Við fylgjumst með verkfallsvörðum Eflingar þar sem þeim var meinað að fara inn á eitt hótela Íslandshótela og greinum frá óvæntu samkomulagi Eflingar og Ríkissáttasemjara varðandi miðlunartillögu hans.
Þá sýnum við skemmtilegar tásumyndir frá Tenerife þar sem þúsundir Íslendinga dvelja margir langdvölum og ganga á gjaldeyrisforða þjóðarinnar - að mati Seðlabankastjóra.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.