Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2022 09:01 Við viljum meira frelsi á leigubílamarkaði. Það sýnir nýleg könnun Maskínu. Hún sýnir líka að stórnotendur þjónustunnar eru þeir sem helst vilja sjá breytingar. Það er merkilegt að þegar að notendur þjónustunnar vilja breytingar og þegar íslenska ríkið hefur fengið áminningu frá ESA um að íslenska löggjöfin um leigubílamarkaðinni brjóti í bága við EES samninginn, að enn séu stjórnvöld hér ekki tilbúin til þess að hlusta. Hvar er þetta fólk að fela sig sem hélt þriggja daga landsfund undir kjörorðinu „Frelsi“? Það virðist að minnsta kosti ekki kveikja á því að það sé í ríkisstjórn og geti hér breytt í átt að frelsi. Ekki bara frelsismál heldur öryggismál Staðreyndin er sú að þessi mál snúast ekki lengur bara um frelsi. Þetta er orðið spurning um öryggi. Of oft er enga leigubíla að fá. Drukkið fólk gefst upp á biðinni og keyrir jafnvel heim á bílnum sínum sem stóð til að skilja eftir. Ég heyri sérstaklega frá konum að þær upplifi sig óöruggari því þær geta ekki treyst á að finna leigubíl t.d. úr miðbænum um helgar. Nú er veturinn fram undan og biðin eftir leigubíl verður kaldari og kaldari. Um leið hugsa ég að þolinmæði fólks minnki. Oft finnst manni að einu rök þeirra sem standa í vegi fyrir frelsi á leigubílamarkaði séu að það sé svo hættulegt að hver sem er geti sinnt þessari þjónustu. En staðreyndin er að fólk er núna að leita inn á svartan markað, eins og félagar upp á tugþúsundir í skutlarahópum á samfélagsmiðlum sýnir. Þangað fer fólk því leigubílaþjónustan sem er í boði núna mætir ekki eftirspurninni. Þar getur hver sem er tekið að sér að skutla fólki. Alvöru val Ef við hleypum svokölluðum farveitum inn á markaðinn þá væru ferðir skráðar, þú hefðir val um mismundi bíla, tegund bílstjóra og gætir kannað hversu góður bílstjórinn sem þú pantar er. Þú vissir líka fyrir fram hvert verðið væri fyrir ferðina. Hvað er svona slæmt við það? Farveiturnar þurfa ekki að útiloka það að hér geti núverandi fyrirtæki starfrækt sína þjónustu áfram. Samkeppni á alltaf að vera af hinu góða. Viðskiptavinir fá einfaldlega valfrelsi og munu velja þá þjónustu sem þeim hentar best hverju sinni. Viðreisn vill frelsi á leigubílamarkaði Frelsi á leigubílamarkaði gæti líka hjálpað til við að leiðrétta það ójafnvægi sem ríkir á markaðnum. Við vitum að bílarnir standa oft tómir á virkum dögum en anna svo engan veginn eftirspurninni á álagstímum. Núverandi kerfi er því í raun óhagstætt leigubílstjórunum sjálfum. Við þurfum að nútímavæða þennan markað. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram breytingar á lögum um leigubifreiðar sem aldrei hafa náð fram að ganga. Og hverjir eru það sem standa í vegi fyrir því? Jú lukkuriddarar frelsisins standa í vegi fyrir þessu einfalda frelsismáli. Hagsmuna hverra eru þeir að gæta? Ekki almennings. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Stjórnsýsla Leigubílar Alþingi Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Við viljum meira frelsi á leigubílamarkaði. Það sýnir nýleg könnun Maskínu. Hún sýnir líka að stórnotendur þjónustunnar eru þeir sem helst vilja sjá breytingar. Það er merkilegt að þegar að notendur þjónustunnar vilja breytingar og þegar íslenska ríkið hefur fengið áminningu frá ESA um að íslenska löggjöfin um leigubílamarkaðinni brjóti í bága við EES samninginn, að enn séu stjórnvöld hér ekki tilbúin til þess að hlusta. Hvar er þetta fólk að fela sig sem hélt þriggja daga landsfund undir kjörorðinu „Frelsi“? Það virðist að minnsta kosti ekki kveikja á því að það sé í ríkisstjórn og geti hér breytt í átt að frelsi. Ekki bara frelsismál heldur öryggismál Staðreyndin er sú að þessi mál snúast ekki lengur bara um frelsi. Þetta er orðið spurning um öryggi. Of oft er enga leigubíla að fá. Drukkið fólk gefst upp á biðinni og keyrir jafnvel heim á bílnum sínum sem stóð til að skilja eftir. Ég heyri sérstaklega frá konum að þær upplifi sig óöruggari því þær geta ekki treyst á að finna leigubíl t.d. úr miðbænum um helgar. Nú er veturinn fram undan og biðin eftir leigubíl verður kaldari og kaldari. Um leið hugsa ég að þolinmæði fólks minnki. Oft finnst manni að einu rök þeirra sem standa í vegi fyrir frelsi á leigubílamarkaði séu að það sé svo hættulegt að hver sem er geti sinnt þessari þjónustu. En staðreyndin er að fólk er núna að leita inn á svartan markað, eins og félagar upp á tugþúsundir í skutlarahópum á samfélagsmiðlum sýnir. Þangað fer fólk því leigubílaþjónustan sem er í boði núna mætir ekki eftirspurninni. Þar getur hver sem er tekið að sér að skutla fólki. Alvöru val Ef við hleypum svokölluðum farveitum inn á markaðinn þá væru ferðir skráðar, þú hefðir val um mismundi bíla, tegund bílstjóra og gætir kannað hversu góður bílstjórinn sem þú pantar er. Þú vissir líka fyrir fram hvert verðið væri fyrir ferðina. Hvað er svona slæmt við það? Farveiturnar þurfa ekki að útiloka það að hér geti núverandi fyrirtæki starfrækt sína þjónustu áfram. Samkeppni á alltaf að vera af hinu góða. Viðskiptavinir fá einfaldlega valfrelsi og munu velja þá þjónustu sem þeim hentar best hverju sinni. Viðreisn vill frelsi á leigubílamarkaði Frelsi á leigubílamarkaði gæti líka hjálpað til við að leiðrétta það ójafnvægi sem ríkir á markaðnum. Við vitum að bílarnir standa oft tómir á virkum dögum en anna svo engan veginn eftirspurninni á álagstímum. Núverandi kerfi er því í raun óhagstætt leigubílstjórunum sjálfum. Við þurfum að nútímavæða þennan markað. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram breytingar á lögum um leigubifreiðar sem aldrei hafa náð fram að ganga. Og hverjir eru það sem standa í vegi fyrir því? Jú lukkuriddarar frelsisins standa í vegi fyrir þessu einfalda frelsismáli. Hagsmuna hverra eru þeir að gæta? Ekki almennings. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun