Húrra fyrir evrópskri kvikmyndagerð! Hrönn Marinósdóttir skrifar 5. desember 2022 15:01 Það er mikið fagnaðarefni að Evrópsku kvikmyndaverðlaunin séu haldin á Íslandi í ár og ástæða er til að hrósa stjórnvöldum fyrir að leggja í þá vinnu og fjármögnun. Verðlaunin eru stórviðburður og verða afhent, eins og kunnugt er, í Hörpu næsta laugardag að viðstöddu stórskotaliði evrópskrar kvikmyndaframleiðslu. Sýnt verður frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu á RÚV og um alla Evrópu. Undanfarnar vikur höfum við átt kost á því að horfa á mikið úrval evrópskra gæðamynda í Bíó Paradís og á RÚV í tilefni af verðlaunaafhendingunni. Landsmenn eru því komnir vel á bragðið og vonandi að okkur sem hér búum gefist enn betri tækifæri í framtíðinni til að sjá enn meira af evrópskum myndum og sem mest í kvikmyndahúsum. Það er allt öðruvísi að horfa heima í stofu en á stóru tjaldi í félagslegu samneyti sem gerir upplifunina svo sterka. Það er félagsleg athöfn að fara í bíó og ekkert skemmtilegra en að horfa á góða mynd og rabba svo um hana við félagana á eftir. Bíómiðinn hefur hækkað í verði en er samt sem áður enn ein ódýrarasta skemmtun sem býðst hér á landi. Það er mikilvægt fyrir okkur að horfa á evrópska framleiðslu í kvikmyndabúsum því við erum Evrópubúar og þurfum að fá tækifæri til að spegla okkur í evrópsku efni. Óháðar evrópskar kvikmyndir eru sérstakt listform sem nýtur virðingar og mikilvægt er að þær eigi gott aðgengi hér á landi, líkt og afurðir annarra listgreina. Það er hægt að njóta margs í listrænni evrópskri kvikmynd jafnvel þótt við skiljum ekki tungumálið, þekkjum ekki leikarana eða höfum aldrei heimsótt viðkomandi land. Því oft er fjallað um sammannlega reynslu og menningu sem á margan hátt tengir Evrópu saman í eina heild. Verið er að segja sögur. Sögur af fólki, sögur af samfélögum og þannig veitt innsýn í ólíka heima. Það er þroskandi og mannbætandi. Myndirnar geta bætt þjóðfélagsumræðuna og samfélögin um leið. Þó við séum á margan hátt ólík sem búum í Evrópu, sem telur yfir 40 lönd með enn fleiri tungumál, þá eigum við samt margt sameigilegt og getum lært hvert af öðru í gegnum þennan sterka miðil, kvikmyndirnar. Evrópskar kvikmyndir eru alls konar og í mörgum þeirra er meira pláss fyrir ímyndundaraflið en í hefðbundnum formúlumyndum frá Hollywood, sem njóta vinsælda í bíó hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Íslenskar kvikmyndir sem margar hafa slegið í gegn á stórum erlendum kvikmyndahátíðum svo sem eins og í Cannes og nú síðast í Tallinn, og hlotið hafa verðlaun af ýmsu tagi, eru margar af þessum toga. Í ár keppir Volaða land eftir Hlyn Pálmason um aðalverðlaunin í flokki leikinna kvikmynda á EFA. Það sýnir vel hve íslensk kvikmyndagerð stendur sterkum fótum. EFA, Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru stofnuð árið 1989 til að vernda og upphefja evrópskar kvikmyndir því alls staðar í Evrópu eins og hér á landi hefur amerísk kvikmyndagerð verið allsraðandi í bíóhúsum. Tilgangur samtakanna er m.a. að gera evrópskar kvikmyndir meira sýnilegar, meta þær að verðleikum og tengja saman fólk. EFA verðlaunin eru uppskeruhátíð evrópskrar kvikmyndagerðar þar sem fjöldi kvikmynda er lagður fyrir dóm evrópsku kvikmyndaakademíunnar en um næstu helgi keppa um 50 myndir um hin eftirsóttu verðlaun í hinum ýmsu flokkum. RIFF hefur lagt mikla áherslu á að sýna rjómann af nýrri evrópskri kvikmyndagerð og frumsýnir á hverju hausti tugi splunkunýrra kvikmynda frá Evrópu. Það er þungamiðjan i starfi okkar enda hafa margar myndir á RIFF verið tilnefndar til EFA verðlauna og í ár er það engin undanteking. Við ætlum að halda þeirri vegferð áfram og teljum að það að stjórnvöld hafi haft skilning á mikilvægi EFA verðlaunahátíðar hér á landi muni styrkja enn frekar starfsemi RIFF, Bíó Paradísar og fleiri sem starfa við það að sýna evrópskar listrænar myndir í kvikmyndahúsum. RIFF, sem er sjálfstæð, óháð og rekin án hagnaðar, mun fagna 20 ára afmæli á næsta ári. RIFF ætlar ekki, frekar en fyrr daginn, að láta sitt eftir liggja og erum við þegar byrjuð að skipuleggja afmæliskvikmyndaveislu næsta haust frá 28. september til 8. október. Góða skemmtun á laugardaginn. Höfundur er stjórnandi RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi