Miður sín yfir minkafaraldri Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 22. desember 2022 20:31 Ásgeir Pétursson, minkabóndi. Vísir/Bjarni Mikið minkafár hefur verið í Mosfellsbæ á síðustu vikum en íbúar eru uggandi yfir fjölda minka í bænum sem hafa valdið talsverðum usla. Minkarnir hafa drepið hænur og dúfur og minkabóndi á Dalsbúi í Mosfellssveit segist miður sín. Minkar hafa sést í miklum mæli í Mosfellsbæ að undanförnu og hefur hefur það komið af stað miklum umræðum hjá íbúum bæjarins sem eru slegnir yfir ástandinu. Dýrin hafa komist í hænsnakofa og drepið þar allt sem þeir hafa rekist á og eins komst minkur í dúfnakofa í bæjarfélaginu og drap heilar 39 dúfur á svipstundu. Minkar láta líka í sér heyra ef þeim er ógnað með háværi öskri. Fólk hefur jafnvel varað við því að börn séu látin sofa úti í vagni af ótta við minka. Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir, ræddi við fréttastofu en segir fólki almennt ekki stafa mikil hætta af minknum. „Maður hefur heyrt að konur séu hræddar um það að þeir fari í barnavagna og svoleiðis. Vissulega geta þeir farið upp í barnavagna en þeir myndu nú ekkert fara að gera neitt við barnið,“ segir Steinar. Ásgeir Pétursson, minkabóndi á Dalsbúi í Mosfellssveit segir minka hafa sloppið fyrir nokkru og segist miður sín. Það sé þó búið komast að því hvar vandinn lá. „Þetta er bara mjög erfitt og við erum í sjokki yfir þessu. Við vissum reyndar ekki um að það væri svona mikið af minkum sem hefðu sloppið út, og við vissum það ekki fyrr en Guðni á Hraðastöðum hringdi í mig og sagði „það er eitthvað að gerast hjá þér Ásgeir því ég er búinn að skjóta sjö aliminka.“ Ég var náttúrulega alveg steinhissa vegna þess að við förum yfirleitt alltaf yfir girðingar hérna og tékkum á því hvort það sé í lagi. Þegar að þetta varð þá fór ég strax út til þess að gá að þessu og labbaði hringinn í kringum búið og fann gat sem hafði myndast við það að jörðin var orðin svona beinfrosin að það hafði grjót stungist inn á milli, þannig að það kom gliðnun á milli nets sem er grafið í jörðu og nets sem er upp að blikki sem minkarnir eiga ekki að geta komist yfir,“ segir Ásgeir. Vísir/Bjarni Minkar búa yfir mikilli aðlögunarhæfni og finnast um allt höfuðborgarsvæðið, og Steinar meindýraeyðir segir þá vera að sjást meira en áður. „Það hefur verið það, hérna í Mosó og svo í Grafarvoginum. Bara síðustu vikur bara,“ segir Steinar. Mosfellsbær Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Minkar hafa sést í miklum mæli í Mosfellsbæ að undanförnu og hefur hefur það komið af stað miklum umræðum hjá íbúum bæjarins sem eru slegnir yfir ástandinu. Dýrin hafa komist í hænsnakofa og drepið þar allt sem þeir hafa rekist á og eins komst minkur í dúfnakofa í bæjarfélaginu og drap heilar 39 dúfur á svipstundu. Minkar láta líka í sér heyra ef þeim er ógnað með háværi öskri. Fólk hefur jafnvel varað við því að börn séu látin sofa úti í vagni af ótta við minka. Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir, ræddi við fréttastofu en segir fólki almennt ekki stafa mikil hætta af minknum. „Maður hefur heyrt að konur séu hræddar um það að þeir fari í barnavagna og svoleiðis. Vissulega geta þeir farið upp í barnavagna en þeir myndu nú ekkert fara að gera neitt við barnið,“ segir Steinar. Ásgeir Pétursson, minkabóndi á Dalsbúi í Mosfellssveit segir minka hafa sloppið fyrir nokkru og segist miður sín. Það sé þó búið komast að því hvar vandinn lá. „Þetta er bara mjög erfitt og við erum í sjokki yfir þessu. Við vissum reyndar ekki um að það væri svona mikið af minkum sem hefðu sloppið út, og við vissum það ekki fyrr en Guðni á Hraðastöðum hringdi í mig og sagði „það er eitthvað að gerast hjá þér Ásgeir því ég er búinn að skjóta sjö aliminka.“ Ég var náttúrulega alveg steinhissa vegna þess að við förum yfirleitt alltaf yfir girðingar hérna og tékkum á því hvort það sé í lagi. Þegar að þetta varð þá fór ég strax út til þess að gá að þessu og labbaði hringinn í kringum búið og fann gat sem hafði myndast við það að jörðin var orðin svona beinfrosin að það hafði grjót stungist inn á milli, þannig að það kom gliðnun á milli nets sem er grafið í jörðu og nets sem er upp að blikki sem minkarnir eiga ekki að geta komist yfir,“ segir Ásgeir. Vísir/Bjarni Minkar búa yfir mikilli aðlögunarhæfni og finnast um allt höfuðborgarsvæðið, og Steinar meindýraeyðir segir þá vera að sjást meira en áður. „Það hefur verið það, hérna í Mosó og svo í Grafarvoginum. Bara síðustu vikur bara,“ segir Steinar.
Mosfellsbær Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira