Eftir því sem leið á árið fjaraði undan samkomutakmörkunum og veirusmitum og íþróttalífið komst hægt og rólega í eðlilegt horf eftir að heilu mótunum hafði verið aflýst árin á undan.
Svekkelsið var óbærilegt hjá kvennalandsliðinu, Blikar voru bestir í boltanum, Njarðvík voru nýliðar ársins og Valsmenn og -konur voru ósjaldséð á verðlaunapöllum.
Það er af nógu að taka af íþróttaárinu á Íslandi árið 2022 sem lauk á hafnfirskri handprengju í handboltanum.