Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö verður rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar vegna yfirlýsingar félagsins frá því í dag.

Við segjum frá stunguárásinni sem var framin í Mosfellsbæ í gærkvöldi en slíkar árásir verða æ algengari. 

Við rifjum upp glæsta flugsögu Loftleiða. Þá sýnum við glænýjan snjótroðaðara sem tekinn var í gagnið á Akureyri fyrir stuttu. 

Loks hittum við leikara sýningarinnar Ég lifi enn - sönn saga sem verður frumsýnd í Tjarnarbíói í kvöld en um er að ræða sjónarspil, unnið út frá raunsönnum textum eldra fólks um síðasta aldursskeiðið og aðstandendum þeirra. 

Þetta og ýmislegt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×