Áhrifin af aðgerðunum eru mun meiri eftir að starfsmenn átta hótela og bílstjórar bættust í verkfallshópinn. Undanþágunefnd hefur gefið úr tugi undanþága og er enn að skoða undanþágubeiðnir.
Við könnum einnig stöðuna á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og heyrum í samningafólki og fulltrúum olíufélaga og bílstjóra í fréttatímanum.
Mikil sláturtíð á laxi hefur staðið yfir undanfarnar vikur á Vestfjörðum. Laxinum er umskipað á ísafirði þaðan sem honum er svo keyrst í flutningabílum til pökkunar og útflutnings. Vermætið skiptir milljörðum króna.
Utanríkisráðherra Rússlands snýr atburðarás stríðsins í Úkraínu við og sakar Bandaríkin og Vesturlönd almennt um að hafa ráðist á Rússland og þar með haft afskipti á sjálfstæða utanríkisstefnu Rússlands. Vesturlönd beiti kúgunum og hreinum þjófnaði og vilji útiloka Rússland frá samfélagi þjóðanna.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.