Þá förum við yfir verðhækkanir sem dynja á landsmönnum í verðbólgunni sem nú er í miklum hæðum, sýnum frá innblásinni ræðu formanns Samfylkingarinnar á flokkstjórnarfundi í dag og fjöllum um margvíslegar leiðir sem farnar eru við þéttingu byggðar í borginni - og sumar umdeildar.
Þá verðum við í beinni frá Söngvakeppni sjónvarpsins í Gufunesi, þar sem framlag Íslands í Eurovision verður valið í kvöld. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.