RIFF Bíó og sjónvarp Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að Evrópsku kvikmyndaverðlaunin séu haldin á Íslandi í ár og ástæða er til að hrósa stjórnvöldum fyrir að leggja í þá vinnu og fjármögnun. Verðlaunin eru stórviðburður og verða afhent, eins og kunnugt er, í Hörpu næsta laugardag að viðstöddu stórskotaliði evrópskrar kvikmyndaframleiðslu. Sýnt verður frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu á RÚV og um alla Evrópu. Undanfarnar vikur höfum við átt kost á því að horfa á mikið úrval evrópskra gæðamynda í Bíó Paradís og á RÚV í tilefni af verðlaunaafhendingunni. Landsmenn eru því komnir vel á bragðið og vonandi að okkur sem hér búum gefist enn betri tækifæri í framtíðinni til að sjá enn meira af evrópskum myndum og sem mest í kvikmyndahúsum. Það er allt öðruvísi að horfa heima í stofu en á stóru tjaldi í félagslegu samneyti sem gerir upplifunina svo sterka. Það er félagsleg athöfn að fara í bíó og ekkert skemmtilegra en að horfa á góða mynd og rabba svo um hana við félagana á eftir. Bíómiðinn hefur hækkað í verði en er samt sem áður enn ein ódýrarasta skemmtun sem býðst hér á landi. Það er mikilvægt fyrir okkur að horfa á evrópska framleiðslu í kvikmyndabúsum því við erum Evrópubúar og þurfum að fá tækifæri til að spegla okkur í evrópsku efni. Óháðar evrópskar kvikmyndir eru sérstakt listform sem nýtur virðingar og mikilvægt er að þær eigi gott aðgengi hér á landi, líkt og afurðir annarra listgreina. Það er hægt að njóta margs í listrænni evrópskri kvikmynd jafnvel þótt við skiljum ekki tungumálið, þekkjum ekki leikarana eða höfum aldrei heimsótt viðkomandi land. Því oft er fjallað um sammannlega reynslu og menningu sem á margan hátt tengir Evrópu saman í eina heild. Verið er að segja sögur. Sögur af fólki, sögur af samfélögum og þannig veitt innsýn í ólíka heima. Það er þroskandi og mannbætandi. Myndirnar geta bætt þjóðfélagsumræðuna og samfélögin um leið. Þó við séum á margan hátt ólík sem búum í Evrópu, sem telur yfir 40 lönd með enn fleiri tungumál, þá eigum við samt margt sameigilegt og getum lært hvert af öðru í gegnum þennan sterka miðil, kvikmyndirnar. Evrópskar kvikmyndir eru alls konar og í mörgum þeirra er meira pláss fyrir ímyndundaraflið en í hefðbundnum formúlumyndum frá Hollywood, sem njóta vinsælda í bíó hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Íslenskar kvikmyndir sem margar hafa slegið í gegn á stórum erlendum kvikmyndahátíðum svo sem eins og í Cannes og nú síðast í Tallinn, og hlotið hafa verðlaun af ýmsu tagi, eru margar af þessum toga. Í ár keppir Volaða land eftir Hlyn Pálmason um aðalverðlaunin í flokki leikinna kvikmynda á EFA. Það sýnir vel hve íslensk kvikmyndagerð stendur sterkum fótum. EFA, Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru stofnuð árið 1989 til að vernda og upphefja evrópskar kvikmyndir því alls staðar í Evrópu eins og hér á landi hefur amerísk kvikmyndagerð verið allsraðandi í bíóhúsum. Tilgangur samtakanna er m.a. að gera evrópskar kvikmyndir meira sýnilegar, meta þær að verðleikum og tengja saman fólk. EFA verðlaunin eru uppskeruhátíð evrópskrar kvikmyndagerðar þar sem fjöldi kvikmynda er lagður fyrir dóm evrópsku kvikmyndaakademíunnar en um næstu helgi keppa um 50 myndir um hin eftirsóttu verðlaun í hinum ýmsu flokkum. RIFF hefur lagt mikla áherslu á að sýna rjómann af nýrri evrópskri kvikmyndagerð og frumsýnir á hverju hausti tugi splunkunýrra kvikmynda frá Evrópu. Það er þungamiðjan i starfi okkar enda hafa margar myndir á RIFF verið tilnefndar til EFA verðlauna og í ár er það engin undanteking. Við ætlum að halda þeirri vegferð áfram og teljum að það að stjórnvöld hafi haft skilning á mikilvægi EFA verðlaunahátíðar hér á landi muni styrkja enn frekar starfsemi RIFF, Bíó Paradísar og fleiri sem starfa við það að sýna evrópskar listrænar myndir í kvikmyndahúsum. RIFF, sem er sjálfstæð, óháð og rekin án hagnaðar, mun fagna 20 ára afmæli á næsta ári. RIFF ætlar ekki, frekar en fyrr daginn, að láta sitt eftir liggja og erum við þegar byrjuð að skipuleggja afmæliskvikmyndaveislu næsta haust frá 28. september til 8. október. Góða skemmtun á laugardaginn. Höfundur er stjórnandi RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun