Þrjú ríki munu ráða úrslitum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2022 21:45 Atkvæði talin í Maricopa-sýslu í Arisóna. Þangað beinast nú augu allra sem eiga hagsmuna að gæta í kosningunum. AP Photo/Matt York Niðurstöður öldungadeildarkosninganna í Arisóna, Nevada og Georgíu-ríkjum í Bandaríkjunum munu skera úr um hvort Demókratar eða Repúblikanar ná meirihluta í efri deild Bandaríkjaþing. Þingkosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar í gær. Enn er verið að telja atkvæði víða um Bandaríkin og endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir. Fjölmiðlar ytra telja þó ljóst að eins og staðan er núna haldi Demókratar á 48 sætum í öldungadeildinni. Repúblikanar eru ýmist með 48 eða 49, en mismunandi er eftir fjölmiðlum hvort Alaska er talið óákveðið eða með Repúblikönum. Það gera 96-97 sæti en hundrað þingmenn sitja í öldungadeildinni. Það þýðir að staðan í þremur ríkjum, þar sem fjölmiðlar hafa ekki treyst sér að segja til um sigurvegara, muni ráða úrslitum um hvort Demókratar haldi meirihluta eða ekki. Demókrötum nægir að komast í fimmtíu þingmenn þar sem Kamala Harris, varaforseti, heldur á oddaatkvæði. Repúblikanar þurfa einnig tvo sæti til að ná 51 þingmanni og þar með meirihluta, ef gert ráð fyrir að Alaska falli þeim í skaut. Umrædd ríki eru Arisóna, Nevada og Georgía. Ljóst er að kosningin í Georgíu, þar sem sitjandi þingmaður Demókrata, Raphael Warnock, etur kappi gegn Repúblikanum Herschel Walker, mun fara í aðra úrslitaumferð, sem fer fram 6. desember næstkomandi. Örlagavaldurinn Georgía Samkvæmt kosningareglum ríkisins þarf frambjóðandi að ná meira en fimmtíu prósent fylgi til að ná kjöri, sem hvorugur frambjóðanda náði í þetta skiptið. Þetta er í annað sinn í röð sem Warnock fer í aðra umferð. Hann náði einmitt kjöri á þing fyrir tveimur árum í slíkri kosningu, sem varð til þess að Demókratar náðu meirihluta í öldungadeildinni. Aðrar kosningar í röð gæti öldungadeildarkosningin í Georgíu-ríki því reynst mikill örlagavaldur. Það fer þó alfarið eftir því hvernig niðurstöðurnar verða í Arisóna og Nevada. Nái annar hvor flokkurinn að sigra í báðum þessum ríkjum munu aukakosningarnar í Georgíu ekki skipta jafn miklu máli, þar sem báðir flokkar þurfa tvö sæti í viðbót. Donald Trump er sagður vera æfur yfir því að Mehmet Oz, lengst til vinstri hafi tapað fyrir Demókratanum John Fetterman í öldungadeildarkosningunum í Pennsylvanínu. Ron deSantis, annar til vinstri, var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída-ríkis í gær. Hann er talinn vera líklegasti mótframbjóðandi Trumps í forkosningum Repúbliakna fyrir forsetakosningarnar 2024.Samsett Ekki er víst hvenær niðurstöðurnar í Arisóna og Nevada liggi fyrir, þó ljóst er að það verður áður en aukakosningin fer fram í Georgíu þann 6. desember næstkomandi. Eins og staðan er núna í Nevada er Adam Laxalt, frambjóðandi Repúblikana með 22 þúsund atkvæða forskot gegn sitjandi þingmanni Demókrata, Catherine Cortex Masto, þegar 77 prósent atkvæða hafa verið talin. Í kosningunum 2020 tók þrjá daga að telja níutíu prósent atkvæða, en flest atkvæða í Nevada eru svokölluð póstatkvæði. Í Arisóna hefur sitjandi þingmaður Demókrata, Mark Kelly, vinninginn sem stendur gegn Blake Masters, frambjóðanda Repúblikana. Þar hafa 66 prósent atkvæða verið talin. Um níutíu þúsund atkvæðum munar. Líkt og í Nevada eru flest atkvæði í ríkinu svokölluð póstatkvæði. Enn er líklegast að Repúblikanar muni ná meirihluta í fulltrúadeildinni en ólíklegt er að sá