Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2022 16:39 Frá mótmælum fyrir utan sendiráð Írans í Berlín í dag. AP/Joerg Carstensen Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. Mótmælin, sem beinast gegn klerkastjórn Írans, hófust um miðjan september eftir að ung kona að nafni Mahsa Amini lést í haldi lögreglunnar þar í landi og beindust í fyrstu að siðferðislögreglu ríkisins. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hafa þú undið upp á sig og eru einhver stærsta ógn sem klerkastjórn Írans stendur frammi fyrir frá byltingunni sem kom henni til valda árið 1979. Klerkastjórnin hefur sakað erlendar ríkisstjórnir um ýta undir óöldina í Íran en hafa hingað til ekki getað fært sannanir fyrir því. Sjá einnig: Segir Vesturlönd hrokafull og misnota mannréttindaráð SÞ Fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum mannréttindasamtaka að minnst tólf aðilar hafi hingað til verið dæmdir til dauða fyrir þátttöku í mótmælunum. Réttarhöldin gegn mótmælendum hafa verið harðlega gagnrýnd á heimsvísu en þau fara fram fyrir luktum dyrum. Sakborningarnir fá ekki að velja sér lögmenn og þeir fá ekki einu sinni að sjá sönnunargögnin gegn sér. Shekari var ákærður fyrir að loka umferð um götu og ráðast á meðlim öryggissveita Írans með sveðju. Hann var handtekinn þann 25. september og dæmdur til dauða þann 20. nóvember eftir að hafa verið ákærður fyrir að „heyja stríð gegn guði,“ samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Fyrsti mótmælandinn dæmdur til dauða í Íran Í frétt Guardian segir að meðlimir öryggissveita í Íran hafi verið að skjóta á mótmælendur með haglabyssum. Reglulega sjáist konur með öðruvísi sár en menn eftir mótmæli í Íran. Sjúkraliðar hafi sagt í viðtölum að mikið af konum hafi særst á andliti, brjóstum og kynfærum á undanförnum dögum. Menn fá oftar sár á fótum og á baki. Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Fjölskyldum leikmanna Írans hótað pyndingum Fjölskyldum leikmanna karlalandsliðs Írans í knattspyrnu hefur verið hótað pyndingum og fangelsisvist ef leikmennirnir haga sér ekki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. 28. nóvember 2022 20:50 Frænka æðsta leiðtoga Írans fangelsuð fyrir mótmæli Íranski mannréttindafrömuðurinn Farideh Moradkhani hefur gefið út myndband þar sem hún segir stjórnvöld í landinu vera barnamorðingja. 28. nóvember 2022 07:33 Íranskar kvikmyndastjörnur fangelsaðar Tvær Íranskar kvikmyndaleikkonur hafa verið handteknar í heimalandi sínu sakaðar um undirróðurstarfsemi gegn íranska ríkinu og fyrir að styðja við mótmælaölduna sem riðið hefur yfir landið síðustu mánuði. 21. nóvember 2022 07:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Mótmælin, sem beinast gegn klerkastjórn Írans, hófust um miðjan september eftir að ung kona að nafni Mahsa Amini lést í haldi lögreglunnar þar í landi og beindust í fyrstu að siðferðislögreglu ríkisins. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hafa þú undið upp á sig og eru einhver stærsta ógn sem klerkastjórn Írans stendur frammi fyrir frá byltingunni sem kom henni til valda árið 1979. Klerkastjórnin hefur sakað erlendar ríkisstjórnir um ýta undir óöldina í Íran en hafa hingað til ekki getað fært sannanir fyrir því. Sjá einnig: Segir Vesturlönd hrokafull og misnota mannréttindaráð SÞ Fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum mannréttindasamtaka að minnst tólf aðilar hafi hingað til verið dæmdir til dauða fyrir þátttöku í mótmælunum. Réttarhöldin gegn mótmælendum hafa verið harðlega gagnrýnd á heimsvísu en þau fara fram fyrir luktum dyrum. Sakborningarnir fá ekki að velja sér lögmenn og þeir fá ekki einu sinni að sjá sönnunargögnin gegn sér. Shekari var ákærður fyrir að loka umferð um götu og ráðast á meðlim öryggissveita Írans með sveðju. Hann var handtekinn þann 25. september og dæmdur til dauða þann 20. nóvember eftir að hafa verið ákærður fyrir að „heyja stríð gegn guði,“ samkvæmt AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Fyrsti mótmælandinn dæmdur til dauða í Íran Í frétt Guardian segir að meðlimir öryggissveita í Íran hafi verið að skjóta á mótmælendur með haglabyssum. Reglulega sjáist konur með öðruvísi sár en menn eftir mótmæli í Íran. Sjúkraliðar hafi sagt í viðtölum að mikið af konum hafi særst á andliti, brjóstum og kynfærum á undanförnum dögum. Menn fá oftar sár á fótum og á baki.
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24 Fjölskyldum leikmanna Írans hótað pyndingum Fjölskyldum leikmanna karlalandsliðs Írans í knattspyrnu hefur verið hótað pyndingum og fangelsisvist ef leikmennirnir haga sér ekki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. 28. nóvember 2022 20:50 Frænka æðsta leiðtoga Írans fangelsuð fyrir mótmæli Íranski mannréttindafrömuðurinn Farideh Moradkhani hefur gefið út myndband þar sem hún segir stjórnvöld í landinu vera barnamorðingja. 28. nóvember 2022 07:33 Íranskar kvikmyndastjörnur fangelsaðar Tvær Íranskar kvikmyndaleikkonur hafa verið handteknar í heimalandi sínu sakaðar um undirróðurstarfsemi gegn íranska ríkinu og fyrir að styðja við mótmælaölduna sem riðið hefur yfir landið síðustu mánuði. 21. nóvember 2022 07:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 4. desember 2022 14:24
Fjölskyldum leikmanna Írans hótað pyndingum Fjölskyldum leikmanna karlalandsliðs Írans í knattspyrnu hefur verið hótað pyndingum og fangelsisvist ef leikmennirnir haga sér ekki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. 28. nóvember 2022 20:50
Frænka æðsta leiðtoga Írans fangelsuð fyrir mótmæli Íranski mannréttindafrömuðurinn Farideh Moradkhani hefur gefið út myndband þar sem hún segir stjórnvöld í landinu vera barnamorðingja. 28. nóvember 2022 07:33
Íranskar kvikmyndastjörnur fangelsaðar Tvær Íranskar kvikmyndaleikkonur hafa verið handteknar í heimalandi sínu sakaðar um undirróðurstarfsemi gegn íranska ríkinu og fyrir að styðja við mótmælaölduna sem riðið hefur yfir landið síðustu mánuði. 21. nóvember 2022 07:30