Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma L. Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma L. Tómasson les fréttir í kvöld. stöð 2

Svissneski bankinn UBS er sagður hafa komist að samkomulagi um yfirtöku á vandræðabankanum Credit Suisse. Íslenskur greinandi segir þetta líklega róa markaði í Evrópu. Kaupverðið er langt undir markaðsvirði sem komi ekki á óvart þar sem úlfatími sé á fjármálamarkaði um þessar mundir.

Lögregla telur ólíklegt að andlátið í Þingholtunum í morgun hafi borið að með saknæmum hætti. Tveir eru enn í haldi lögreglu en ekki hefur reynst mögulegt að ljúka yfirheyrslum sökum ástands þeirra. Við fjöllum um málið.

Við förum út í heim og fjöllum um ástandið í Frakklandi en ekkert lát er á mótmælum og munu þingmenn á morgun greiða atkvæði um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn landsins. Þá fjöllum við um heimsókn Pútíns til Maríupól í nótt.

„Það þarf að vera dálítið klikkaður til að reka jólabúð alla daga ársins,“ segir eigandi Litlu jólabúðarinnar sem hefur nú sett verslunina á sölu. Hún segir þau hjónin vart tíma að selja verslunina þrátt fyrir að þau séu mismikil jólabörn enda gangi reksturinn vonum framar.

Þá heyrum við fagra tóna frá fimm hundruð tónlistarnemum sem spiluðu í Hörpu í dag og verðum í beinni útsendingu frá Rauða dreglinum í Háskólabíói þar sem afhending Edduverðlauna fer fram í kvöld. 

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×