Engin merki um geimverur að sögn Hvíta hússins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2023 14:48 Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. Fyrir aftan hana má sjá glitta í John Kirby, samskiptastjóra Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. AP Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins tók það skýrt fram á fréttamannafundi í gær að ekkert bendi til þess að hlutirnir þrír sem skotnir voru niður yfir Bandaríkjunum og Kanada á dögunum tengist geimverum. Þetta kom fram í máli Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, á fjölmiðlafundi í gær. Frá því að loftbelgur sem talinn er hafa frá Kína var skotinn niður þann fjórða þessa mánaðar hafa bandarískar herþotur skotið niður þrjá grunsamlega „hluti“ til viðbótar á jafnmörgum dögum. Einn var skotinn niður yfir Alaska, einn yfir Yukon í norðurhluta Kanada og einn yfir Huron-vatn á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Þrátt fyrir að líklegasta skýringin sé einfaldlega sú að bandaríski herinn sé farinn að leita betur að ýmsum hlutum í lofthelginni eftir atvikið með kínverska loftbelginn, er það til marks um hversu miklar vangaveltur um eðli þessara hluti hafa verið síðustu daga, að Hvíta húsið telji sig þurfa að taka skýrt fram að ekkert bendi til þess að þar séu geimverur á ferð. „Ég vil bara að þetta komi skýrt frá Hvíta húsinu. Það hafa verið ýmsar spurningar og áhyggjur viðraðar. Það eru engar, ég endurtek engar, vísbendingar um að þessir hlutir tengist geimverum á einhvern hátt,“ sagði Jean-Pierre. „Aftur, það er ekkert sem bendir til þess að tengist geimverum á einhvern hátt. Ég vildi bara ganga úr skugga um að Bandaríkjamenn vissu það, að þið öll [fjölmiðlafólk] vissuð það. Það var mikilvægt að við segðum eitthvað um þetta því að það hefur verið mikil umræða um þetta,“ sagði hún einnig áður en að hún bætti því við að hún væri mikill áhugamaður um kvikmyndina ET, sem fjallar einmitt um geimveru hér á jörðinni. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sem fyrr segir greint frá því að eftir atvikið með fyrsta loftbelginn sé búið að endurstilla ratsjárkerfi ríkisins þannig að þau sé næmari. Þannig nemi ratsjárnar nú fjölda merkja sem áður hafi einfaldlega verið síuð út og enginn gaumur gefinn. Ekki er ólíklegt að þetta skýri af hverju hlutirnir þrír, sem skotnir voru niður, á eftir loftbelgnum hafi fundist. Bandaríkin Kanada Kína Geimurinn Joe Biden Tengdar fréttir Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Hafa haft uppi á skynjurum úr meintum njósnabelgjum Talsmenn bandaríska hersins segja að tekist hafi að hafa uppi á skynjurum úr meintum kínverskum njósnabelg, þeim fyrsta skotinn var niður yfir Atlantshafi fyrir tíu dögum. 14. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Þetta kom fram í máli Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, á fjölmiðlafundi í gær. Frá því að loftbelgur sem talinn er hafa frá Kína var skotinn niður þann fjórða þessa mánaðar hafa bandarískar herþotur skotið niður þrjá grunsamlega „hluti“ til viðbótar á jafnmörgum dögum. Einn var skotinn niður yfir Alaska, einn yfir Yukon í norðurhluta Kanada og einn yfir Huron-vatn á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Þrátt fyrir að líklegasta skýringin sé einfaldlega sú að bandaríski herinn sé farinn að leita betur að ýmsum hlutum í lofthelginni eftir atvikið með kínverska loftbelginn, er það til marks um hversu miklar vangaveltur um eðli þessara hluti hafa verið síðustu daga, að Hvíta húsið telji sig þurfa að taka skýrt fram að ekkert bendi til þess að þar séu geimverur á ferð. „Ég vil bara að þetta komi skýrt frá Hvíta húsinu. Það hafa verið ýmsar spurningar og áhyggjur viðraðar. Það eru engar, ég endurtek engar, vísbendingar um að þessir hlutir tengist geimverum á einhvern hátt,“ sagði Jean-Pierre. „Aftur, það er ekkert sem bendir til þess að tengist geimverum á einhvern hátt. Ég vildi bara ganga úr skugga um að Bandaríkjamenn vissu það, að þið öll [fjölmiðlafólk] vissuð það. Það var mikilvægt að við segðum eitthvað um þetta því að það hefur verið mikil umræða um þetta,“ sagði hún einnig áður en að hún bætti því við að hún væri mikill áhugamaður um kvikmyndina ET, sem fjallar einmitt um geimveru hér á jörðinni. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sem fyrr segir greint frá því að eftir atvikið með fyrsta loftbelginn sé búið að endurstilla ratsjárkerfi ríkisins þannig að þau sé næmari. Þannig nemi ratsjárnar nú fjölda merkja sem áður hafi einfaldlega verið síuð út og enginn gaumur gefinn. Ekki er ólíklegt að þetta skýri af hverju hlutirnir þrír, sem skotnir voru niður, á eftir loftbelgnum hafi fundist.
Bandaríkin Kanada Kína Geimurinn Joe Biden Tengdar fréttir Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Hafa haft uppi á skynjurum úr meintum njósnabelgjum Talsmenn bandaríska hersins segja að tekist hafi að hafa uppi á skynjurum úr meintum kínverskum njósnabelg, þeim fyrsta skotinn var niður yfir Atlantshafi fyrir tíu dögum. 14. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08
Hafa haft uppi á skynjurum úr meintum njósnabelgjum Talsmenn bandaríska hersins segja að tekist hafi að hafa uppi á skynjurum úr meintum kínverskum njósnabelg, þeim fyrsta skotinn var niður yfir Atlantshafi fyrir tíu dögum. 14. febrúar 2023 08:01