Fögnum nýju ári, kveðjum þreytta frasa Friðrik Jónsson skrifar 1. janúar 2023 14:07 Varla var blekið þornað á nýgerðum kjarasamningum á almennum markaði nú fyrir jólin þegar forystufólk í atvinnulífi, ritstjórar dagblaða og alþingismenn hófu hefðbundna áróðursherferð gegn „hinu opinbera“. Inntaki hennar mætti lýsa svo: Hagkerfinu er ógnað vegna komandi kjarasamninga á opinberum markaði og sérstaklega í ljósi óhóflegs launastigs opinberra starfsmanna. Opinber rekstur er dragbítur á verðmætasköpun og vegur að samkeppnishæfni fyrirtækja á almennum markaði. Fyrirtæki og starfsfólk á almennum vinnumarkaði skapa verðmæti fyrir samfélagið, annað en starfsfólk á opinberum vinnumarkaði. Markmiðið með áróðursherferðinni er skýrt og afmarkað; að hafa áhrif á niðurstöðu kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði. En hvað er satt og rétt í þessum málflutningi? Hvaða óstjórnlegu fjölgun er átt við? „Um leið og opinberum starfsmönnum fjölgar nánast stjórnlaust fá þeir kjarabætur sem eru mun ríflegri en á almenna markaðnum. Fyrirtæki verða æ oftar fyrir því að geta ekki keppt við hið opinbera varðandi laun eða starfsaðstæður, sérstaklega þegar um sérfræðinga og millistjórnendur er að ræða.“ var ritað í Innherja í vikunni. Skoðum þessar fullyrðingar með hliðsjón af hagtölum um fjölda starfandi samkvæmt mánaðarlegum staðgreiðslu- og mannfjöldagögnum. Fjöldi starfandi á aldrinum 25-64 ára jókst um tæplega 40% á almennum vinnumarkaði á árunum 2010-2022. Á sama tíma jókst fjöldi opinbers starfsfólks um 17% eða í takt við aukningu mannfjölda. Hlutfallsleg fækkun starfsfólks hins opinbera frá 2010 hefur gert að verkum að opinber vinnumarkaður jafngildir nú rúmlega 30% af vinnumarkaði 25-64 ára á Íslandi í stað 34% á árunum 2010-2012. Velta má fyrir sér hvort þessi þróun sé æskileg en mikill skortur er á starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og fræðslustarfsemi. Það er vissulega rétt að opinberu starfsfólki hafi fjölgað hraðar á árunum 2018-2022 en starfsfólki á almennum vinnumarkaði en þar skekkir heimsfaraldur myndina verulega. Sagan kennir okkur að sú þróun snýst við þegar hagvöxtur tekur við sér á almennum markaði. Fólkið sem skapar í raun mikil verðmæti – fyrir 4.000 á tímann Hvað varðar fullyrðingar atvinnulífsins um óhóflegt launastig á opinberum vinnumarkaði, sérstaklega fyrir sérfræðinga, tala staðreyndir og gögn líka öðru máli. Á árinu 2021 var meðaltímakaup fullvinnandi sérfræðinga á Íslandi um 6.000 kr á almennum markaði, 4.700 kr. hjá ríkinu og um 3.900 krónur hjá sveitarfélögunum. Laun sérfræðinga eru því 21% lægri hjá ríkinu og 35% lægri hjá sveitarfélögunum. Sé launadreifingin skoðuð í heild sinni sést að launaþróun yfir starfsævina og möguleikar til framgangs eru mun minni á opinberum vinnumarkaði en almennum og sérstaklega hjá sveitarfélögunum. Þennan mikla mun í tímakaupi sérfræðinga milli almenns markaðar, ríkis og sveitarfélaga má að mestu skýra með undirverðlagningu þeirra starfa sem eingöngu finnast á opinberum vinnumarkaði, svokallaðra einkeypisstarfa. Þetta eru störf sem að mestu er sinnt af konum og undirverðlagning – í reynd vanvirðing – þessara starfa er ein megin orsök viðhalds og þrástöðu kynjaðs vinnumarkaðar hér á landi.Markaðslaun sem taka mið af greiðsluvilja og ábata samfélagsins hafa ekki myndast um þessi störf og því má jafnlaunavottun sér lítils í þessu samhengi. Rétt er einnig að hafa í huga að mörgum þessara starfa er sinnt á öllum tímum sólarhringsins. Sé