Grunaður um að hafa siglt undir fölsku flaggi á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. mars 2023 20:46 Fram kemur að rannsókn lögreglu sé á frumstigi og að ástæða sé til að ætla að maðurinn muni torvelda rannsókn málsins verði hann ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skyldi sæta gæsluvarðhaldi og einangrun á meðan á því stendur. Maðurinn er grunaður er um að hafa búið og starfað hér frá árinu 2021 á grundvelli dvalarleyfis á nafni annars manns. Hann er einnig grunaður um skjalafals og peningaþvætti, auk þess að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga og lög um útlendinga. Sterkar vísbendingar eru uppi um að nokkur fjöldi einstaklinga geti mögulega tengst sakarefni málsins. Maðurinn framvísaði dvalarleyfi sem virðist vera með ljósmynd af honum sjálfum en í gögnum sem framvísað var til að afla dvalarleyfis fyrir þennan einstakling hérlendis gefur á að líta ljósmynd af öðrum manni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi einnig haft mikið magn af reiðufé undir höndum við handtöku en hann hafi gefið afar takmarkaðar upplýsingar um þá fjármuni. Þá var hann einnig með umtalsvert magn af umsóknareyðublöðum og gögnum um aðra einstaklinga í fórum sínum. Tveir aðrir handteknir Fram kemur í hinum kærða úrskurði að rannsókn lögreglu sé á frumstigi og að ástæða sé til að ætla að maðurinn muni torvelda rannsókn málsins verði hann ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald, svo sem með því að hafa áhrif á vitni eða aðra sakborninga eða koma undan gögnum. Því sé nauðsynlegt að hann sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Lögregla hefur lagt hald á töluvert af gögnum og munum, meðal annars fjölda skilríkja sem talin eru fölsuð, sem brýnt er að rannsaka. Þá er rökstuddur grunur um að aðrir aðilar kunni að tengjast málinu en tveir aðrir einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn þess. Fyrir liggur að taka þarf ítarlegri skýrslu af manninum og þeim tveimur einstaklingum sem handteknir voru ásamt honum auk annarra sem kunna að tengjast málinu. Dómur Landsréttar. Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Maðurinn framvísaði dvalarleyfi sem virðist vera með ljósmynd af honum sjálfum en í gögnum sem framvísað var til að afla dvalarleyfis fyrir þennan einstakling hérlendis gefur á að líta ljósmynd af öðrum manni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að maðurinn hafi einnig haft mikið magn af reiðufé undir höndum við handtöku en hann hafi gefið afar takmarkaðar upplýsingar um þá fjármuni. Þá var hann einnig með umtalsvert magn af umsóknareyðublöðum og gögnum um aðra einstaklinga í fórum sínum. Tveir aðrir handteknir Fram kemur í hinum kærða úrskurði að rannsókn lögreglu sé á frumstigi og að ástæða sé til að ætla að maðurinn muni torvelda rannsókn málsins verði hann ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald, svo sem með því að hafa áhrif á vitni eða aðra sakborninga eða koma undan gögnum. Því sé nauðsynlegt að hann sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Lögregla hefur lagt hald á töluvert af gögnum og munum, meðal annars fjölda skilríkja sem talin eru fölsuð, sem brýnt er að rannsaka. Þá er rökstuddur grunur um að aðrir aðilar kunni að tengjast málinu en tveir aðrir einstaklingar hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn þess. Fyrir liggur að taka þarf ítarlegri skýrslu af manninum og þeim tveimur einstaklingum sem handteknir voru ásamt honum auk annarra sem kunna að tengjast málinu. Dómur Landsréttar.
Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira