„Það versta var að verða opinber starfsmaður“ Friðrik Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 11:01 Í síðustu viku kom út skýrsla unnin af Intellecon undir yfirskriftinni Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu? Þar er fjallað um fjölgun opinberra starfsmanna og laun eftir mörkuðum. Helsti boðskapur skýrslunnar er að fjölgun opinberra starfsmanna hafi verið óhófleg síðustu ár og að laun þeirra séu marktækt hærri en hjá starfsmönnum á almennum markaði. Hvort tveggja er þvæla. Raunar virðist hafa verið valin villandi og í sumum tilfellum beinlínis röng framsetning á tölfræði. Líklega er þessu skellt fram til að framkalla forpöntuð hughrif frá félaginu sem keypti skýrsluna, Félagi íslenskra atvinnurekenda. Fjölgun opinberra starfsmanna hefur ekki verið óhófleg Úr skýrslu Intellecon: „Á árabilinu 2015 til 2021 hefur fjöldi opinberra starfsmanna aukist um ríflega 21,4%. Á sama tíma fjölgaði starfsfólki á almenna markaðnum um 4.200 sem er um 3% aukning.“ Af þessum tölum hefur sú ályktun verið dregin í fjölmiðlum að fjölgun opinberra starfsmanna sé stjórnlaus. Ekki er gerð nokkur tilraun til að setja þróunina í samhengi við aðra þætti sem hér hafa áhrif. Almenn fólksfjölgun kallar á fleira starfsfólk í opinberum greinum og heimsfaraldur lamaði stóran hluta einkageirans á árunum 2020 og 2021. Sé eingöngu litið til fjölda launafólks 2010-2022 jókst fjöldi þeirra sem starfa á opinberum markaði um 23% á árunum 2010-2022 en um 34% á almennum markaði. Aukning í fjölda launafólks á opinberum markaði var nær engin á tímabilinu 2010-2017 en á sama tíma jókst fjöldi launafólks á almennum markaði um rúmlega 30%. Frá 2017-2021 jókst fjöldinn vissulega mun hraðar á opinbera markaðnum en á hinum almenna en áhrif heimsfaraldurs skekkja myndina verulega. Þessi skekkja leiðréttist að mestu á árinu 2022 þegar kröftugur viðsnúningur varð í hlutfallslegri fjölgun milli almenns og opinbers markaðar. Einhverra hluta vegna er ekki er fjallað um þetta í skýrslu Intellecon. Staðgreiðsluskrár ríkisskattsstjóra sýna þetta einnig glöggt en fjöldi starfandi á aldrinum 25-64 ára jókst tvöfalt hraðar á almennum markaði en opinberum markaði árin 2010-2022. Á árinu 2022 voru um 31% starfandi á aldrinum 26-54 ára hjá hinu opinbera en hlutfallið hefur lækkað stöðugt á síðasta áratug. Eini undirflokkur opinbera markaðarins sem hefur stækkað hraðar en fyrirtæki á almenna markaðnum á tímabilinu eru í flokknum opinber fyrirtæki. Tölum um samkeppnishæfni Úr skýrslu Intellecon: „Sögulega séð hafa laun hjá hinu opinbera jafnan verið lægri en á hinum almenna markaði. Á síðustu árum hefur þessi munur nánast horfið... laun hjá hinu opinbera eru orðin samkeppnisfær við almenna markaðinn“. Þetta er vægast sagt áhugaverð fullyrðing og í raun fráleit framsetning. Sérstaklega fyrir þær sakir að ekki eru færð nein sannfærandi rök fyrir þessu í skýrslunni. Borin eru saman meðaltöl í launakostnaði og heildarlaunum fullvinnandi fyrir hópa sem tæpast eru samanburðarhæfir. Ekki er fjallað um það að rúmlega 50% starfandi hjá ríki eru með háskólamenntun að baki og um 40% starfandi hjá sveitarfélögum samanborið við um 13% á almenna markaðnum skv. vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Um sérfræðinga er það helst sagt að þau sem vinna í heilbrigðis- og félagsþjónustu hafi töluvert hærri greidd heildarlaun en aðrir sérfræðingar hjá hinu opinbera. Ekki er fjallað um tímakaup sérfræðinga á opinbera markaðnum í samanburði við sérfræðinga á almennum markaði og verulegt vanmat á störfum þeirra. Um þetta og kynbundin launamun í boði ríkis og sveitarfélaga hef ég áður fjallað um í grein minni „Opinbert óréttlæti“. Þar fjalla ég um þá sorglegu staðreynd að þessir sérfræðingar, sem eru í yfirgnæfandi meirihluta konur, niðurgreiða í raun vinnuafl sitt í þágu fyrirtækja á almennum markaði. Á verðmætasköpun sér aðeins stað á einkamarkaði? „Eins og ykkur er flestum kunnugt þá skipti ég um starfsvettvang fyrir um 18 mánuðum síðan og flest þekkið þið minn bakgrunn og því ætti ekki að koma ykkur á óvart að það versta við þessi nýju umskipti í mínu lífi var að verða opinber starfsmaður”. Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, alþingismaður Suðurkjördæmis, í byrjun erindis síns í útgáfuhófi umræddrar skýrslu. Erindi Guðrúnar bar heitið Verða verðmæti til í skúffum embættismanna? Boðskapur erindisins laut að mestu að yfirburðum almenna markaðarins í verðmætasköpun og þær hættur sem útþensla hins opinbera skapaði fyrir samfélagið. Ekki er ljóst hvort háttvirtur þingmaður hafi þá staðföstu trú að hag kjósenda hennar og fyrirtækja verði best borgið með skólakerfi, heilbrigðiskerfi og orkuinnviðum á einkamarkaði, svo dæmi séu tekin. Það er vissulega rétt sem þingmaðurinn segir að stærð opinbera markaðarins séu skorður settar af verðmætasköpun einkamarkaðar til lengri tíma en það er gamaldags og klisjukennd framsetning að verðmætasköpun eigi sér einungis stað á einkamarkaði. Staðreyndin er nefnilega að hið opinbera er virkur þátttakandi í verðmætasköpun hagkerfisins. Opinberi markaðurinn framleiðir aðföng fyrir verðmætasköpun fyrirtækja á almennum markaði og starfsfólk opinbera markaðarins er verðmætur hlekkur í verðmætasköpuninni. Þetta á sérstaklega við á þeim mörkuðum þar sem markaðsbrestur ríkir og þar sem opinberir aðilar eru líklegri en almennur markaður til að ná fram kostnaðarlágmörkun. Tölum út frá staðreyndum Gagnrýni á opinbera markaðinn og aðhald frá skattgreiðendum er bæði sjálfsagt og skiljanlegt. BHM fagnar upplýstri umræðu um opinbera markaðinn. Sameiginlegt markmið okkar allra á að vera að hámarka velferð fólks og fyrirtækja með kröftugri verðmætasköpun á báðum mörkuðum. Sú moðsuða sem sett var fram af Félagi atvinnurekenda í síðustu viku var þó hvorki upplýst né til nokkurs gagns. Slík hagsmunasamtök eiga að hafa metnað til að gera betur. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Jónsson Vinnumarkaður Kjaramál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom út skýrsla unnin af Intellecon undir yfirskriftinni Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu? Þar er fjallað um fjölgun opinberra starfsmanna og laun eftir mörkuðum. Helsti boðskapur skýrslunnar er að fjölgun opinberra starfsmanna hafi verið óhófleg síðustu ár og að laun þeirra séu marktækt hærri en hjá starfsmönnum á almennum markaði. Hvort tveggja er þvæla. Raunar virðist hafa verið valin villandi og í sumum tilfellum beinlínis röng framsetning á tölfræði. Líklega er þessu skellt fram til að framkalla forpöntuð hughrif frá félaginu sem keypti skýrsluna, Félagi íslenskra atvinnurekenda. Fjölgun opinberra starfsmanna hefur ekki verið óhófleg Úr skýrslu Intellecon: „Á árabilinu 2015 til 2021 hefur fjöldi opinberra starfsmanna aukist um ríflega 21,4%. Á sama tíma fjölgaði starfsfólki á almenna markaðnum um 4.200 sem er um 3% aukning.“ Af þessum tölum hefur sú ályktun verið dregin í fjölmiðlum að fjölgun opinberra starfsmanna sé stjórnlaus. Ekki er gerð nokkur tilraun til að setja þróunina í samhengi við aðra þætti sem hér hafa áhrif. Almenn fólksfjölgun kallar á fleira starfsfólk í opinberum greinum og heimsfaraldur lamaði stóran hluta einkageirans á árunum 2020 og 2021. Sé eingöngu litið til fjölda launafólks 2010-2022 jókst fjöldi þeirra sem starfa á opinberum markaði um 23% á árunum 2010-2022 en um 34% á almennum markaði. Aukning í fjölda launafólks á opinberum markaði var nær engin á tímabilinu 2010-2017 en á sama tíma jókst fjöldi launafólks á almennum markaði um rúmlega 30%. Frá 2017-2021 jókst fjöldinn vissulega mun hraðar á opinbera markaðnum en á hinum almenna en áhrif heimsfaraldurs skekkja myndina verulega. Þessi skekkja leiðréttist að mestu á árinu 2022 þegar kröftugur viðsnúningur varð í hlutfallslegri fjölgun milli almenns og opinbers markaðar. Einhverra hluta vegna er ekki er fjallað um þetta í skýrslu Intellecon. Staðgreiðsluskrár ríkisskattsstjóra sýna þetta einnig glöggt en fjöldi starfandi á aldrinum 25-64 ára jókst tvöfalt hraðar á almennum markaði en opinberum markaði árin 2010-2022. Á árinu 2022 voru um 31% starfandi á aldrinum 26-54 ára hjá hinu opinbera en hlutfallið hefur lækkað stöðugt á síðasta áratug. Eini undirflokkur opinbera markaðarins sem hefur stækkað hraðar en fyrirtæki á almenna markaðnum á tímabilinu eru í flokknum opinber fyrirtæki. Tölum um samkeppnishæfni Úr skýrslu Intellecon: „Sögulega séð hafa laun hjá hinu opinbera jafnan verið lægri en á hinum almenna markaði. Á síðustu árum hefur þessi munur nánast horfið... laun hjá hinu opinbera eru orðin samkeppnisfær við almenna markaðinn“. Þetta er vægast sagt áhugaverð fullyrðing og í raun fráleit framsetning. Sérstaklega fyrir þær sakir að ekki eru færð nein sannfærandi rök fyrir þessu í skýrslunni. Borin eru saman meðaltöl í launakostnaði og heildarlaunum fullvinnandi fyrir hópa sem tæpast eru samanburðarhæfir. Ekki er fjallað um það að rúmlega 50% starfandi hjá ríki eru með háskólamenntun að baki og um 40% starfandi hjá sveitarfélögum samanborið við um 13% á almenna markaðnum skv. vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Um sérfræðinga er það helst sagt að þau sem vinna í heilbrigðis- og félagsþjónustu hafi töluvert hærri greidd heildarlaun en aðrir sérfræðingar hjá hinu opinbera. Ekki er fjallað um tímakaup sérfræðinga á opinbera markaðnum í samanburði við sérfræðinga á almennum markaði og verulegt vanmat á störfum þeirra. Um þetta og kynbundin launamun í boði ríkis og sveitarfélaga hef ég áður fjallað um í grein minni „Opinbert óréttlæti“. Þar fjalla ég um þá sorglegu staðreynd að þessir sérfræðingar, sem eru í yfirgnæfandi meirihluta konur, niðurgreiða í raun vinnuafl sitt í þágu fyrirtækja á almennum markaði. Á verðmætasköpun sér aðeins stað á einkamarkaði? „Eins og ykkur er flestum kunnugt þá skipti ég um starfsvettvang fyrir um 18 mánuðum síðan og flest þekkið þið minn bakgrunn og því ætti ekki að koma ykkur á óvart að það versta við þessi nýju umskipti í mínu lífi var að verða opinber starfsmaður”. Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, alþingismaður Suðurkjördæmis, í byrjun erindis síns í útgáfuhófi umræddrar skýrslu. Erindi Guðrúnar bar heitið Verða verðmæti til í skúffum embættismanna? Boðskapur erindisins laut að mestu að yfirburðum almenna markaðarins í verðmætasköpun og þær hættur sem útþensla hins opinbera skapaði fyrir samfélagið. Ekki er ljóst hvort háttvirtur þingmaður hafi þá staðföstu trú að hag kjósenda hennar og fyrirtækja verði best borgið með skólakerfi, heilbrigðiskerfi og orkuinnviðum á einkamarkaði, svo dæmi séu tekin. Það er vissulega rétt sem þingmaðurinn segir að stærð opinbera markaðarins séu skorður settar af verðmætasköpun einkamarkaðar til lengri tíma en það er gamaldags og klisjukennd framsetning að verðmætasköpun eigi sér einungis stað á einkamarkaði. Staðreyndin er nefnilega að hið opinbera er virkur þátttakandi í verðmætasköpun hagkerfisins. Opinberi markaðurinn framleiðir aðföng fyrir verðmætasköpun fyrirtækja á almennum markaði og starfsfólk opinbera markaðarins er verðmætur hlekkur í verðmætasköpuninni. Þetta á sérstaklega við á þeim mörkuðum þar sem markaðsbrestur ríkir og þar sem opinberir aðilar eru líklegri en almennur markaður til að ná fram kostnaðarlágmörkun. Tölum út frá staðreyndum Gagnrýni á opinbera markaðinn og aðhald frá skattgreiðendum er bæði sjálfsagt og skiljanlegt. BHM fagnar upplýstri umræðu um opinbera markaðinn. Sameiginlegt markmið okkar allra á að vera að hámarka velferð fólks og fyrirtækja með kröftugri verðmætasköpun á báðum mörkuðum. Sú moðsuða sem sett var fram af Félagi atvinnurekenda í síðustu viku var þó hvorki upplýst né til nokkurs gagns. Slík hagsmunasamtök eiga að hafa metnað til að gera betur. Höfundur er formaður BHM.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun