Undanþágur á reglum aðeins hugsaðar til skamms tíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2023 19:37 Endurskoðun barnaverndarlaga er enn í gangi og reiknar ráðherra með að leggja fram frumvarp með miklum breytingum á barnaverndarlögum næsta haust. Vísir/Sigurjón Barnamálaráðherra segir að það eigi að vera undantekning en ekki regla að sveitarfélög nýti sér heimild til að víkja frá reglu um lágmarksfjölda íbúa í umdæmi hverrar barnaverndarþjónustu. Faðir stúlku sem hefur slæma reynslu af barnaverndarnefnd í litlum bæ segir lögin ekki virka sem skyldi en lögin eru sett til að tryggja faglega og óháða þjónustu við börn. Í gær sögðu feðgin, sem nú höfða skaðabótamál gegn Seltjarnarnesi vegna þáverandi barnaverndarnefndar, að lög um lágmarksíbúafjölda virkuðu ekki sem skyldi vegna undanþága frá reglunni sem hægt er að sækja um og slíkt sé til þess fallið að bitna á börnum. Þau vilja í ljósi sinnar reynslu passa að öll börn geti fengið óháða og faglega þjónustu. Sjá nánar: Krefjast breytinga og skaðabóta Í lögunum er heimild til að víkja frá skilyrðinu um sex þúsund íbúa lágmark, til dæmis vegna landfræðilegra ástæðna og ef næg fagþekking er til staðar sem og samningur um umdæmisráð. Barnamálaráðherra segir að ráðuneytið eigi í samtali við sveitarfélög um nákvæmlega þetta. „Við leggjum höfuðáherslu á að þessi stærðarmörk séu virkt. Í einhverjum tilvikum er verið að biðja um undanþágur til ákveðins tíma en við erum í samtali við einstaka sveitarfélög allt í kringum landið vegna þess að hugsunin er sú að við vinnum þetta á það stórum svæðum, með það miklum íbúafjölda að það sé dregið úr líkum á því að einhvers konar tengsl myndist. Reglan um lágmarksfjölda íbúa var sett á til að koma í veg fyrir nálægð starfsmanns og skjólstæðings og til að reyna að tryggja að ákvarðanir sem varða börn séu teknar af óháðum aðila. „Við vitum það allt í kringum landið að það eru dæmi um slíkt og það er það sem við viljum sporna við.“ Ráðherra leggur áherslu á að umræddar undanþágur séu hugsaðar til skamms tíma og til að aðstoða sveitarfélög við að innleiða lögin. „Á einstaka landsvæðum getur það verið þannig að landfræðileg staða og annað slíkt geri það að verkum að þetta sé til lengri tíma en undanþágur eiga ekki að vera almenn regla.“ Endurskoðun barnaverndarlaga er enn í gangi og reiknar ráðherra með að leggja fram frumvarp með miklum breytingum á lögunum næsta haust. Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Krefjast breytinga og skaðabóta: „Þetta eru ár sem ég fæ ekki til baka“ Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ líkt og feðginin komast að orði. 16. mars 2023 19:49 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Í gær sögðu feðgin, sem nú höfða skaðabótamál gegn Seltjarnarnesi vegna þáverandi barnaverndarnefndar, að lög um lágmarksíbúafjölda virkuðu ekki sem skyldi vegna undanþága frá reglunni sem hægt er að sækja um og slíkt sé til þess fallið að bitna á börnum. Þau vilja í ljósi sinnar reynslu passa að öll börn geti fengið óháða og faglega þjónustu. Sjá nánar: Krefjast breytinga og skaðabóta Í lögunum er heimild til að víkja frá skilyrðinu um sex þúsund íbúa lágmark, til dæmis vegna landfræðilegra ástæðna og ef næg fagþekking er til staðar sem og samningur um umdæmisráð. Barnamálaráðherra segir að ráðuneytið eigi í samtali við sveitarfélög um nákvæmlega þetta. „Við leggjum höfuðáherslu á að þessi stærðarmörk séu virkt. Í einhverjum tilvikum er verið að biðja um undanþágur til ákveðins tíma en við erum í samtali við einstaka sveitarfélög allt í kringum landið vegna þess að hugsunin er sú að við vinnum þetta á það stórum svæðum, með það miklum íbúafjölda að það sé dregið úr líkum á því að einhvers konar tengsl myndist. Reglan um lágmarksfjölda íbúa var sett á til að koma í veg fyrir nálægð starfsmanns og skjólstæðings og til að reyna að tryggja að ákvarðanir sem varða börn séu teknar af óháðum aðila. „Við vitum það allt í kringum landið að það eru dæmi um slíkt og það er það sem við viljum sporna við.“ Ráðherra leggur áherslu á að umræddar undanþágur séu hugsaðar til skamms tíma og til að aðstoða sveitarfélög við að innleiða lögin. „Á einstaka landsvæðum getur það verið þannig að landfræðileg staða og annað slíkt geri það að verkum að þetta sé til lengri tíma en undanþágur eiga ekki að vera almenn regla.“ Endurskoðun barnaverndarlaga er enn í gangi og reiknar ráðherra með að leggja fram frumvarp með miklum breytingum á lögunum næsta haust.
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Krefjast breytinga og skaðabóta: „Þetta eru ár sem ég fæ ekki til baka“ Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ líkt og feðginin komast að orði. 16. mars 2023 19:49 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00
Krefjast breytinga og skaðabóta: „Þetta eru ár sem ég fæ ekki til baka“ Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ líkt og feðginin komast að orði. 16. mars 2023 19:49