Heilbrigðisráðherra segir alvarlegt að maður sem beið eftir lifrarígræðslu hafi misst af tækifærinu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflug. Koma þurfi í veg fyrir að atvikið endurtaki sig en til greina komi að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks.
Algjör óvissa ríkir um framtíð Borgarskjalasafns en umræða um safnið fer nú fram í borgarstjórn. Við ræðum við borgarstjóra í beinni útsendingu í fréttatímanum.
Áhættudrykkja er farin að aukast aftur eftir að hafa dregist saman þegar samkomutakmarkanir voru í gildi árin 2020 og 2021. Sérfræðingur hjá landlækni segir nauðsynlegt að halda í takmarkað aðgengi að áfengi til að hægt sé að draga úr drykkju á ný.
Þá fjöllum við um mótmæli í Frakklandi, flugvél sem flaug í fyrsta sinn á vetni og sérkennilegar umræður Haralds Þorleifssonar, fyrrverandi starfsmanns Twitter og næst ríkasta manns heims.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.