forseta en fólk fylkt sér á bak við hann til að tryggja að Bolsonaro viki. „Bolsonaro er hörmulegur á öllum sviðum. Það er erfitt skilja hvernig jafnvel hægrimenn geta stutt hann. Meira að segja efnahagsmálin eru stórslys,“ segir hann.
Brasilía Tengdar fréttir Bolsonaro sé eins og kórdrengur við hlið Lula Miklar vendingar urðu í brasilískum stjórnmálum í gær þegar Jair Bolsonaro, forseti til fjögurra ára, tapaði í forsetakosningum. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti þegar tap Bolsonaro var orðið ljóst. 31. október 2022 12:33 Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32 Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Bolsonaro sé eins og kórdrengur við hlið Lula Miklar vendingar urðu í brasilískum stjórnmálum í gær þegar Jair Bolsonaro, forseti til fjögurra ára, tapaði í forsetakosningum. Mikil fagnaðarlæti brutust út á götum úti þegar tap Bolsonaro var orðið ljóst. 31. október 2022 12:33
Lula kjörinn forseti Brasilíu Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða. 30. október 2022 23:32
Lögregla sökuð um að bæla niður kjörsókn í Brasilíu Brasilíska þjóðin gekk til kosninga fyrr í dag til þess að kjósa sér nýjan þjóðarleiðtoga. Borið hefur á því að fólk hafi áhyggjur af því að kúgun á kjósendum hafi átt sér stað, sumum hafi ekki verið leyft að kjósa. 30. október 2022 21:43