meirihluti verði jafn stór og spár gerði ráð fyrir í aðdraganda kosninganna. New York Times segir að staðan núna sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Þingkosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar í gær. Enn er verið að telja atkvæði víða um Bandaríkin og endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir. Fjölmiðlar ytra telja þó ljóst að eins og staðan er núna haldi Demókratar á 48 sætum í öldungadeildinni. Repúblikanar eru ýmist með 48 eða 49, en mismunandi er eftir fjölmiðlum hvort Alaska er talið óákveðið eða með Repúblikönum. Það gera 96-97 sæti en hundrað þingmenn sitja í öldungadeildinni. Það þýðir að staðan í þremur ríkjum, þar sem fjölmiðlar hafa ekki treyst sér að segja til um sigurvegara, muni ráða úrslitum um hvort Demókratar haldi meirihluta eða ekki. Demókrötum nægir að komast í fimmtíu þingmenn þar sem Kamala Harris, varaforseti, heldur á oddaatkvæði. Repúblikanar þurfa einnig tvo sæti til að ná 51 þingmanni og þar með meirihluta, ef gert ráð fyrir að Alaska falli þeim í skaut. Umrædd ríki eru Arisóna, Nevada og Georgía. Ljóst er að kosningin í Georgíu, þar sem sitjandi þingmaður Demókrata, Raphael Warnock, etur kappi gegn Repúblikanum Herschel Walker, mun fara í aðra úrslitaumferð, sem fer fram 6. desember næstkomandi. Örlagavaldurinn Georgía Samkvæmt kosningareglum ríkisins þarf frambjóðandi að ná meira en fimmtíu prósent fylgi til að ná kjöri, sem hvorugur frambjóðanda náði í þetta skiptið. Þetta er í annað sinn í röð sem Warnock fer í aðra umferð. Hann náði einmitt kjöri á þing fyrir tveimur árum í slíkri kosningu, sem varð til þess að Demókratar náðu meirihluta í öldungadeildinni. Aðrar kosningar í röð gæti öldungadeildarkosningin í Georgíu-ríki því reynst mikill örlagavaldur. Það fer þó alfarið eftir því hvernig niðurstöðurnar verða í Arisóna og Nevada. Nái annar hvor flokkurinn að sigra í báðum þessum ríkjum munu aukakosningarnar í Georgíu ekki skipta jafn miklu máli, þar sem báðir flokkar þurfa tvö sæti í viðbót. Donald Trump er sagður vera æfur yfir því að Mehmet Oz, lengst til vinstri hafi tapað fyrir Demókratanum John Fetterman í öldungadeildarkosningunum í Pennsylvanínu. Ron deSantis, annar til vinstri, var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída-ríkis í gær. Hann er talinn vera líklegasti mótframbjóðandi Trumps í forkosningum Repúbliakna fyrir forsetakosningarnar 2024.Samsett Ekki er víst hvenær niðurstöðurnar í Arisóna og Nevada liggi fyrir, þó ljóst er að það verður áður en aukakosningin fer fram í Georgíu þann 6. desember næstkomandi. Eins og staðan er núna í Nevada er Adam Laxalt, frambjóðandi Repúblikana með 22 þúsund atkvæða forskot gegn sitjandi þingmanni Demókrata, Catherine Cortex Masto, þegar 77 prósent atkvæða hafa verið talin. Í kosningunum 2020 tók þrjá daga að telja níutíu prósent atkvæða, en flest atkvæða í Nevada eru svokölluð póstatkvæði. Í Arisóna hefur sitjandi þingmaður Demókrata, Mark Kelly, vinninginn sem stendur gegn Blake Masters, frambjóðanda Repúblikana. Þar hafa 66 prósent atkvæða verið talin. Um níutíu þúsund atkvæðum munar. Líkt og í Nevada eru flest atkvæði í ríkinu svokölluð póstatkvæði. Enn er líklegast að Repúblikanar muni ná meirihluta í fulltrúadeildinni en ólíklegt er að sá meirihluti verði jafn stór og spár gerði ráð fyrir í aðdraganda kosninganna. New York Times segir að staðan núna sé 206-179 Repúblikönum í vil. 218 sæti þarf til að ná meirihluta þar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira