Minkafaraldur í Mosfellsbæ: „Þetta eru úlfar í sauðagæru“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2022 13:35 Þessa mynd tók Freyja af minknum sem hún fangaði eftir að hann var felldur af meindýraeyði. Þar sést vel hversu vel í holdum minkurinn var og vel haldinn. Freyja Kjartansdóttir Minkar sem sloppið hafa úr minkabúi í Helgadal herja nú á íbúa Mosfellsbæjar. Síðustu daga hafa minkar drepið fjölmargar hænur og dúfur. Íbúar hafa áhyggjur af stöðunni, af því að minkarnir ráðist á gæludýr og þeir kynnu að fara ofan í barnavagna. Freyja Kjartansdóttir er íbúi í Mosfellsbæ. Hún hefur orðið vör við mikinn minkagang síðustu daga og segir óhug meðal íbúa. „Hér eru margir með hænur og fólk hefur áhyggjur af kisunum sínum. Það eru líklega óþarfa áhyggjur en maður veit aldrei. Fólk hefur líka áhyggjur af smáhundum, nágrannakona mín er með þrjá hunda og er komin með fellibúr fyrir minka í forstofuna hjá sér," segir Freyja. Rúv greindi frá því að í fyrradag hafi fuglabóndi komið af átta dauðum hænum og þrjátíu og níu dúfum, hreinræktuðum dúfum af sjaldgæfri tegund. Freyja segist hafa orðið vör við einn og einn mink í gegnum árin en aldrei svona mikið af þeim líkt og nú. Fyrir um þremur vikum varð hún vör við mink á pallinum hjá sér og tók af honum meðfylgjandi myndbönd. Eins og heyra má þá gefur dýrið frá sér vægast sagt óhugnalegt hljóð sem Freyja lýsir sem „halloween öskri. Augljóst að minkarnir koma af búinu Íbúar eru mjög ósáttir við að hafa minkabú svona nálægt byggð að sögn Freyju, sem segir augljóst að minkarnir komi af minkabúi sem staðsett er í Helgadal. „Viltur minkur er bara brúnn á Íslandi en þessir eru hvítir og gráir. Þeir eru feitir og pattaralegir með fallegan feld. Fyrst þeir koma svona að ljósi og birtu og sækjast í mannfólk er því þeir eru vanir að mannfólk fóðri þá. Annars væru þeir bara ofan í holu, kæmu upp á næturnar til að éta og væru svo farnir, en þessir eru bara að dóla sér. Ég veit um fólk sem kom að mink inni í svefnherbergi hjá sér um daginn.“ Fólk fellur fyrir krúttleikanum Freyja tekur fram að minkarnir virðist gæfir og krúttlegir, en séu það alls ekki. Þá varar hún við því að setja börn út í barnavagna. Freyja KjartansdóttirAðsend „Fyrst hann er svona gæfur myndi ég sjálf ekki vilja vera með barn úti í vagni núna. Þeir sækjast í hlýju. Fólk fellur fyrir krúttleikanum en þetta eru úlfar í sauðagæru, því miður.“ Nánar verður fjallað um minkafaraldurinn í Mosfellsbæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dýr Mosfellsbær Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Freyja Kjartansdóttir er íbúi í Mosfellsbæ. Hún hefur orðið vör við mikinn minkagang síðustu daga og segir óhug meðal íbúa. „Hér eru margir með hænur og fólk hefur áhyggjur af kisunum sínum. Það eru líklega óþarfa áhyggjur en maður veit aldrei. Fólk hefur líka áhyggjur af smáhundum, nágrannakona mín er með þrjá hunda og er komin með fellibúr fyrir minka í forstofuna hjá sér," segir Freyja. Rúv greindi frá því að í fyrradag hafi fuglabóndi komið af átta dauðum hænum og þrjátíu og níu dúfum, hreinræktuðum dúfum af sjaldgæfri tegund. Freyja segist hafa orðið vör við einn og einn mink í gegnum árin en aldrei svona mikið af þeim líkt og nú. Fyrir um þremur vikum varð hún vör við mink á pallinum hjá sér og tók af honum meðfylgjandi myndbönd. Eins og heyra má þá gefur dýrið frá sér vægast sagt óhugnalegt hljóð sem Freyja lýsir sem „halloween öskri. Augljóst að minkarnir koma af búinu Íbúar eru mjög ósáttir við að hafa minkabú svona nálægt byggð að sögn Freyju, sem segir augljóst að minkarnir komi af minkabúi sem staðsett er í Helgadal. „Viltur minkur er bara brúnn á Íslandi en þessir eru hvítir og gráir. Þeir eru feitir og pattaralegir með fallegan feld. Fyrst þeir koma svona að ljósi og birtu og sækjast í mannfólk er því þeir eru vanir að mannfólk fóðri þá. Annars væru þeir bara ofan í holu, kæmu upp á næturnar til að éta og væru svo farnir, en þessir eru bara að dóla sér. Ég veit um fólk sem kom að mink inni í svefnherbergi hjá sér um daginn.“ Fólk fellur fyrir krúttleikanum Freyja tekur fram að minkarnir virðist gæfir og krúttlegir, en séu það alls ekki. Þá varar hún við því að setja börn út í barnavagna. Freyja KjartansdóttirAðsend „Fyrst hann er svona gæfur myndi ég sjálf ekki vilja vera með barn úti í vagni núna. Þeir sækjast í hlýju. Fólk fellur fyrir krúttleikanum en þetta eru úlfar í sauðagæru, því miður.“ Nánar verður fjallað um minkafaraldurinn í Mosfellsbæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Dýr Mosfellsbær Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira