Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 28. desember 2022 13:06 Ákvörðunin er tekin af embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/Egill Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. Í fréttatilkynningu lögreglunnar kemur fram að viðbúnaðarstigið B merki aukinn viðbúnað og að vísbendingar séu um að öryggisógnir séu til staðar þó ekki þurfi að koma til sérstakra lögregluaðgerða eða neyðarráðstafana. Einnig kemur fram að samráð sé haft við önnur stjórnvöld og viðbragðsaðila eftir þörfum og farið yfir fyrirfram skipulögð vinnubrögð. Þá eykur lögreglan eftirlit með þeim stöðum eða svæðum sem ástæða þykir til að vakta sérstaklega. Breytingar á hættustigum vegna hryðjuverka - Ísland á þriðja stigi Einnig hafa komið til breytingar á hættustigum vegna hryðjuverka sem samræmir verklag íslensku lögreglunnar og annarra lögregluembætta í nágrannalöndunum. Á Íslandi hefur hingað til verið notast við fjögurra stiga kvarða en nú hefur verið tekinn upp fimm stiga kvarði. Það er þó tekið fram að þetta tengist ekki viðbúnaðinum sem var aukinn 13. desember síðastliðinn. Hættustigin fimm eru: Lágmarks ógn, takmörkuð ógn, aukin ógn, alvarleg ógn og mjög alvarleg ógn. Ísland telst á þriðja stigi núna en það er greiningardeild ríkislögreglustjóra sem metur hættustig vegna hryðjuverka. Þriðja stigið, sem er aukin ógn, þýðir að til staðar er ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka. Hættustigin fimm. Ákvarðanir um viðbúnaðarstig sem og ákvarðanir um hættustig vegna hryðjuverka á Íslandi eru byggðar á fyrirliggjandi upplýsingum. Þær upplýsingar eru stöðugt metnar og yfirfarnar, eins og segir í tilkynningunni. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Í fréttatilkynningu lögreglunnar kemur fram að viðbúnaðarstigið B merki aukinn viðbúnað og að vísbendingar séu um að öryggisógnir séu til staðar þó ekki þurfi að koma til sérstakra lögregluaðgerða eða neyðarráðstafana. Einnig kemur fram að samráð sé haft við önnur stjórnvöld og viðbragðsaðila eftir þörfum og farið yfir fyrirfram skipulögð vinnubrögð. Þá eykur lögreglan eftirlit með þeim stöðum eða svæðum sem ástæða þykir til að vakta sérstaklega. Breytingar á hættustigum vegna hryðjuverka - Ísland á þriðja stigi Einnig hafa komið til breytingar á hættustigum vegna hryðjuverka sem samræmir verklag íslensku lögreglunnar og annarra lögregluembætta í nágrannalöndunum. Á Íslandi hefur hingað til verið notast við fjögurra stiga kvarða en nú hefur verið tekinn upp fimm stiga kvarði. Það er þó tekið fram að þetta tengist ekki viðbúnaðinum sem var aukinn 13. desember síðastliðinn. Hættustigin fimm eru: Lágmarks ógn, takmörkuð ógn, aukin ógn, alvarleg ógn og mjög alvarleg ógn. Ísland telst á þriðja stigi núna en það er greiningardeild ríkislögreglustjóra sem metur hættustig vegna hryðjuverka. Þriðja stigið, sem er aukin ógn, þýðir að til staðar er ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka. Hættustigin fimm. Ákvarðanir um viðbúnaðarstig sem og ákvarðanir um hættustig vegna hryðjuverka á Íslandi eru byggðar á fyrirliggjandi upplýsingum. Þær upplýsingar eru stöðugt metnar og yfirfarnar, eins og segir í tilkynningunni.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira