Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Formaður Eflingar segir komið að ögurstundu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Deiluaðilar funda hjá ríkissáttasemjara á morgun, klukkustund áður en nýtt gagntilboð Eflingar rennur út. Efling boðar verkfall, taki SA ekki tilboðið til grundvallar.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Forseti Brasilíu segir engin fordæmi fyrir árásinni á opinberar byggingar í gær og heitir því að hinir seku verði sóttir til saka. Við förum yfir stöðuna og ræðum við utanríkisráðherra um atburðina sem hún segir minna óþægilega mikið á árásina á bandaríska þinghúsið.

Björgunarsveitir aðstoðuðu ökumenn í tugatali á Mosfellsheiði í gær. Samkvæmt Vegagerðinni hefur verið nokkuð um að ferðamenn sem eru óvanir vetraraðstæðum hafi verið að stífla vegi sem annars hefði ekki þurft að loka vegna færðar. Við verðum í beinni frá Mosfellsheiði sem enn er lokuð.

Þá verður farið yfir alvarlega stöðu á Vogi en yfirlæknir segir áfengisneyslu Íslendinga stigmagnast. Við verðum einnig í beinni frá veitingastaðnum Lauga-ási sem er nú opinn til styrktrar góðra málefna og tökum stöðuna á dagsbirtunni – en dagurinn hefur nú þegar lengst töluvert frá stysta degi ársins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×