Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir

Hátt í eitt hundrað misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag og starfsmenn eru í áfalli. Við fáum Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem hefur málefni fjölmiðla á sínu borði, til að fara yfir stöðu fjölmiðla á Íslandi í beinni.

Þá er síðasti dagur þings fyrir páskafrí í dag og nóg um að vera á Alþingi. Miklar umræður voru um nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í dag, sem stjórnarandstöðuþingmenn segja ekki ganga nógu langt til að stemma stigu við verðbólgubálinu.

Við heimsækjum fjölskyldu í Kópavogi sem stendur frammi fyrir milljónatjóni eftir að skólp flæddi upp um öll gólf vegna stíflu í röri, sem fjölskyldan segir á ábyrgð sveitarfélagsins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×