Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir kuldakastið í nýliðnum desember þegar ríflega hundrað ára kuldamet féll í Reykjavík. Veðufræðingur segir of snemmt að segja til um hvort öfgar í veðrinu í vetur séu tilkomnar vegna loftslagsbreytinga, en þeirri spurningu er varpað fram.

Við verðum í beinni útsendingu frá nokkrum stöðum, heyrum í formanni velferarráðs Reykjavíkurborgar og spyrjum hvers vegna ákvörðun var tekin í morgun um að framlengja ekki sólarhringsopnun neyðarskýla fyrir heimilislausa, skoðum mikla aðsókn í endurvinnslustöðvar í dag og skreppum við í ræktina til að heyra um áramótaheit fólks. 

Sýnt er frá óvæntu bónorði um borð í flugvél í tímanum - alltaf notalegt að fá smá rómantík - og umfjöllun að norðan um fimm stjörnu lúxushótel sem rís nú við Eyjafjörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×