Stefnumótun matvælaráðuneytisins byggir á kjaftasögum Sigurjón Þórðarson skrifar 17. febrúar 2023 12:17 Stefnumótun Svandísar Svavarsdóttur, ráðherra Vg, undir því kaldhæðnislega slagorði „Auðlindin okkar“ verður í framtíðinni líklega notuð sem kennslubókardæmi í háskólum, í opinberri stjórnsýslu, um stefnumótun stjórnvalda í þágu almennings sem getur snúist upp í andhverfu sína þegar fram líða stundir. Yfirlýst markmið starfsins var að koma með tillögur um breytingar á stjórn fiskveiða með það að markmiði að þjóðin yrði sáttari við kvótakerfið sem sært hefur réttlætiskennd þjóðarinnar. Einn helsti fyrirliðinn í starfi Auðlindarinnar okkar, fyrrum forstjóra HB Granda, hefur reynt að toga og teygja þetta einfalda og skýra markmið með einhverju orðasalati um að það sé afar óljóst hvert markmið starfsins ætti að vera. Þessi leikaraskapur gaf til kynna að starfið yrði ekki upp á marga fiska fyrir eiganda auðlindarinnar, þ.e. þjóðina. Engu að síður kemur áhugasömum í opna skjöldu á hve veikum grunni bráðabirgðatillögur Auðlindarinnar okkar byggja og að þær séu án alls rökstuðnings. Öll framsetning tillagnanna minnir á auglýsingabækling þar sem boðskapurinn er að lesandinn kaupi núverandi kerfi, þar sem heldur er hert á óréttlætinu gagnvart þjóðinni. Stór hluti af 60 bráðabirgðatillögunum nefndastarfsins byggir á hreinum kjaftasögum sem er búið að lepja í nefndarmenn Auðlindarinnar okkar sem ekki er nokkur leið að rökstyðja. Mikið púður fer í að sverta þann afla sem er eftirsóknarverðastur á fiskmörkuðum, þ.e. frá dagróðrabátum, og gefið í skyn að hann sé verri en fiskur veiddur af togurum. Eru íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í samkeppni? Aðrar tillögur eiga uppruna sinn í áróðri frá SFS, sem nefndarmenn hafa ekki haft fyrir að kanna nánar. Í skýrslunni er endurtekin sú mantra að íslenskur sjávarútvegur eigi í gríðarlega mikilli samkeppni við erlendan sjávarútveg og megi ráða að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu að tækla það með því að vera þau bestu í heimi. Allir vita að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki – kvótaþegar – eru ekki í neinni samkeppni á Íslandsmiðum og að íslenskur sjávarútvegur hefur hvorki staðið sig í markaðssetningu né því að viðhalda sérstöðu á alþjóðamörkuðum. Vörumerkið fiskur frá Íslandi var vel þekkt fyrir nokkrum áratugum. Ísland hefur dregist langt aftur úr Norðmönnum þegar kemur að markaðssetningu á fiski, sem er jafnan lykill að háu verði. Í bráðabirgðatillögum Auðlindarinnar okkar er sagt frá því berum orðum að íslenskur fiskur sé lítt þekktur á neytendamarkaði og að hann sé lítið brot af framboðinu á heimsvísu. Þessi niðurstaða verður ekki skilin öðruvísi en svo að íslenskur fiskur sé vara á hrávörumarkaði. Íslenskur fiskur er því hvorki ráðandi né með sérstöðu á markaði heldur þiggur það verð sem markaðurinn gefur. Það að halda því fram að íslenskur fiskur sé í gríðarlegri alþjóðlegri samkeppni er eins og að halda því fram að norsk olíuframleiðsla sé í mikilli samkeppni við breska olíuframleiðslu á hrávörumörkuðum. Staðreyndin er að allur olíuiðnaður lýtur sömu lögmálum á uppboðsmörkuðum olíu. Ekki er að sjá á niðurstöðum í ársreikningum íslenskra stórútgerða sem hafa einokun á nýtingu fiskimiðanna umfram aðra landsmenn að hin meinta „samkeppni“ erlendra aðila hafi skaðað rekstur fyrirtækjanna. Síður en svo, enda er hér um innantóman frasa að ræða sem ekki verður efnismeiri við sífellda endurtekningu. Hvergi er að finna umfjöllun um rannsóknarvinnu starfshópa Auðlindarinnar okkar sem gefi til kynna að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki skili svipuðu eða hærra skilaverði á afurðum til Íslands en norsk fyrirtæki skila til Noregs á sambærilegum mörkuðum. Ástæðan fyrir skorti á umfjöllun getur varla verið önnur en sú að við stöndum Norðmönnum langt að baki. Engar tillögur um nýliðun eða heiðarlega viðskiptahætti! Það sætir mikilli furðu í vinnu Auðlindarinnar okkar að ekki séu skoðaðir þættir sem tryggja frjálsa samkeppni, nýliðun og heiðarlega viðskiptahætti. Skortur á samkeppni sem leitt hefur af sér ofsagróða er farinn að hafa óeðlileg áhrif á íslenskt viðskiptaumhverfi. Ýmsar tillögur nefndarinnar ganga frekar út á að koma í veg fyrir þá litlu nýliðun sem á sér stað í strandveiðikerfinu og gera lítið úr eða fjalla ekki um þá forgjöf sem þeir stóru fá umfram þá smáu í kerfinu. Má þar benda á þrefaldar vigtarreglur, tvöfalda verðlagningu á fiski og einfaldara eftirlit fyrir stórútgerðina. Svarið við spurningunni um hvort íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu í mikilli samkeppni við erlend er augljóslega nei. Engin gögn eða úttektir sýna heldur fram á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu að gera betur en norsk svo nærtækt dæmi sé tekið. Við þurfum ekki svona kjaftasögur, heldur staðreyndir og svo bitastæðar tillögur. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Sigurjón Þórðarson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Stefnumótun Svandísar Svavarsdóttur, ráðherra Vg, undir því kaldhæðnislega slagorði „Auðlindin okkar“ verður í framtíðinni líklega notuð sem kennslubókardæmi í háskólum, í opinberri stjórnsýslu, um stefnumótun stjórnvalda í þágu almennings sem getur snúist upp í andhverfu sína þegar fram líða stundir. Yfirlýst markmið starfsins var að koma með tillögur um breytingar á stjórn fiskveiða með það að markmiði að þjóðin yrði sáttari við kvótakerfið sem sært hefur réttlætiskennd þjóðarinnar. Einn helsti fyrirliðinn í starfi Auðlindarinnar okkar, fyrrum forstjóra HB Granda, hefur reynt að toga og teygja þetta einfalda og skýra markmið með einhverju orðasalati um að það sé afar óljóst hvert markmið starfsins ætti að vera. Þessi leikaraskapur gaf til kynna að starfið yrði ekki upp á marga fiska fyrir eiganda auðlindarinnar, þ.e. þjóðina. Engu að síður kemur áhugasömum í opna skjöldu á hve veikum grunni bráðabirgðatillögur Auðlindarinnar okkar byggja og að þær séu án alls rökstuðnings. Öll framsetning tillagnanna minnir á auglýsingabækling þar sem boðskapurinn er að lesandinn kaupi núverandi kerfi, þar sem heldur er hert á óréttlætinu gagnvart þjóðinni. Stór hluti af 60 bráðabirgðatillögunum nefndastarfsins byggir á hreinum kjaftasögum sem er búið að lepja í nefndarmenn Auðlindarinnar okkar sem ekki er nokkur leið að rökstyðja. Mikið púður fer í að sverta þann afla sem er eftirsóknarverðastur á fiskmörkuðum, þ.e. frá dagróðrabátum, og gefið í skyn að hann sé verri en fiskur veiddur af togurum. Eru íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í samkeppni? Aðrar tillögur eiga uppruna sinn í áróðri frá SFS, sem nefndarmenn hafa ekki haft fyrir að kanna nánar. Í skýrslunni er endurtekin sú mantra að íslenskur sjávarútvegur eigi í gríðarlega mikilli samkeppni við erlendan sjávarútveg og megi ráða að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu að tækla það með því að vera þau bestu í heimi. Allir vita að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki – kvótaþegar – eru ekki í neinni samkeppni á Íslandsmiðum og að íslenskur sjávarútvegur hefur hvorki staðið sig í markaðssetningu né því að viðhalda sérstöðu á alþjóðamörkuðum. Vörumerkið fiskur frá Íslandi var vel þekkt fyrir nokkrum áratugum. Ísland hefur dregist langt aftur úr Norðmönnum þegar kemur að markaðssetningu á fiski, sem er jafnan lykill að háu verði. Í bráðabirgðatillögum Auðlindarinnar okkar er sagt frá því berum orðum að íslenskur fiskur sé lítt þekktur á neytendamarkaði og að hann sé lítið brot af framboðinu á heimsvísu. Þessi niðurstaða verður ekki skilin öðruvísi en svo að íslenskur fiskur sé vara á hrávörumarkaði. Íslenskur fiskur er því hvorki ráðandi né með sérstöðu á markaði heldur þiggur það verð sem markaðurinn gefur. Það að halda því fram að íslenskur fiskur sé í gríðarlegri alþjóðlegri samkeppni er eins og að halda því fram að norsk olíuframleiðsla sé í mikilli samkeppni við breska olíuframleiðslu á hrávörumörkuðum. Staðreyndin er að allur olíuiðnaður lýtur sömu lögmálum á uppboðsmörkuðum olíu. Ekki er að sjá á niðurstöðum í ársreikningum íslenskra stórútgerða sem hafa einokun á nýtingu fiskimiðanna umfram aðra landsmenn að hin meinta „samkeppni“ erlendra aðila hafi skaðað rekstur fyrirtækjanna. Síður en svo, enda er hér um innantóman frasa að ræða sem ekki verður efnismeiri við sífellda endurtekningu. Hvergi er að finna umfjöllun um rannsóknarvinnu starfshópa Auðlindarinnar okkar sem gefi til kynna að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki skili svipuðu eða hærra skilaverði á afurðum til Íslands en norsk fyrirtæki skila til Noregs á sambærilegum mörkuðum. Ástæðan fyrir skorti á umfjöllun getur varla verið önnur en sú að við stöndum Norðmönnum langt að baki. Engar tillögur um nýliðun eða heiðarlega viðskiptahætti! Það sætir mikilli furðu í vinnu Auðlindarinnar okkar að ekki séu skoðaðir þættir sem tryggja frjálsa samkeppni, nýliðun og heiðarlega viðskiptahætti. Skortur á samkeppni sem leitt hefur af sér ofsagróða er farinn að hafa óeðlileg áhrif á íslenskt viðskiptaumhverfi. Ýmsar tillögur nefndarinnar ganga frekar út á að koma í veg fyrir þá litlu nýliðun sem á sér stað í strandveiðikerfinu og gera lítið úr eða fjalla ekki um þá forgjöf sem þeir stóru fá umfram þá smáu í kerfinu. Má þar benda á þrefaldar vigtarreglur, tvöfalda verðlagningu á fiski og einfaldara eftirlit fyrir stórútgerðina. Svarið við spurningunni um hvort íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu í mikilli samkeppni við erlend er augljóslega nei. Engin gögn eða úttektir sýna heldur fram á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu að gera betur en norsk svo nærtækt dæmi sé tekið. Við þurfum ekki svona kjaftasögur, heldur staðreyndir og svo bitastæðar tillögur. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun