Fjallað verður um helstu vendingar í kjaradeilunni í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, hefur óskað eftir fundi með Xi Jinping forseta Kína til að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist fullviss um að Kínverjar hyggist útvega Rússum vopn og að margt bendi til samstöðu ríkjanna tveggja.
Við verðum í beinni útsendingu frá miðbænum þar sem næturstrætó snéri aftur í Reykjavík á miðnætti og ræðum við borgarfulltrúa um samgöngur.
Ung kona sem slasaðist alvarlega á Crossfit-móti í janúar er þakklát fyrir góðan bata. Hún á þó eftir að vinna alveg úr andlega þættinum; enn situr ýmislegt í henni eftir slysið. Hún hefur til dæmis ekki getað fengið sig til að horfa á myndband sem náðist af atvikinu.
Þá fylgjumst við með þing- og forsetakosningum í Nígeríu, fjöllum um nýja þjónustu fyrir spennufíkla og förum í svokallað hvolpapartí.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.