Trump liggur undir feldi og íhugar næstu skref Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2022 07:11 Trump fékk ekki þá siguröldu sem hann beið eftir í þingkosningunum. AP/Andrew Harnik Innsti hringur stuðningsmanna Donald Trump er sagður klofinn þegar kemur að því hvort forsetinn fyrrverandi ætti að tilkynna um forsetaframboð 2024 í næstu viku, eins og hann hefur gefið í skyn að hann hyggist gera. Efasemdir eru nú uppi um hvort það sé hyggilegt fyrir Trump að taka í gikkinn svo skömmu eftir þingkosningarnar í landinu, þar sem hin „rauða alda“ sem spáð var reyndist aðeins spræna. Margir hafa kennt Trump um óvenju slakt gengi Repúblikanaflokksins en margir af þeim frambjóðendum sem hann studdi náðu ekki kjöri. Þá er útlit fyrir að Demókratar eigi góðan möguleika á því að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni og jafnvel bæta við sig. Af þessum sökum hafa margir af nánum samstarfsmönnum Trump nú lagt til að hann bíði með tilkynningu sína um forsetaframboð þar til úrslit liggja fyrir í Georgíu, þar sem önnur umferð í kosningum milli Demókratans Raphael Warnock og Repúblikanans Herschel Walker hefur farið fram. Þankagangurinn er á þennan veg: Ef Walker sigrar getur Trump eignað sér heiðurinn af því, ef ekki er staða hans svo sem óbreytt frá því sem nú er. Þá eru menn uggandi yfir því að Trump gæti eyðilagt möguleika Repúblikana þar sem úrslit liggja ekki fyrir, með því að hefja kosningabaráttu sína strax. Trump hefur verið óvenju þögull frá því að úrslit í þingkosningunum fóru að liggja ljós fyrir en gaf sér þó tíma í gær til að ráðast gegn Ron DeSantis, sem er mögulega eini samflokksmaður Trump sem á möguleika á því að sigra hann í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Skaut Trump meðal annars á DeSantis, sem vann stóran sigur í þingkosningunum, fyrir að vilja ekki svara því beint hvort hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Þá er DeSantis kominn í hóp þeirra sem Trump hefur gefið sérstakt uppnefni og er nú kallaður Ron DeSanctimonious af forsetanum fyrrverandi, sem mætti þýða sem Ron helgislepja. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Efasemdir eru nú uppi um hvort það sé hyggilegt fyrir Trump að taka í gikkinn svo skömmu eftir þingkosningarnar í landinu, þar sem hin „rauða alda“ sem spáð var reyndist aðeins spræna. Margir hafa kennt Trump um óvenju slakt gengi Repúblikanaflokksins en margir af þeim frambjóðendum sem hann studdi náðu ekki kjöri. Þá er útlit fyrir að Demókratar eigi góðan möguleika á því að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni og jafnvel bæta við sig. Af þessum sökum hafa margir af nánum samstarfsmönnum Trump nú lagt til að hann bíði með tilkynningu sína um forsetaframboð þar til úrslit liggja fyrir í Georgíu, þar sem önnur umferð í kosningum milli Demókratans Raphael Warnock og Repúblikanans Herschel Walker hefur farið fram. Þankagangurinn er á þennan veg: Ef Walker sigrar getur Trump eignað sér heiðurinn af því, ef ekki er staða hans svo sem óbreytt frá því sem nú er. Þá eru menn uggandi yfir því að Trump gæti eyðilagt möguleika Repúblikana þar sem úrslit liggja ekki fyrir, með því að hefja kosningabaráttu sína strax. Trump hefur verið óvenju þögull frá því að úrslit í þingkosningunum fóru að liggja ljós fyrir en gaf sér þó tíma í gær til að ráðast gegn Ron DeSantis, sem er mögulega eini samflokksmaður Trump sem á möguleika á því að sigra hann í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Skaut Trump meðal annars á DeSantis, sem vann stóran sigur í þingkosningunum, fyrir að vilja ekki svara því beint hvort hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Þá er DeSantis kominn í hóp þeirra sem Trump hefur gefið sérstakt uppnefni og er nú kallaður Ron DeSanctimonious af forsetanum fyrrverandi, sem mætti þýða sem Ron helgislepja.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira