Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2023 21:40 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. Líkt og greint var frá í dag hefur samninganefnd Eflingar samið móttilboð í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Efling hafnaði í gær tilboði SA, sem hljóðaði upp á svipuð kjör og kvað á um í samningi SA og SGS sem var undirritaður í síðasta mánuði. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi við Hallgerði Kolbrúnu fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði hann að tilboð SA stæði enn, þar sem það rynni út 11. janúar. „Og Samtök atvinnulífsins hafa lagt mikla áherslu á að afturvirkni til 1. nóvember, hún er inni í þessu tilboði sem gildir til miðvikudagsins 11. janúar. Þannig að við skulum sjá hvað setur í vikunni.“ Muni ekki draga fólk í dilka Efling hefur í viðræðunum lagt mikla áherslu á að framfærslukostnaður á höfuðborgarsvæðinu sé hærri en annars staðar í landinu. Heyra mátti á Halldóri Benjamín að hann teldi þann málflutning ekki vænlegan til árangurs í viðræðunum. „Samtök atvinnulífsins munu aldrei, undir neinum kringumstæðum, fara að draga landsmenn í dilka eftir því hvar þeir búa og borga mishá laun, kjarasamningsbundin laun, eftir því hvort fólk býr í Reykjavík eða annarsstaðar. Að mínu viti gengur það algerlega gegn óskrifuðum samfélagssáttmála, og yfir þá línu munu Samtök atvinnulífsins ekki stíga,“ sagði Halldór Benjamín. „Við höfum sagt að það sé mjög erfitt, og í raun ógerningur, að draga einhvern einn hóp manna út úr þessu, og við verðum að hafa í huga að félagssvæði Eflingar er miklu stærra en bara Reykjavík. Það nær upp í Grafningshrepp, Þorlákshöfn, Hveragerði og víðar.“ Afturvirkni ekki í boði eftir miðvikudag Þá sagði hann að trúnaður SA lægi gagnvart þeim 80.000 sem þegar hefði verið samið við, víðsvegar um landið. „Og hvers vegna? Jú, viðsemjendur okkar verða að geta treyst því að þegar Samtök atvinnulífsins undirrita kjarasamning við þau, þá munum við ekki snúa okkur við og semja síðan um eitthvað meira við einhvern annan. Að þessu leyti erum við bundin í báða skó. Og við höfum talað mjög skýrt við Eflingu. Við höfum boðið þeim kjarasamning Starfsgreinasambandsins, sem hefur farið í atvkæðagreiðslu hjá öllum félögum Starfsgreinasambandsins nema Eflingu og verið samþykktur.“ Engu að síður standi vilji SA til þess að klára samning við Eflingu hratt og örugglega, og talað skýrt um það. SA sé tilbúið að teygja sig og koma til móts við einstaka atriði sem Efling hafi áhuga á, að því gefnu að það sé sambærilegt við kjarasamning Starfsgreinasambandsins. „Á þetta hefur því miður ekki verið hlustað, og því erum við stödd þar sem við erum stödd í dag.“ Aðspurður hvort afturvirkni samninga til 1. nóvember yrði enn á borðinu eftir 11. janúar, daginn sem tilboð SA rennur úr gildi, var Halldór Benjamín með svar á reiðum höndum. „Nei. Þá er hún ekki í boði. Svo einfalt er það.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Líkt og greint var frá í dag hefur samninganefnd Eflingar samið móttilboð í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Efling hafnaði í gær tilboði SA, sem hljóðaði upp á svipuð kjör og kvað á um í samningi SA og SGS sem var undirritaður í síðasta mánuði. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, ræddi við Hallgerði Kolbrúnu fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði hann að tilboð SA stæði enn, þar sem það rynni út 11. janúar. „Og Samtök atvinnulífsins hafa lagt mikla áherslu á að afturvirkni til 1. nóvember, hún er inni í þessu tilboði sem gildir til miðvikudagsins 11. janúar. Þannig að við skulum sjá hvað setur í vikunni.“ Muni ekki draga fólk í dilka Efling hefur í viðræðunum lagt mikla áherslu á að framfærslukostnaður á höfuðborgarsvæðinu sé hærri en annars staðar í landinu. Heyra mátti á Halldóri Benjamín að hann teldi þann málflutning ekki vænlegan til árangurs í viðræðunum. „Samtök atvinnulífsins munu aldrei, undir neinum kringumstæðum, fara að draga landsmenn í dilka eftir því hvar þeir búa og borga mishá laun, kjarasamningsbundin laun, eftir því hvort fólk býr í Reykjavík eða annarsstaðar. Að mínu viti gengur það algerlega gegn óskrifuðum samfélagssáttmála, og yfir þá línu munu Samtök atvinnulífsins ekki stíga,“ sagði Halldór Benjamín. „Við höfum sagt að það sé mjög erfitt, og í raun ógerningur, að draga einhvern einn hóp manna út úr þessu, og við verðum að hafa í huga að félagssvæði Eflingar er miklu stærra en bara Reykjavík. Það nær upp í Grafningshrepp, Þorlákshöfn, Hveragerði og víðar.“ Afturvirkni ekki í boði eftir miðvikudag Þá sagði hann að trúnaður SA lægi gagnvart þeim 80.000 sem þegar hefði verið samið við, víðsvegar um landið. „Og hvers vegna? Jú, viðsemjendur okkar verða að geta treyst því að þegar Samtök atvinnulífsins undirrita kjarasamning við þau, þá munum við ekki snúa okkur við og semja síðan um eitthvað meira við einhvern annan. Að þessu leyti erum við bundin í báða skó. Og við höfum talað mjög skýrt við Eflingu. Við höfum boðið þeim kjarasamning Starfsgreinasambandsins, sem hefur farið í atvkæðagreiðslu hjá öllum félögum Starfsgreinasambandsins nema Eflingu og verið samþykktur.“ Engu að síður standi vilji SA til þess að klára samning við Eflingu hratt og örugglega, og talað skýrt um það. SA sé tilbúið að teygja sig og koma til móts við einstaka atriði sem Efling hafi áhuga á, að því gefnu að það sé sambærilegt við kjarasamning Starfsgreinasambandsins. „Á þetta hefur því miður ekki verið hlustað, og því erum við stödd þar sem við erum stödd í dag.“ Aðspurður hvort afturvirkni samninga til 1. nóvember yrði enn á borðinu eftir 11. janúar, daginn sem tilboð SA rennur úr gildi, var Halldór Benjamín með svar á reiðum höndum. „Nei. Þá er hún ekki í boði. Svo einfalt er það.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46
Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08