Af grasafjalli stjórnmálanna Sigríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2023 13:01 Undanfarin þrjú ár hafa verið viðburðarík og snúin, sama hvernig á það er litið. Þolinmæði almennings er misskipt og það ekki að ósekju, því verkefnin sem fólk fær í hendurnar í lífinu eru oft erfið. Fátækt barna er staðreynd, slæm staða flóttafólks sem kemur allslaust og brotið til landsins og þarf stuðning og öryggi er staðreynd, hnignandi andleg heilsa ungmenna er staðreynd. Allt eru þetta verkefni sem verða ekki leyst á einni nóttu, með einu pennastriki eða fyrirskipun ráðherra um plástraðgerðir. Þrátt fyrir að vinna daglega gott starf í ríkisstjórn, með réttsýni og almannahag að leiðarljósi, uppsker Vinstrihreyfingin grænt framboð ekki sem skyldi í vinsældum, ef marka má almannaróm sem endurspeglast að einhverju leyti í skoðanakönnunum. Það finnst mér vera verkefni til að takast á við á sama hátt og Vinstri grænum hefur auðnast að takast á við aðrar áskoranir sem við fáum í fangið, hvort sem það er heimsfaraldur, fjármálahrun eða hernaður gegn landi og löndum. Eflaust telja einhver að einfaldasta lausnin væri að leggja til umsvifalaus sambandsslit við flokkana tvo sem sitja í ríkisstjórn með VG en það er því miður hætt við því að þá færi með samstarfsflokkana eins og fór fyrir vatnaskrímslinu Hýdru sem lét sér vaxa tvö ný höfuð fyrir hvert það sem höggvið var af henni. Framboð til embættis ritara VG Það er oft talað um mikilvægi þess að vekja fólk til umhugsunar um málefni líðandi stundar, erfið aðkallandi mál framtíðarinnar og þau áhrif sem við getum haft á samfélagið okkar. Til þess að slík umhugsun geti átt sér stað þarf fólki að standa til boða lýðræðislegur og opinn vettvangur þar sem heilbrigð skoðanaskipti og þroskandi umræða fer fram. Í mínum huga rúmast slíkt innan góðra og heiðarlegra stjórnmálahreyfinga. Ég hef tekið virkan þátt í öllu starfi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs síðustu 10 ár. Ég hef starfað með svæðisfélögum og kjördæmisráðum, tekið þátt í sveitastjórnarkosningum á höfuðborgarsvæðinu og í mínum heimabæ Ísafirði, með blönduðum og hreinum framboðum og barist með góðum félögum mínum í kosningabaráttu til Alþingis í alls kyns pólitískum veðrum. Hjá Vinstri grænum finnst mér ríkja heilbrigð stjórnmálamenning þar sem skoðanir fá að þrífast innan lýðræðislegra ramma. Innan hreyfingarinnar er hæfileikaríkt fólk sem er ástríðufullt í hugsjónum og hefur mikið að gefa. Við þurfum að smala saman öllum þeim sem vilja taka þátt í stjórnmálastarfi sem snýst um að bæta samfélagið okkar með félagslegt réttlæti, náttúruvernd og frið að leiðarljósi. Í tvö ár hef ég setið í stjórn hreyfingarinnar sem varamaður. Mér hefur orðið það ljóst hversu nauðsynlegt það er að stjórnmálahreyfingar lokist ekki inni í bergmálshellum og að innra starfi sé ekki stýrt úr turnum höfuðborgarsvæðisins. Sjónarmið okkar sem búum við heilnæmt loft, færri stundir í bíl, stuttar boðleiðir og meiri veðursæld en meiri hluti landsmanna, þurfa nauðsynlega að heyrast í innstu bakherbergjum stjórnvalda. Með þetta að leiðarljósi hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis ritara Vinstri grænna á landsfundi á Akureyri á helginni. Ég vil stilla fókusinn á þátttöku félaganna, drifkraft hugsjóna og framkvæmd þeirra. Hreyfingin þarf að finna kjarnann sinn aftur í róttækri hugmyndafræði undir þeim vinstri græna fána sem við fylkjum okkur. Höfundur er dýralæknir og formaður Vinstri grænna á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hafa verið viðburðarík og snúin, sama hvernig á það er litið. Þolinmæði almennings er misskipt og það ekki að ósekju, því verkefnin sem fólk fær í hendurnar í lífinu eru oft erfið. Fátækt barna er staðreynd, slæm staða flóttafólks sem kemur allslaust og brotið til landsins og þarf stuðning og öryggi er staðreynd, hnignandi andleg heilsa ungmenna er staðreynd. Allt eru þetta verkefni sem verða ekki leyst á einni nóttu, með einu pennastriki eða fyrirskipun ráðherra um plástraðgerðir. Þrátt fyrir að vinna daglega gott starf í ríkisstjórn, með réttsýni og almannahag að leiðarljósi, uppsker Vinstrihreyfingin grænt framboð ekki sem skyldi í vinsældum, ef marka má almannaróm sem endurspeglast að einhverju leyti í skoðanakönnunum. Það finnst mér vera verkefni til að takast á við á sama hátt og Vinstri grænum hefur auðnast að takast á við aðrar áskoranir sem við fáum í fangið, hvort sem það er heimsfaraldur, fjármálahrun eða hernaður gegn landi og löndum. Eflaust telja einhver að einfaldasta lausnin væri að leggja til umsvifalaus sambandsslit við flokkana tvo sem sitja í ríkisstjórn með VG en það er því miður hætt við því að þá færi með samstarfsflokkana eins og fór fyrir vatnaskrímslinu Hýdru sem lét sér vaxa tvö ný höfuð fyrir hvert það sem höggvið var af henni. Framboð til embættis ritara VG Það er oft talað um mikilvægi þess að vekja fólk til umhugsunar um málefni líðandi stundar, erfið aðkallandi mál framtíðarinnar og þau áhrif sem við getum haft á samfélagið okkar. Til þess að slík umhugsun geti átt sér stað þarf fólki að standa til boða lýðræðislegur og opinn vettvangur þar sem heilbrigð skoðanaskipti og þroskandi umræða fer fram. Í mínum huga rúmast slíkt innan góðra og heiðarlegra stjórnmálahreyfinga. Ég hef tekið virkan þátt í öllu starfi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs síðustu 10 ár. Ég hef starfað með svæðisfélögum og kjördæmisráðum, tekið þátt í sveitastjórnarkosningum á höfuðborgarsvæðinu og í mínum heimabæ Ísafirði, með blönduðum og hreinum framboðum og barist með góðum félögum mínum í kosningabaráttu til Alþingis í alls kyns pólitískum veðrum. Hjá Vinstri grænum finnst mér ríkja heilbrigð stjórnmálamenning þar sem skoðanir fá að þrífast innan lýðræðislegra ramma. Innan hreyfingarinnar er hæfileikaríkt fólk sem er ástríðufullt í hugsjónum og hefur mikið að gefa. Við þurfum að smala saman öllum þeim sem vilja taka þátt í stjórnmálastarfi sem snýst um að bæta samfélagið okkar með félagslegt réttlæti, náttúruvernd og frið að leiðarljósi. Í tvö ár hef ég setið í stjórn hreyfingarinnar sem varamaður. Mér hefur orðið það ljóst hversu nauðsynlegt það er að stjórnmálahreyfingar lokist ekki inni í bergmálshellum og að innra starfi sé ekki stýrt úr turnum höfuðborgarsvæðisins. Sjónarmið okkar sem búum við heilnæmt loft, færri stundir í bíl, stuttar boðleiðir og meiri veðursæld en meiri hluti landsmanna, þurfa nauðsynlega að heyrast í innstu bakherbergjum stjórnvalda. Með þetta að leiðarljósi hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis ritara Vinstri grænna á landsfundi á Akureyri á helginni. Ég vil stilla fókusinn á þátttöku félaganna, drifkraft hugsjóna og framkvæmd þeirra. Hreyfingin þarf að finna kjarnann sinn aftur í róttækri hugmyndafræði undir þeim vinstri græna fána sem við fylkjum okkur. Höfundur er dýralæknir og formaður Vinstri grænna á Vestfjörðum.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun