Hinn 26 ára gamli Juju Smith-Schuster gekk í raðir Chiefs í sumar eftir að hafa leikið með Pittsburgh Steelers frá 2017. Hann leikur í stöðu útherja og átti fínan leik í 34-28 sigri Chiefs. Sigurinn virtist ætla að verða mun stærri en Patrick Mahomes og félagar voru 27-0 yfir á tímabili.
RUSS TOSSES A PICK-SIX!
— Bleacher Report (@BleacherReport) December 11, 2022
Chiefs go up 27-0
(via @nfl)pic.twitter.com/Gh0eKbeYxU
Smith-Schuster skoraði eitt snertimark í leiknum og fagnaði á skemmtilegan hátt. Hann tók svokallað skuggabox og lét svo sem hann hefði verið kýldur og féll til jarðar. Var hann að leika eftir frægt fagn enska landsliðsmannsins fyrrverandi Waynes Rooney þegar hann skoraði 3-0 sigri Manchester United á Tottenham Hotspur árið 2015.
Útherjinn birti myndband af fagninu á Twitter-síðu sinni og virðist sem Rooney, sem nú þjálfar DC United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, hafi haft gaman að. Sjá má myndband af fagninu hér að neðan.
Hitting the @WayneRooney tag him pic.twitter.com/R8XeFKcqdQ
— JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) December 12, 2022