meðaltímakaupið leiðrétt fyrir þeim álagsþætti er munurinn milli markaða enn meiri. Sömu launahækkanir hjá ríki og á almennum vinnumarkaði Samkvæmt nýútgefinni skýrslu Kjaratölfræðinefndar hækkaði launavísitala sérfræðinga BHM hjá ríkinu um 25% á tímabilinu mars 2019 til júní 2022. Það er sama hækkun og varð hjá sérfræðingum á almennum vinnumarkaði. Fátt bendir því til að hlutfallslaun sérfræðinga og millistjórnenda milli ríkis og almenns markaðar hafi riðlast svo einhverju nemur á kjarasamningstímabilinu. Það er hins vegar rétt að laun hafi almennt hækkað meir á opinberum vinnumarkaði á kjarasamningstímabilinu en sú þróun á sér eðlilega skýringu. Launastigið var mun lægra á opinberum vinnumarkaði fyrir lífskjarasamninginn og krónutöluhækkanir vógu eðlilega hlutfallslega meir í því tilfelli. Með lífskjarasamningnum hófst hin löngu tímabæra leiðrétting á launum opinberra starfsmanna. Sú kjarabót sem fólst í styttingu vinnuvikunnar mælist í hækkun tímakaupsins en skilar sér ekki beint í vasa starfsmanna í efnahag heldur almennum lífsgæðum, þ.m.t. skilvirkari og manneskjulegri vinnutíma – sérstaklega fyrir langþreytt vaktavinnufólk í heilbrigðiskerfinu Innviðir, heilbrigði og mannauður Innviðir, heilbrigt starfsfólk, leikskóli, menntun og mannauður eru skýrustu dæmin um þau verðmæti og aðföng sem opinber rekstur lætur einkamarkaði í té. Oft virðist þó erfitt fyrir fulltrúa atvinnulífsins, ritstjóra dagblaða og alþingismenn að skilja þetta samhengi enda birtist verðmætasköpunin ekki með hefðbundnum hætti í uppgjöri þjóðhagsreikninga. Hið opinbera er mikilvægur hlekkur í íslensku atvinnulífi og hagkerfi – sérstaklega þar sem frjáls markaður leiðir til óhagfelldrar niðurstöðu í verðlagningu og framboði. Opinber rekstur er vissulega hvorki gallalaus né hafinn yfir gagnrýni. Sú gagnrýni verður þó að byggja á staðreyndum en ekki þvældum frösum og hæpnum fullyrðingum. Laun eru almennt lakari á opinberum vinnumarkaði og önnur kjör hafa rýrnað síðustu ár. Réttindi opinbera starfsmanna voru sögulega betri en á almennum markaði, en þar hefur hallað undan fæti, sérstaklega hvað varðar lífeyrisréttindi og starfsöryggi. Að mati BHM er verkefnið framundan að jafna orlofs- og veikindarétt starfsfólks á almennum markaði upp á við fremur en að vega frekar að réttindum starfsfólks á opinberum vinnumarkaði. Gleðilegt nýtt ár 2023 Gleðilegt nýtt ár 2023, megi það verða okkur öllum til heilla. Ef ég mætti gefa lesendum eitt ráð í upphafi nýs árs væri það að fresta framkvæmd nýársheita fram yfir þrettándann. Það gefur tíma til að byggja upp kjark til að takast á við heitin – og líka til að klára án samviskubits síðustu leifarnar af jólakonfektinu og smákökunum. Vinafólki mínu hjá Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði og Félagi atvinnurekendasendi ég hugheilar óskir um gott og gleðilegt nýtt ár. Megi árið 2023 vera laust við þreytta frasa. Aukum samtalið um jafnvægi milli almenns og opinbers vinnumarkaðar á árinu, um hlutverk opinbers rekstrar og andrými einkaframtaksins. Byggjum samtalið á gögnum og staðreyndum en vörumst óþarfa uppsetningu í andstæðar sveitir. Staðreyndin er sú fyrirtæki á almennum markaði geta ekki án opinbers starfsfólks verið og öfugt. Starfsfólk opinberra stofnana og fyrirtækja skapar mikil, sjáanleg og áþreifanleg verðmæti fyrir samfélagið. Fyrir það framlag á að sjálfsögðu að greiða sanngjarnara og betra verð. Höfundur er formaður Bandalags háskólamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Jónsson Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Varla var blekið þornað á nýgerðum kjarasamningum á almennum markaði nú fyrir jólin þegar forystufólk í atvinnulífi, ritstjórar dagblaða og alþingismenn hófu hefðbundna áróðursherferð gegn „hinu opinbera“. Inntaki hennar mætti lýsa svo: Hagkerfinu er ógnað vegna komandi kjarasamninga á opinberum markaði og sérstaklega í ljósi óhóflegs launastigs opinberra starfsmanna. Opinber rekstur er dragbítur á verðmætasköpun og vegur að samkeppnishæfni fyrirtækja á almennum markaði. Fyrirtæki og starfsfólk á almennum vinnumarkaði skapa verðmæti fyrir samfélagið, annað en starfsfólk á opinberum vinnumarkaði. Markmiðið með áróðursherferðinni er skýrt og afmarkað; að hafa áhrif á niðurstöðu kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði. En hvað er satt og rétt í þessum málflutningi? Hvaða óstjórnlegu fjölgun er átt við? „Um leið og opinberum starfsmönnum fjölgar nánast stjórnlaust fá þeir kjarabætur sem eru mun ríflegri en á almenna markaðnum. Fyrirtæki verða æ oftar fyrir því að geta ekki keppt við hið opinbera varðandi laun eða starfsaðstæður, sérstaklega þegar um sérfræðinga og millistjórnendur er að ræða.“ var ritað í Innherja í vikunni. Skoðum þessar fullyrðingar með hliðsjón af hagtölum um fjölda starfandi samkvæmt mánaðarlegum staðgreiðslu- og mannfjöldagögnum. Fjöldi starfandi á aldrinum 25-64 ára jókst um tæplega 40% á almennum vinnumarkaði á árunum 2010-2022. Á sama tíma jókst fjöldi opinbers starfsfólks um 17% eða í takt við aukningu mannfjölda. Hlutfallsleg fækkun starfsfólks hins opinbera frá 2010 hefur gert að verkum að opinber vinnumarkaður jafngildir nú rúmlega 30% af vinnumarkaði 25-64 ára á Íslandi í stað 34% á árunum 2010-2012. Velta má fyrir sér hvort þessi þróun sé æskileg en mikill skortur er á starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og fræðslustarfsemi. Það er vissulega rétt að opinberu starfsfólki hafi fjölgað hraðar á árunum 2018-2022 en starfsfólki á almennum vinnumarkaði en þar skekkir heimsfaraldur myndina verulega. Sagan kennir okkur að sú þróun snýst við þegar hagvöxtur tekur við sér á almennum markaði. Fólkið sem skapar í raun mikil verðmæti – fyrir 4.000 á tímann Hvað varðar fullyrðingar atvinnulífsins um óhóflegt launastig á opinberum vinnumarkaði, sérstaklega fyrir sérfræðinga, tala staðreyndir og gögn líka öðru máli. Á árinu 2021 var meðaltímakaup fullvinnandi sérfræðinga á Íslandi um 6.000 kr á almennum markaði, 4.700 kr. hjá ríkinu og um 3.900 krónur hjá sveitarfélögunum. Laun sérfræðinga eru því 21% lægri hjá ríkinu og 35% lægri hjá sveitarfélögunum. Sé launadreifingin skoðuð í heild sinni sést að launaþróun yfir starfsævina og möguleikar til framgangs eru mun minni á opinberum vinnumarkaði en almennum og sérstaklega hjá sveitarfélögunum. Þennan mikla mun í tímakaupi sérfræðinga milli almenns markaðar, ríkis og sveitarfélaga má að mestu skýra með undirverðlagningu þeirra starfa sem eingöngu finnast á opinberum vinnumarkaði, svokallaðra einkeypisstarfa. Þetta eru störf sem að mestu er sinnt af konum og undirverðlagning – í reynd vanvirðing – þessara starfa er ein megin orsök viðhalds og þrástöðu kynjaðs vinnumarkaðar hér á landi.Markaðslaun sem taka mið af greiðsluvilja og ábata samfélagsins hafa ekki myndast um þessi störf og því má jafnlaunavottun sér lítils í þessu samhengi. Rétt er einnig að hafa í huga að mörgum þessara starfa er sinnt á öllum tímum sólarhringsins. Sé meðaltímakaupið