Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Óhætt er að segja að kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sé í hörðum hnút. Nokkrar kærur liggja fyrir og deilt er um lögmæti verkfallsboðunar og miðlunartillögu. Við fáum til okkar í settið sérfræðing í vinnurétti sem fer yfir stöðu mála.
Stjórnarformaður Votlendissjóðs segir afköst sjóðsins á síðasta ári óásættanleg. Við ræðum við formanninn sem telur stjórnendur þurfa að líta í eigin barm nú þegar verulega hefur verið dregið úr rekstri sjóðsins.
Þá verðum við í beinni frá Alþingi þar sem málþóf um útlendingafrumvarpið stendur yfir og ekkert annað kemst á dagskrá auk þess sem við hittum mann sem lauk í dag mánaðarlangri föstu. Við fylgjumst með þegar hann tekur fyrsta matarbitann á þessu ári.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.