Ten Hag talaði vel um framherjann sinn í nýju viðtali, líkt honum við Kylian Mbappe og sagði að það væri næstum því enginn betri leikmaður í heimi.
'I believe when Marcus's positioning is on the back of the defending line, there is almost no better player in the world.' Manchester United manager Erik ten Hag compares Rashford to Kylian Mbappe | @samuelluckhurst #mufc https://t.co/yzZVSoolWO
— Man United News (@ManUtdMEN) December 11, 2022
Rashford hefur náð sér aftur á strik eftir að hollenski stjórinn tók við United liðinu og stóð sig vel með enska landsliðinu á HM í Katar.
Rashford er þegar búinn að skora jafnmörg mörk fyrir Manchester United á þessu tímabili og hann gerði allt síðasta tímabil. Hann skoraði þrjú mörk á heimsmeistaramótinu.
„Strax frá byrjun sá ég mikla möguleika,“ sagði Erik ten Hag um Rashford í viðtali við heimasíðu Manchester United.
Ten Hag: There is Mbappé in this moment... when Rashford is getting in that position, he s great and he s really improved . #MUFC @utdreport
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 12, 2022
When Marcus is on the back of the defending line, there is almost no better player in the world. It s really difficult to stop him . pic.twitter.com/90qY6I45Jl
„Núna erum við að ná út eitthvað af þessum hæfileikum hans inn á vellinum. Ég trúi því að þegar Rashford kemst inn fyrir varnarlínuna þá er næstum því enginn betri fótboltamaður í heimi í þeirri stöðu,“ sagði Ten Hag.
„Það er auðvitað Mbappe, sem er svipuð týpa en þegar Rashford kemst í þessa stöðu þá er hann frábær. Hann hefur líka bætt sig mikið án boltans,“ sagði Ten Hag.
Rashford hefur þegar spilað 322 leiki fyrir United eftir að hafa slegið í gegn á 2015-16 tímabilinu en í þeim er hann með 101 mark og 60 stoðsendingar.
Erik ten Hag compared Rashford to Mbappe pic.twitter.com/2jg4UGVRQF
— ESPN FC (@ESPNFC) December 12, 2022
Samningur hans við félagið rennur út í sumar en United hefur möguleika á að framlengja hann um eitt ár. Ten Hag segir að United ætli að nýta sér það en hvað varðar nýjan framtíðarsamning þá sé það undir Rashford sjálfum komið.
„Hann þarf að taka ákvörðun. Það eina sem við getum gert er að sýna honum að þetta sé besta félagið til að vera í. Það er ekki bara menningin í félaginu heldur einnig hvernig við vinnum, hvernig við spilum og hvernig við æfum og bjóðum honum upp á besta staðinn til að bæta sig enn frekar,“ sagði Ten Hag.