leiðrétt fyrir þeim álagsþætti er munurinn milli markaða enn meiri. Sömu launahækkanir hjá ríki og á almennum vinnumarkaði Samkvæmt nýútgefinni skýrslu Kjaratölfræðinefndar hækkaði launavísitala sérfræðinga BHM hjá ríkinu um 25% á tímabilinu mars 2019 til júní 2022. Það er sama hækkun og varð hjá sérfræðingum á almennum vinnumarkaði. Fátt bendir því til að hlutfallslaun sérfræðinga og millistjórnenda milli ríkis og almenns markaðar hafi riðlast svo einhverju nemur á kjarasamningstímabilinu. Það er hins vegar rétt að laun hafi almennt hækkað meir á opinberum vinnumarkaði á kjarasamningstímabilinu en sú þróun á sér eðlilega skýringu. Launastigið var mun lægra á opinberum vinnumarkaði fyrir lífskjarasamninginn og krónutöluhækkanir vógu eðlilega hlutfallslega meir í því tilfelli. Með lífskjarasamningnum hófst hin löngu tímabæra leiðrétting á launum opinberra starfsmanna. Sú kjarabót sem fólst í styttingu vinnuvikunnar mælist í hækkun tímakaupsins en skilar sér ekki beint í vasa starfsmanna í efnahag heldur almennum lífsgæðum, þ.m.t. skilvirkari og manneskjulegri vinnutíma – sérstaklega fyrir langþreytt vaktavinnufólk í heilbrigðiskerfinu Innviðir, heilbrigði og mannauður Innviðir, heilbrigt starfsfólk, leikskóli, menntun og mannauður eru skýrustu dæmin um þau verðmæti og aðföng sem opinber rekstur lætur einkamarkaði í té. Oft virðist þó erfitt fyrir fulltrúa atvinnulífsins, ritstjóra dagblaða og alþingismenn að skilja þetta samhengi enda birtist verðmætasköpunin ekki með hefðbundnum hætti í uppgjöri þjóðhagsreikninga. Hið opinbera er mikilvægur hlekkur í íslensku atvinnulífi og hagkerfi – sérstaklega þar sem frjáls markaður leiðir til óhagfelldrar niðurstöðu í verðlagningu og framboði. Opinber rekstur er vissulega hvorki gallalaus né hafinn yfir gagnrýni. Sú gagnrýni verður þó að byggja á staðreyndum en ekki þvældum frösum og hæpnum fullyrðingum. Laun eru almennt lakari á opinberum vinnumarkaði og önnur kjör hafa rýrnað síðustu ár. Réttindi opinbera starfsmanna voru sögulega betri en á almennum markaði, en þar hefur hallað undan fæti, sérstaklega hvað varðar lífeyrisréttindi og starfsöryggi. Að mati BHM er verkefnið framundan að jafna orlofs- og veikindarétt starfsfólks á almennum markaði upp á við fremur en að vega frekar að réttindum starfsfólks á opinberum vinnumarkaði. Gleðilegt nýtt ár 2023 Gleðilegt nýtt ár 2023, megi það verða okkur öllum til heilla. Ef ég mætti gefa lesendum eitt ráð í upphafi nýs árs væri það að fresta framkvæmd nýársheita fram yfir þrettándann. Það gefur tíma til að byggja upp kjark til að takast á við heitin – og líka til að klára án samviskubits síðustu leifarnar af jólakonfektinu og smákökunum. Vinafólki mínu hjá Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði og Félagi atvinnurekendasendi ég hugheilar óskir um gott og gleðilegt nýtt ár. Megi árið 2023 vera laust við þreytta frasa. Aukum samtalið um jafnvægi milli almenns og opinbers vinnumarkaðar á árinu, um hlutverk opinbers rekstrar og andrými einkaframtaksins. Byggjum samtalið á gögnum og staðreyndum en vörumst óþarfa uppsetningu í andstæðar sveitir. Staðreyndin er sú fyrirtæki á almennum markaði geta ekki án opinbers starfsfólks verið og öfugt. Starfsfólk opinberra stofnana og fyrirtækja skapar mikil, sjáanleg og áþreifanleg verðmæti fyrir samfélagið. Fyrir það framlag á að sjálfsögðu að greiða sanngjarnara og betra verð. Höfundur er formaður Bandalags háskólamanna.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun