Staðan í kjaraviðræðum viðkvæm Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 1. desember 2022 20:05 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari Vísir/Sigurjón Ríkissáttasemjari ákvað í dag að fresta fundi aðila vinnumarkaðarins til morguns, í stað þess að halda áfram fundarhöldum í Karphúsinu. Að sögn ríkissáttasemjara fer betur á því á þessu stigi að samningsaðilar ræði hver við sitt bakland. Viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi. Í dag stóð til að halda áfram kjaraviðræðum Samtaka Atvinnulífsins við annars vegar Starfsgreinasambandið og hins vegar samninganefnd iðn- og tæknifólks en stíf fundarhöld hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna daga án þess þó að nýr kjarasamningur hafi litið dagsins ljós. Viðsemjendur hafa heldur sparað yfirlýsingar í fjölmiðlum og hafa lítið viljað gefa upp um stöðu viðræðna en Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins lét þó hafa eftir sér að SGS stefndi ekki að því að semja um prósentuhækkanir í þessum samningum. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sagði að nú væri góður tímapunktur fyrir samningsaðila að ræða málin við sitt bakland. „Já, staðan er þessi að ég ákvað í morgun að höfðu samráði við samningsaðila að tími þeirra og okkar allra myndi nýtast betur í að þau myndi vinna meiri vinnu á sínum heimavelli og eiga þar fundi og samtöl. Þannig að það verður ekki sameiginlegur fundur hjá ríkissáttasemjara í dag. Það verður fundur hér á morgun klukkan eitt, bæði hjá Starfsgreinasambandinu og hjá samfloti iðnaðarmanna og tæknifólks.“ Aðalsteinn segir viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi „Það hafa allir komið vel undirbúnir og öll hafa lagt sig fram í þessum viðræðum sem hafa verið erfiðar og viðkvæmar eins og ég held að allir hafi skynjað og séð og upplifað. Okkur fannst skynsamlegt núna, að breyta aðeins til í dag og vinna aðra vinnu og koma svo aftur saman á morgun.“ Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Í dag stóð til að halda áfram kjaraviðræðum Samtaka Atvinnulífsins við annars vegar Starfsgreinasambandið og hins vegar samninganefnd iðn- og tæknifólks en stíf fundarhöld hafa verið í húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarna daga án þess þó að nýr kjarasamningur hafi litið dagsins ljós. Viðsemjendur hafa heldur sparað yfirlýsingar í fjölmiðlum og hafa lítið viljað gefa upp um stöðu viðræðna en Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins lét þó hafa eftir sér að SGS stefndi ekki að því að semja um prósentuhækkanir í þessum samningum. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari sagði að nú væri góður tímapunktur fyrir samningsaðila að ræða málin við sitt bakland. „Já, staðan er þessi að ég ákvað í morgun að höfðu samráði við samningsaðila að tími þeirra og okkar allra myndi nýtast betur í að þau myndi vinna meiri vinnu á sínum heimavelli og eiga þar fundi og samtöl. Þannig að það verður ekki sameiginlegur fundur hjá ríkissáttasemjara í dag. Það verður fundur hér á morgun klukkan eitt, bæði hjá Starfsgreinasambandinu og hjá samfloti iðnaðarmanna og tæknifólks.“ Aðalsteinn segir viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi „Það hafa allir komið vel undirbúnir og öll hafa lagt sig fram í þessum viðræðum sem hafa verið erfiðar og viðkvæmar eins og ég held að allir hafi skynjað og séð og upplifað. Okkur fannst skynsamlegt núna, að breyta aðeins til í dag og vinna aðra vinnu og koma svo aftur saman á morgun.“
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira