Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en athygli vekur að ökumaðurinn hafði farið með bílinn í dekkjaskipti þremur dögum fyrir óhappið.
Vaktin virðist annars hafa verið tíðindalítil.
Í Árbæ var ökumaður stöðvaður sem reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum. Um það bil 15 mínútum síðar var sama bifreið stöðvuð í sama hverfi og reyndist sami ökumaður undir stýri. Var þá vettvangsskýrsla rituð um málið og lyklarnir að bifreiðinni haldlagðir.
Í Breiðholtinu var bifreið stöðvuð þegar ökumaður gaf ekki stefnumerki. Undir stýri reyndist vera ung kona sem hafði áður verið svipt ökuréttindum en að auki gaf hún lögreglu upp ranga kennitölu og fór ekki að fyrirmælum.
Tveir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum. Báður hafa ítrekað verið stöðvaðir við akstur án gildra ökuréttinda.