„Þetta verður erfitt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. janúar 2023 19:44 Ragnar Þór sendir Sólveigu Önnu og hennar fólki baráttukveðjur en segir ljóst að baráttan verði erfið. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ljóst að baráttan framundan hjá Eflingu verði erfið en hann sendir þeim stuðningskveðjur. Betri samningur Eflingar sé til hagsbóta fyrir önnur verkalýðsfélög. „Efling og félagar hafa sinn sjálfstæða samningsrétt og okkur ber að virða þann samningsrétt,“ segir Ragnar Þór inntur eftir viðbrögðum við nýjustu vendingum í kjarasamningsviðræðum Eflingar. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis. Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær, 10. janúar, og stefnir nú í verkfall hjá félagsfólki Eflingar. Formaður SA sagði tilboð Eflingar hafa verið „óaðgengilegt“ og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir stöðu Eflingar „afskaplega erfiða“. Ragnar segist styðja Eflingu til góðra verka í baráttunni framundan. Vonar að innbyrðisátökum linni „Þetta verður erfitt en við getum ekki gert annað en sent öllu félagsfólki Eflingar baráttu og stuðningskveðjur í sinni vegferð. Sömuleiðis vona ég innilega að orkan fari í að landa góðum samningi en ekki innbyrðis átök,“ segir Ragnar. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist hafa verið meinað að sækja fundi samninganefndar Eflingar, sem hún situr í. Lengi hefur andað köldu milli hennar og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en Ólöf kveðst ósammála ákvörðun stéttarfélagsins að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Ég er rosalega sorgmæddur yfir þessari stöðu, að sjá félaga mína takast á, á opinberum vettvangi. Ég leyfi mér að vona að fólk geti einbeitt sér að þessu verkefni í friði og vonandi að Efling nái góðum og myndarlegum samningum fyrir sitt fólk,“ segir Ragnar. Heyra má viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að neðan. Umræða um kjaraviðræður Eflingar hefst á 9:15. Fram að því ræðir Ragnar stöðu krónunnar. Betri samningur Eflingar gagnist öllum VR skrifaði undir samning við Samtök atvinnulífsins fyrir jól og segist Ragnar standa við þá ákvörðun. Nái Efling betri samningi muni það aðeins gagnast öðrum félögum, segir Ragnar sem tekur undir orð Sverris Albertssonar, framkvæmdastjóra Afls, starfsgreinafélags sem skrifar grein á Kjarnanum í dag. Þar hvetur hann aðildarfélög til þess að veita Eflingu stuðning í komandi baráttu. „Ég nefni að ein af kröfum okkar í þeim viðræðum, sem eru að hefjast núna um langtímasamning, er 30 daga orlof sem opinberu félögin náðu fram í sínum kjarasamningum síðast. Það er auðveldara fyrir okkur að fara fram með slíkar kröfur fyrir okkar félagsfólk ef aðrir hafa náð árangri.“ Hann segir að samninganefnd VR hafi verið sammála um að lengra yrði ekki komist með skammtímasamning í viðræðunum við SA fyrir jól. „Við lögðum það einfaldlega í dóm félagsfólks okkar og samningurinn var samþykktur með yfir 80 prósentum atkvæða,“ segir Ragnar og bætir við að félagsfólk VR hafi áttað sig á því að með því að fella slíkan samning yrði farið í átakafasa. „En þetta er stuttur samningur og við höfum þegar hafið viðræður um nýjan langtímasamning,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
„Efling og félagar hafa sinn sjálfstæða samningsrétt og okkur ber að virða þann samningsrétt,“ segir Ragnar Þór inntur eftir viðbrögðum við nýjustu vendingum í kjarasamningsviðræðum Eflingar. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis. Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær, 10. janúar, og stefnir nú í verkfall hjá félagsfólki Eflingar. Formaður SA sagði tilboð Eflingar hafa verið „óaðgengilegt“ og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir stöðu Eflingar „afskaplega erfiða“. Ragnar segist styðja Eflingu til góðra verka í baráttunni framundan. Vonar að innbyrðisátökum linni „Þetta verður erfitt en við getum ekki gert annað en sent öllu félagsfólki Eflingar baráttu og stuðningskveðjur í sinni vegferð. Sömuleiðis vona ég innilega að orkan fari í að landa góðum samningi en ekki innbyrðis átök,“ segir Ragnar. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist hafa verið meinað að sækja fundi samninganefndar Eflingar, sem hún situr í. Lengi hefur andað köldu milli hennar og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en Ólöf kveðst ósammála ákvörðun stéttarfélagsins að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Ég er rosalega sorgmæddur yfir þessari stöðu, að sjá félaga mína takast á, á opinberum vettvangi. Ég leyfi mér að vona að fólk geti einbeitt sér að þessu verkefni í friði og vonandi að Efling nái góðum og myndarlegum samningum fyrir sitt fólk,“ segir Ragnar. Heyra má viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að neðan. Umræða um kjaraviðræður Eflingar hefst á 9:15. Fram að því ræðir Ragnar stöðu krónunnar. Betri samningur Eflingar gagnist öllum VR skrifaði undir samning við Samtök atvinnulífsins fyrir jól og segist Ragnar standa við þá ákvörðun. Nái Efling betri samningi muni það aðeins gagnast öðrum félögum, segir Ragnar sem tekur undir orð Sverris Albertssonar, framkvæmdastjóra Afls, starfsgreinafélags sem skrifar grein á Kjarnanum í dag. Þar hvetur hann aðildarfélög til þess að veita Eflingu stuðning í komandi baráttu. „Ég nefni að ein af kröfum okkar í þeim viðræðum, sem eru að hefjast núna um langtímasamning, er 30 daga orlof sem opinberu félögin náðu fram í sínum kjarasamningum síðast. Það er auðveldara fyrir okkur að fara fram með slíkar kröfur fyrir okkar félagsfólk ef aðrir hafa náð árangri.“ Hann segir að samninganefnd VR hafi verið sammála um að lengra yrði ekki komist með skammtímasamning í viðræðunum við SA fyrir jól. „Við lögðum það einfaldlega í dóm félagsfólks okkar og samningurinn var samþykktur með yfir 80 prósentum atkvæða,“ segir Ragnar og bætir við að félagsfólk VR hafi áttað sig á því að með því að fella slíkan samning yrði farið í átakafasa. „En þetta er stuttur samningur og við höfum þegar hafið viðræður um nýjan langtímasamning,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent