Annar Þjóðverji handtekinn vegna njósna fyrir Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2023 16:38 Maðurinn sem handtekinn var í dag er sagður heita Arthur E. og er hann grunaður um að hafa fært rússneskum yfirvöldum leynilegar upplýsingar, sem starfsmaður þýsku leyniþjónustunnar BND lak til hans. Getty/Christophe Gateau Lögreglan í Þýskalandi handtók á sunnudaginn annan mann vegna umfangsmikils og vandræðalegs njósnamáls. Í desember var starfsmaður BND, leyniþjónustu Þýskalands, handtekinn og er sá grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa. Maðurinn sem handtekinn var í dag er sagður heita Arthur E. og er hann þýskur ríkisborgari. Hann var handtekinn er hann kom til Þýskalands frá Bandaríkjunum á sunnudaginn en handtakan var ekki opinberuð fyrr en í dag. Arthur er grunaður um að hafa fært rússneskum yfirvöldum leynilegar upplýsingar sem Carsten L., áðurnefndur starfsmaður BND, stal frá leyniþjónustunni, samkvæmt frétt DW. Arthur er ekki starfsmaður BND en Carsten var handtekinn í desember. Lögreglan í Þýskalandi naut aðstoðar Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Fyrrverandi yfirmaður í þýska hernum, sem starfaði enn í varalið hersins, var dæmdur í nóvember í fyrra fyrir að leka upplýsingum til rússneskra njósnara. Þá var yfirmaður netvarna Þýskalands rekinn í október eftir að þýskir fjölmiðlar bentu á að hann tengdist fólki sem vinnur í rússneskum leyniþjónustum. Árið 2021 var starfsmaður þýska þingsins ákærður fyrir að hafa lekið teikningum og öðrum gögnum um þinghúsið til starfsmanns sendiráðs Rússlands í Berlín. Sjá einnig: Sendi teikningar af þinghúsi Þýskalands til rússnesks njósnara Síðast þegar mál sem þetta kom upp var árið 2016 þegar fyrrverandi starfsmaður BND var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að leka leynilegum upplýsingum til Bandaríkjanna. Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til aukinna áhyggja af njósnum þeirra á meginlandi Evrópu. Mörg ríki heimsálfunnar hafa vísað fjölmörgum rússneskum erindrekum og meintum njósnurum úr landi. Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að njósna um Svía fyrir Rússa Dómstóll í Stokkhólmi hefur dæmt tvo bræður í fangelsi fyrir njósnir en þeir voru sagðir hafa veitt Rússum upplýsingar sem gætu skaðað þjóðaröryggi Svía. Eldri bróðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en sá yngri fékk tæplega tíu ára dóm. Sérfræðingur segir brot af þessari stærðargráðu sjaldgæf í Svíþjóð. 19. janúar 2023 12:50 Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran Bresk-íranski maðurinn Alireza Akbari var tekinn af lífi í Íran eftir að hafa verið sakaður um njósnir fyrir Bretland. Aftakan hefur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran. 14. janúar 2023 12:05 Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12 Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Lögregluþjónar og hermenn handtóku í morgun rússnesk hjón í úthverfi Stokkhólms í Svíþjóð. Klukkan sex að staðartíma í morgun var tveimur herþyrlum flogið að heimili hjónanna og út streymdu menn sem handtóku þau en hjónin eru grunuð um njósnir í Svíþjóð og öðru ríki í um tíu ár. 22. nóvember 2022 15:29 Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var í dag er sagður heita Arthur E. og er hann þýskur ríkisborgari. Hann var handtekinn er hann kom til Þýskalands frá Bandaríkjunum á sunnudaginn en handtakan var ekki opinberuð fyrr en í dag. Arthur er grunaður um að hafa fært rússneskum yfirvöldum leynilegar upplýsingar sem Carsten L., áðurnefndur starfsmaður BND, stal frá leyniþjónustunni, samkvæmt frétt DW. Arthur er ekki starfsmaður BND en Carsten var handtekinn í desember. Lögreglan í Þýskalandi naut aðstoðar Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Fyrrverandi yfirmaður í þýska hernum, sem starfaði enn í varalið hersins, var dæmdur í nóvember í fyrra fyrir að leka upplýsingum til rússneskra njósnara. Þá var yfirmaður netvarna Þýskalands rekinn í október eftir að þýskir fjölmiðlar bentu á að hann tengdist fólki sem vinnur í rússneskum leyniþjónustum. Árið 2021 var starfsmaður þýska þingsins ákærður fyrir að hafa lekið teikningum og öðrum gögnum um þinghúsið til starfsmanns sendiráðs Rússlands í Berlín. Sjá einnig: Sendi teikningar af þinghúsi Þýskalands til rússnesks njósnara Síðast þegar mál sem þetta kom upp var árið 2016 þegar fyrrverandi starfsmaður BND var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að leka leynilegum upplýsingum til Bandaríkjanna. Innrás Rússa í Úkraínu hefur leitt til aukinna áhyggja af njósnum þeirra á meginlandi Evrópu. Mörg ríki heimsálfunnar hafa vísað fjölmörgum rússneskum erindrekum og meintum njósnurum úr landi.
Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að njósna um Svía fyrir Rússa Dómstóll í Stokkhólmi hefur dæmt tvo bræður í fangelsi fyrir njósnir en þeir voru sagðir hafa veitt Rússum upplýsingar sem gætu skaðað þjóðaröryggi Svía. Eldri bróðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en sá yngri fékk tæplega tíu ára dóm. Sérfræðingur segir brot af þessari stærðargráðu sjaldgæf í Svíþjóð. 19. janúar 2023 12:50 Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran Bresk-íranski maðurinn Alireza Akbari var tekinn af lífi í Íran eftir að hafa verið sakaður um njósnir fyrir Bretland. Aftakan hefur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran. 14. janúar 2023 12:05 Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12 Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Lögregluþjónar og hermenn handtóku í morgun rússnesk hjón í úthverfi Stokkhólms í Svíþjóð. Klukkan sex að staðartíma í morgun var tveimur herþyrlum flogið að heimili hjónanna og út streymdu menn sem handtóku þau en hjónin eru grunuð um njósnir í Svíþjóð og öðru ríki í um tíu ár. 22. nóvember 2022 15:29 Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að njósna um Svía fyrir Rússa Dómstóll í Stokkhólmi hefur dæmt tvo bræður í fangelsi fyrir njósnir en þeir voru sagðir hafa veitt Rússum upplýsingar sem gætu skaðað þjóðaröryggi Svía. Eldri bróðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en sá yngri fékk tæplega tíu ára dóm. Sérfræðingur segir brot af þessari stærðargráðu sjaldgæf í Svíþjóð. 19. janúar 2023 12:50
Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran Bresk-íranski maðurinn Alireza Akbari var tekinn af lífi í Íran eftir að hafa verið sakaður um njósnir fyrir Bretland. Aftakan hefur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran. 14. janúar 2023 12:05
Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12
Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Lögregluþjónar og hermenn handtóku í morgun rússnesk hjón í úthverfi Stokkhólms í Svíþjóð. Klukkan sex að staðartíma í morgun var tveimur herþyrlum flogið að heimili hjónanna og út streymdu menn sem handtóku þau en hjónin eru grunuð um njósnir í Svíþjóð og öðru ríki í um tíu ár. 22. nóvember 2022 15:29
Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40