Veðurvaktin: Búið að opna Þrengsli og stefnt á opnun Hellisheiðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2023 06:11 Veðurstofa spáir skammvinnum hvelli nú í morgunsárið og fyrir hádegi. Vísir/Vilhelm Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nú fyrir hádegi, nema á Vestfjörðum þar sem gul viðvörun er í gildi. Veðurstofa spáir skammvinnu ofsaveðri, frá klukkan 6 á suðvesturhorninu en á Norður- og Austurlandi taka viðvaranir gildi frá 7 til 9. „Gengur í sunnan 20-28 m/s í skamman tíma með slyddu eða snjókomu. Hætt við eldingaveðri. Snýst síðan í suðvestan 15-23 með éljum, fyrst vestantil en eftir hádegi austanlands. Dregur úr vindi seinnipartinn. Hiti víða í kringum frostmark, en allt að 5 stigum austast. Vægt frost í kvöld,“ segir í veðurspá frá því klukkan 4 í morgun.„Suðvestan 8-15 og él á morgun, en bjart norðaustantil. Frost 2 til 9 stig. Norðvestan 10-20 annað kvöld með éljum norðan- og vestanlands, hvassast við suðvesturströndina.“ Í athugasemdum veðurfræðings segir að búast megi við skammvinnum sunnan stormi eða roki, fyrst vestanlands. Hætt sé við eldingum. Þá er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast vel með veðurspám. Vísir verður á vaktinni og greinir frá veðri og færð fram eftir degi.
„Gengur í sunnan 20-28 m/s í skamman tíma með slyddu eða snjókomu. Hætt við eldingaveðri. Snýst síðan í suðvestan 15-23 með éljum, fyrst vestantil en eftir hádegi austanlands. Dregur úr vindi seinnipartinn. Hiti víða í kringum frostmark, en allt að 5 stigum austast. Vægt frost í kvöld,“ segir í veðurspá frá því klukkan 4 í morgun.„Suðvestan 8-15 og él á morgun, en bjart norðaustantil. Frost 2 til 9 stig. Norðvestan 10-20 annað kvöld með éljum norðan- og vestanlands, hvassast við suðvesturströndina.“ Í athugasemdum veðurfræðings segir að búast megi við skammvinnum sunnan stormi eða roki, fyrst vestanlands. Hætt sé við eldingum. Þá er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast vel með veðurspám. Vísir verður á vaktinni og greinir frá veðri og færð fram eftir degi.
Veður Færð á vegum Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira