Segir 2022 hafa verið sitt erfiðasta ár til þessa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2022 18:01 Reece James meiddist enn á ný gegn Bournemouth. Visionhaus/Getty Images Reece James, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir árið 2022 vera eitt það erfiðasta sem hann hefur upplifað. Hann missti af HM í Katar vegna meiðsla og meiddist aftur í fyrsta leik Chelsea eftir HM pásuna. James leikur sem hægri bakvörður eða vængbakvörður hjá Chelsea. Talið var næsta öruggt að hann yrði í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu í Katar en leikmaðurinn er í miklu uppáhaldi hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands. James meiddist hins vegar fyrir mót og missti af HM. Hann sneri til baka í byrjunarlið Chelsea þegar liðið mætti Bournemouth í gær, þriðjudag. Hann þurfti að fara af velli þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Chelsea vann leikinn 2-0 en Graham Potter, þjálfari Chelsea, hefur áhyggjur af þessum öfluga leikmanni. "Reece was playing well and he's a top player." Chelsea manager Graham Potter was happy to get back to winning ways, but Reece James early exit gives is a concern to him pic.twitter.com/4rSh0blFjd— Mirror Football (@MirrorFootball) December 28, 2022 „Þetta eru sömu meiðsli og fyrir HM svo við höfum áhyggjur. Hann fann fyrir verk en við þurfum að sjá til hversu alvarlegt þetta er. Hann var verulega vonsvikinn yfir því að komast ekki til Katar, það var mikið högg. Hann er frábær leikmaður og gæti spilað í öllum bestu liðum heims,“ sagði Potter en nú hefur verið staðfest að James verði frá í mánuð hið minnsta. James hefur tjáð sig um meiðslin á Instagram-síðu sinni: „Árið 2022 hefur verið erfiðasta ár lífs míns til þessa. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn í ár. Meiðslin hafa tekið sinn toll andlega en lífið snýst um að vinna með þá hönd sem þér hefur verið gefin og það er það sem ég er að reyna gera í dag.“ „Ég vona að lok ársins hjá ykkur séu uppfull af frið, hamingju og gleði. Elska ykkur öll, sé ykkur á næsta ári.“ View this post on Instagram A post shared by Reece James (@reecejames) Chelsea er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig að loknum 15 leikjum. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar. 27. desember 2022 19:26 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
James leikur sem hægri bakvörður eða vængbakvörður hjá Chelsea. Talið var næsta öruggt að hann yrði í stóru hlutverki hjá enska landsliðinu í Katar en leikmaðurinn er í miklu uppáhaldi hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands. James meiddist hins vegar fyrir mót og missti af HM. Hann sneri til baka í byrjunarlið Chelsea þegar liðið mætti Bournemouth í gær, þriðjudag. Hann þurfti að fara af velli þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Chelsea vann leikinn 2-0 en Graham Potter, þjálfari Chelsea, hefur áhyggjur af þessum öfluga leikmanni. "Reece was playing well and he's a top player." Chelsea manager Graham Potter was happy to get back to winning ways, but Reece James early exit gives is a concern to him pic.twitter.com/4rSh0blFjd— Mirror Football (@MirrorFootball) December 28, 2022 „Þetta eru sömu meiðsli og fyrir HM svo við höfum áhyggjur. Hann fann fyrir verk en við þurfum að sjá til hversu alvarlegt þetta er. Hann var verulega vonsvikinn yfir því að komast ekki til Katar, það var mikið högg. Hann er frábær leikmaður og gæti spilað í öllum bestu liðum heims,“ sagði Potter en nú hefur verið staðfest að James verði frá í mánuð hið minnsta. James hefur tjáð sig um meiðslin á Instagram-síðu sinni: „Árið 2022 hefur verið erfiðasta ár lífs míns til þessa. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn í ár. Meiðslin hafa tekið sinn toll andlega en lífið snýst um að vinna með þá hönd sem þér hefur verið gefin og það er það sem ég er að reyna gera í dag.“ „Ég vona að lok ársins hjá ykkur séu uppfull af frið, hamingju og gleði. Elska ykkur öll, sé ykkur á næsta ári.“ View this post on Instagram A post shared by Reece James (@reecejames) Chelsea er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig að loknum 15 leikjum.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar. 27. desember 2022 19:26 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Fyrsti deildarsigur Chelsea í rúma tvo mánuði Eftir að hafa ekki unnið deildarleik síðan þann 16. október síðastliðinn vann Chelsea loksins deildarleik er liðið tók á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Chelsea situr nú í áttunda sæti deildarinnar. 27. desember 2022 19:26