Uppsögn vegna persónulegra lána dæmd ólögleg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. mars 2023 11:46 Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi aðstoðarverslunarstjóri í verslun í Reykjavík fær 2,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætar uppsagnar. Starfsmaðurinn hafði slegið persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum í aðdraganda uppsagnarinnar. Héraðsdómur telur að ekki hafi verið rétt staðið að starfslokum starfsmannsins. Málið má rekja til þess að umræddur aðstoðarverslunarstjóri var kallaður til fundar með mannauðsstjóra fyrirtækisins, sem er ótilgreint í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar bauð mannauðsstjórinn starfsmanninum að skrifa undir starfslokasamning, sem fæli í sér að hún myndi ljúka störfum samdægurs. Tekist var á það um fyrir dómi hvort að umræddur starfslokasamningur hafi falið í sér ólögmæta uppsögn eða ekki. Aðstoðarverslunarstjórinn fyrrverandi taldi svo vera. Hún hafi verið grunlaus um að ræða ætti starfsflok á umræddum fundi. Þá hafi hún verið í andlegu ójafnvægi á þeim tíma er starfslokasamningurinn var undirritaður, þvó hafi hún hafi verið ófær um að meðtaka með skýrum hætti aðstæður á umræddum fundi. Starfslokin rakin til persónulegra lána til starfsmannsins frá öðrum starfsmönnum Upplifun starsmannsins hafi verið sú að ekki væri annað í boði en að skrifa undir umræddan starfslokasamning. Í dómi héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé að starfslok starfsmannsins eigi rætur að rekja til hegðunar hans sjálfs og samskiptum við aðra starfsmenn. Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi um skamma hríð, í aðdraganda uppsagnarinnar, slegið nokkur persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum verslunarinnar. Að öðru leyti hafi hann staðið sig vel þau fimm ár sem viðkomandi hafði starfað hjá fyrirtækinu. Ekki staðið rétt að starfslokunum Í mati dómsins um það hvort að undirritun starfslokasamnings hafi falið í sér uppsögn segir að skammur aðdragandi fundarins og undirbúningur hans, og hversu skamman tíma fundurinn tók, tæpan hálftíma, hafi starfsmanninum í raun verið sagt upp. Þá þurfti dómurinn að meta hvort að umrædd uppsögn hafi verið ólögleg. Segir í dómi héraðsdóms að rökrétt skref vinnuveitandans við umræddri hegðun starfsmannsins um að óska eftir lánum frá samstarfsmönnum hefði verið að ræða við viðkomandi. Óska eftir því að starfsmaðurinn léti af slíkri hegðun og endurgreiddi lánin. Þá hafi einnig getað komið til greina að veita starfsmanninum áminningu. Að auki hafi ekki verið leitað annarra leiða til þess að leysa málið, en að segja starfsmanninum upp. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt staðið að uppsögninni. Var starfsmanninum því dæmdar 1,8 milljónir króna í bætur vegna fjártjóns og 700 þúsund krónur í miskabætur vegna málsins. Verslun Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Málið má rekja til þess að umræddur aðstoðarverslunarstjóri var kallaður til fundar með mannauðsstjóra fyrirtækisins, sem er ótilgreint í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar bauð mannauðsstjórinn starfsmanninum að skrifa undir starfslokasamning, sem fæli í sér að hún myndi ljúka störfum samdægurs. Tekist var á það um fyrir dómi hvort að umræddur starfslokasamningur hafi falið í sér ólögmæta uppsögn eða ekki. Aðstoðarverslunarstjórinn fyrrverandi taldi svo vera. Hún hafi verið grunlaus um að ræða ætti starfsflok á umræddum fundi. Þá hafi hún verið í andlegu ójafnvægi á þeim tíma er starfslokasamningurinn var undirritaður, þvó hafi hún hafi verið ófær um að meðtaka með skýrum hætti aðstæður á umræddum fundi. Starfslokin rakin til persónulegra lána til starfsmannsins frá öðrum starfsmönnum Upplifun starsmannsins hafi verið sú að ekki væri annað í boði en að skrifa undir umræddan starfslokasamning. Í dómi héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé að starfslok starfsmannsins eigi rætur að rekja til hegðunar hans sjálfs og samskiptum við aðra starfsmenn. Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi um skamma hríð, í aðdraganda uppsagnarinnar, slegið nokkur persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum verslunarinnar. Að öðru leyti hafi hann staðið sig vel þau fimm ár sem viðkomandi hafði starfað hjá fyrirtækinu. Ekki staðið rétt að starfslokunum Í mati dómsins um það hvort að undirritun starfslokasamnings hafi falið í sér uppsögn segir að skammur aðdragandi fundarins og undirbúningur hans, og hversu skamman tíma fundurinn tók, tæpan hálftíma, hafi starfsmanninum í raun verið sagt upp. Þá þurfti dómurinn að meta hvort að umrædd uppsögn hafi verið ólögleg. Segir í dómi héraðsdóms að rökrétt skref vinnuveitandans við umræddri hegðun starfsmannsins um að óska eftir lánum frá samstarfsmönnum hefði verið að ræða við viðkomandi. Óska eftir því að starfsmaðurinn léti af slíkri hegðun og endurgreiddi lánin. Þá hafi einnig getað komið til greina að veita starfsmanninum áminningu. Að auki hafi ekki verið leitað annarra leiða til þess að leysa málið, en að segja starfsmanninum upp. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt staðið að uppsögninni. Var starfsmanninum því dæmdar 1,8 milljónir króna í bætur vegna fjártjóns og 700 þúsund krónur í miskabætur vegna málsins.
Verslun Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira