Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30.

Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. Við ræðum við systurina í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Lítið hefur mjakast í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í dag. Samninganefndir hafa setið við fundarhöld frá klukkan 10 í morgun en fundi lauk ekki fyrr en á sjötta tímanum. Settur sáttasemjari segist svekktur yfir því hve lítið hafi gengið í dag.

Ítrekaðar frestanir á leyfisveitingum fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi valda því að örlög laxaseiða fyrir á þriðja hundrað milljóna króna eru í uppnámi hjá Arctic Fish. Talsmaður fyrirtækisins vonast til að viðkomandi stofnanir taki mið af ábendingum ríkisendurskoðunar og fari að lögum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast á slaginu 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×