Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Heimilislaus maður vonar að borgin hafi neyðarskýli fyrir heimilislausa opin allan sólarhringinn meðan kuldakastið sem nú er varir. Borgin hefur virkjað neyðaráætlun og ætlar að minnsta kosti að hafa skýlin opin á morgun. Við fjöllum ítarlega um hið óvenjulega kuldakast og áhrif þess á höfuðborgarsvæðinu, sem eru margvísleg, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Framkvæmdastjóri N4 á Akureyri segir þingmann Framsóknar hafa óskað sérstaklega eftir því að sjónvarpsstöðin bæði fjárlaganefnd um styrk. Þá sé stöðin sannarlega fjölmiðill, þrátt fyrir að meginþungi framleiðslunnar sé kostað efni. Nefndarmaður í fjárlaganefnd þvertekur fyrir að nefndin hafi misstigið sig í málinu.

Tekist var á um málið á Alþingi í dag – og ýmislegt fleira. Við verðum í beinni niðri á þingi og förum yfir helstu vendingar dagsins en þingmenn keppast nú við að afgreiða mál fyrir jólafrí.

Móðir þriggja ára stelpu sem fótbrotnaði í trampólíngarðinum Rush vill að foreldrar séu meðvitaðir um hætturnar sem fylgt geta trampólínhoppi. Dóttir vinkonu hennar fótbrotnaði vikuna áður. Við ræðum við móðurina og yfirlækni á bráðamóttöku um trampólínslys, sem geta haft alvarlegar afleiðingar.

Við förum einnig yfir merkilega stöðu á stjórnmálum í Danmörku og heimsækjum afkastamikinn Sörubakara í Hveragerði. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×