Hugleiðingar um skipulagsmál Jón Ingi Hákonarson skrifar 10. janúar 2023 08:32 Næstu áratugi munum við þurfa að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er nokkuð ljóst. Þetta er flókið verkefni þar sem hagsmunir aðila fara ekki endilega saman. Flestir reitir sem til greina koma til þéttingar á höfuðborgarsvæðinu eru í eigu einkaaðila en skipulagsvaldið er í höndum sveitarfélaga. Það er hlutverk skipulagsyfirvalda að horfa til langs tíma en hlutverk þeirra sem byggja í eigin reikning er að byggja fasteignir sem markaðurinn vill kaupa í náinni framtíð. Viðskiptamódel byggingaraðila snýr ekki að sitja uppi með fasteignir sem ekki seljast. Ein af forsendum Borgarlínunnar er uppbygging sjálfbærra hverfa þar sem íbúar hafa aðgengi að nauðsynlegri þjónustu í göngufæri. Þessi forsenda gerir ráð fyrir því að jarðhæðir séu að stórum hluta fráteknar fyrir þjónustu og verslun. Þessi krafa gerir það að verkum að fyrst um sinn sjá rekstraraðilar sér ekki hag í því að opna á þessum stöðum fyrr en ákveðinn fjöldi er fluttur inn og næg krafa eða eftirspurn frá íbúum kalli á tiltekna tegund þjónustu. Hér geta liðið nokkur ár og því vaknar spurningin um það hver eigi að bera kostnaðinn? Eru það skipulagsyfirvöld sem gera kröfu um ákveðið skipulag sem ekki verður ekki hagkvæmt fyrr en eftir langan tíma eða eru það byggingaraðilar sem byggja í eigin reikning? Líklega lendir kostnaðurinn á þriðja aðila, fyrstu kaupendum. Við sjáum þetta klárlega á Hlíðarenda þar sem erfiðlega gengur að fá rekstraraðila á jarðhæðina enn sem komið er. Áhættan við að koma þar inn er að margra mati of mikil á þessum tímapunkti. Ein af áskorunum þéttingarstefnunnar er að finna leiðir til draga úr þessari áhættu og lækka þar með byggingarkostnað. Það er auðvelt að gera kröfur þegar maður þarf ekki að borga fyrir þær úr eigin vasa og það er erfitt að taka á sig þennan kostnað án þess að velta honum út í verðlagið. Það er mikilvægt að huga að þessum ólíku hagsmunum annars er líklegt að þéttingaráform muni ganga hægar fyrir sig en eðlilegt er, með öllum þeim auka kostnaði og truflunum sem slíkt getur valdið. Það má heldur ekki gleyma því að mikil samkeppni er um íbúa og hefur markaðurinn sýnt það að töluverður fjöldi fólks horfir til svæða rétt utan höfuðborgarsvæðisins eins og Suðurnesja og Árborgar. Það er í sjálfu sér ekki ólíkleg sviðsmynd að þessi tvö svæði muni vaxa með þeim hraða að t.a.m. háhraðalest milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur verði hagkvæmur kostur áður en langt um líður. Það myndi að öllum líkindum breyta ansi miklu varðandi hagkvæmni þéttingar byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag og þróun bæja og borga er jafnvægislist á milli langtíma skipulagshugsunar, síbreytilegra þarfa á markaði og heilbrigðar skynsemi. Það er því mikilvægt að festast ekki í kreddum og svart/hvítum hugsunarhætti. Hagsmunirnir eru of miklir. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Skipulag Viðreisn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Næstu áratugi munum við þurfa að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er nokkuð ljóst. Þetta er flókið verkefni þar sem hagsmunir aðila fara ekki endilega saman. Flestir reitir sem til greina koma til þéttingar á höfuðborgarsvæðinu eru í eigu einkaaðila en skipulagsvaldið er í höndum sveitarfélaga. Það er hlutverk skipulagsyfirvalda að horfa til langs tíma en hlutverk þeirra sem byggja í eigin reikning er að byggja fasteignir sem markaðurinn vill kaupa í náinni framtíð. Viðskiptamódel byggingaraðila snýr ekki að sitja uppi með fasteignir sem ekki seljast. Ein af forsendum Borgarlínunnar er uppbygging sjálfbærra hverfa þar sem íbúar hafa aðgengi að nauðsynlegri þjónustu í göngufæri. Þessi forsenda gerir ráð fyrir því að jarðhæðir séu að stórum hluta fráteknar fyrir þjónustu og verslun. Þessi krafa gerir það að verkum að fyrst um sinn sjá rekstraraðilar sér ekki hag í því að opna á þessum stöðum fyrr en ákveðinn fjöldi er fluttur inn og næg krafa eða eftirspurn frá íbúum kalli á tiltekna tegund þjónustu. Hér geta liðið nokkur ár og því vaknar spurningin um það hver eigi að bera kostnaðinn? Eru það skipulagsyfirvöld sem gera kröfu um ákveðið skipulag sem ekki verður ekki hagkvæmt fyrr en eftir langan tíma eða eru það byggingaraðilar sem byggja í eigin reikning? Líklega lendir kostnaðurinn á þriðja aðila, fyrstu kaupendum. Við sjáum þetta klárlega á Hlíðarenda þar sem erfiðlega gengur að fá rekstraraðila á jarðhæðina enn sem komið er. Áhættan við að koma þar inn er að margra mati of mikil á þessum tímapunkti. Ein af áskorunum þéttingarstefnunnar er að finna leiðir til draga úr þessari áhættu og lækka þar með byggingarkostnað. Það er auðvelt að gera kröfur þegar maður þarf ekki að borga fyrir þær úr eigin vasa og það er erfitt að taka á sig þennan kostnað án þess að velta honum út í verðlagið. Það er mikilvægt að huga að þessum ólíku hagsmunum annars er líklegt að þéttingaráform muni ganga hægar fyrir sig en eðlilegt er, með öllum þeim auka kostnaði og truflunum sem slíkt getur valdið. Það má heldur ekki gleyma því að mikil samkeppni er um íbúa og hefur markaðurinn sýnt það að töluverður fjöldi fólks horfir til svæða rétt utan höfuðborgarsvæðisins eins og Suðurnesja og Árborgar. Það er í sjálfu sér ekki ólíkleg sviðsmynd að þessi tvö svæði muni vaxa með þeim hraða að t.a.m. háhraðalest milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur verði hagkvæmur kostur áður en langt um líður. Það myndi að öllum líkindum breyta ansi miklu varðandi hagkvæmni þéttingar byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag og þróun bæja og borga er jafnvægislist á milli langtíma skipulagshugsunar, síbreytilegra þarfa á markaði og heilbrigðar skynsemi. Það er því mikilvægt að festast ekki í kreddum og svart/hvítum hugsunarhætti. Hagsmunirnir eru of miklir. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun