Kæran var send nú í morgun og nú er beðið niðurstöðu Landsréttar. Karl Ingi býst við að hún verði ljós innan fárra daga.
Héraðsdómur hafnaði á föstudag kröfu héraðssaksóknara um að tveir menn, sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk, yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Landsréttur hafði áður fellt úr gildi úrskurð yfir mönnunum á þriðjudag í síðustu viku. Þá höfðu mennirnir setið í gæsluvarðhaldi í rúmar ellefu vikur.