Í viðbragðsstöðu með bóluefni gegn fuglaflensu Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 10:05 Nýtt afbrigði H5N1-veiru herjar nú á fugla víða um heim. Afar fátítt er að veiran berist í menn. Vísir/EPA Lyfjafyrirtæki telja sig geta framleitt hundruð milljóna skammta af bóluefni gegn fuglaflensu fyrir menn á nokkrum mánuðum ef nýtt afbrigði kemur fram sem getur borist á milli manna. Heilbrigðisyfirvöld telja líkurnar á því enn litlar. Metfjöldi fugla og dýra hefur drepist í nýjasta faraldri fuglaflensu í heiminum. Afar fátítt er þó að veiran berist í menn. Þrír af helstu framleiðendum flensubóluefnis í heiminum, GSK, Moderna og CSL Seqirus, segja Reuters-fréttastofunni að þeir vinni nú þegar að þróun bóluefnis fyrir menn til að verjast mögulegum faraldri. Rannsóknir á virkni séu í þann veg að hefjast. Vinna við þróun bóluefnis fyrir fugla gegn veirunni er einnig í gangi. Ríkar þjóðir eiga hins vegar kauprétt á meirihluta mögulegra bóluefnaskammta gegn fuglaflensu. Richard Hatchett, forstjóri CEPI, stofnunar sem tekur þátt í fjármögnun þróunar bóluefna, segist óttast enn frekari misskiptingu bóluefna en þá sem var í kórónuveiruheimsfaraldrinum, „Við gætum hugsanlega lent í mun verri vandamálum með hamstur á bóluefnum og bóluefnaþjóðernishyggju í fuglaflensufaraldri en við sáum í Covid,“ segir hann. Þannig bólusettu ríkar þjóðir stóran hluta borgara sinna áður en þær huguðu að því að deila efnunum með snauðari þjóðum þrátt fyrir að viðbragðsáætlanir þeirra gerðu ráð fyrir að bóluefnin færu til þeirra sem væru í viðkvæmustu stöðu ef efnin væru af skornum skammti. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að nærri því tuttugu bóluefni gegn svonefndu H5-afbrigði flensunnar séu með markaðsleyfi í heiminum. Núverandi meðferð fyrir fólk sem hefur smitast af fuglaflensunni geti einnig hjálpað ef til faraldurs kemur. Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Metfjöldi fugla og dýra hefur drepist í nýjasta faraldri fuglaflensu í heiminum. Afar fátítt er þó að veiran berist í menn. Þrír af helstu framleiðendum flensubóluefnis í heiminum, GSK, Moderna og CSL Seqirus, segja Reuters-fréttastofunni að þeir vinni nú þegar að þróun bóluefnis fyrir menn til að verjast mögulegum faraldri. Rannsóknir á virkni séu í þann veg að hefjast. Vinna við þróun bóluefnis fyrir fugla gegn veirunni er einnig í gangi. Ríkar þjóðir eiga hins vegar kauprétt á meirihluta mögulegra bóluefnaskammta gegn fuglaflensu. Richard Hatchett, forstjóri CEPI, stofnunar sem tekur þátt í fjármögnun þróunar bóluefna, segist óttast enn frekari misskiptingu bóluefna en þá sem var í kórónuveiruheimsfaraldrinum, „Við gætum hugsanlega lent í mun verri vandamálum með hamstur á bóluefnum og bóluefnaþjóðernishyggju í fuglaflensufaraldri en við sáum í Covid,“ segir hann. Þannig bólusettu ríkar þjóðir stóran hluta borgara sinna áður en þær huguðu að því að deila efnunum með snauðari þjóðum þrátt fyrir að viðbragðsáætlanir þeirra gerðu ráð fyrir að bóluefnin færu til þeirra sem væru í viðkvæmustu stöðu ef efnin væru af skornum skammti. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að nærri því tuttugu bóluefni gegn svonefndu H5-afbrigði flensunnar séu með markaðsleyfi í heiminum. Núverandi meðferð fyrir fólk sem hefur smitast af fuglaflensunni geti einnig hjálpað ef til faraldurs kemur.
Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00
Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29