Sjötíu ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni fagnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. apríl 2023 13:04 Frú Vigdís Finnbogadóttir var heiðursgestur á 60 ára afmælishátíð Menntaskólans að Laugarvatni 12. apríl 2013. Hér er hún með fráfarandi skólameistara, Halldóri Páli Halldórssyni. Í ár verður Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti Íslands sérstakur heiðursgestur á 70 ára afmæli skólans miðvikudaginn 12. apríl næstkomandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Menntaskólinn að Laugarvatni fagnar sjötíu ára afmæli sínu í vikunni, eða miðvikudaginn 12. apríl. Sérstök hátíðardagskrá verður að því tilefni þar sem forseti Íslands verður sérstakur heiðursgestur. Einnig verður opið hús í skólanum á afmælisdaginn þar sem öllum landsmönnum er boðið að koma í heimsókn til að skoða skólann, heimavistina og þiggja veitingar. Menntaskólinn á Laugarvatni var stofnaður 12. apríl 1953 og hefur starfað óslitið í að verða sjötíu ára. Í dag eru 130 nemendur í skólanum, sem búa á heimavist skólans. Mikið er lagt upp úr hátíðardagskránni á afmælisdaginn sjálfan miðvikudaginn 12. apríl, sem hefst klukkan 13:00 í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Jóna Katrín Hilmarsdóttir er skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni. „Það vita kannski ekki allir að Menntaskólinn að Laugarvatni er þriðji elsti framhaldsskóli landsins. Þannig að við ætlum að halda upp á þetta með hátíðarsamkomu í íþróttahúsinu á Laugarvatni og þar verða Guðni forseti íslenska lýðveldisins og fleiri bara mjög góðir gestir,“ segir Jóna Katrín og bætir við skemmtilegum fróðleiksmola. „Já, við fengum ábendingu frá nemanda að forsetaembættið íslenska og skólameistaraembættið á Laugarvatni eiga það sameiginlegt að það er sjötti skólameistarinn og sjötti forsetinn núna í embætti, sem er svona skemmtileg tilviljun.“ Um 130 nemendur eru nú í Menntaskólanum að Laugarvatni og búa þau í heimavist skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur skólinn mikið breyst á þessum sjötíu árum? „Já í rauninni gjörbreyst en að öðru leyti er þetta alltaf það sama. Andinn hérna, þessi samkennd, sem skapast á milli þeirra, sem dvelja í skólanum saman. Ég held að það sé bæði alveg einstakt og líka bara eitthvað, sem við höfum náð að halda í gegnum þessa sjö áratugi. Það eru ýmsar gamlar hefðir, sem hafa þurft að hverfa en nýjar komnar í staðinn. Þessi samheldni og þessi helstu manngildi, við höldum enn í þau. Og þetta líka að búa saman á heimavist í þrjú til fjögur ár, það skapar bara einhver tengsl þegar maður er á þessum aldri, já þetta eru vinatengsl, sem eru aldrei rofin held ég,“ segir Jóna Katrín. Svona lítur hátíðardagskráin út miðvikudaginn 12. apríl klukkan 13:00.Aðsend Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni.Aðsend Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Forseti Íslands Framhaldsskólar Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Menntaskólinn á Laugarvatni var stofnaður 12. apríl 1953 og hefur starfað óslitið í að verða sjötíu ára. Í dag eru 130 nemendur í skólanum, sem búa á heimavist skólans. Mikið er lagt upp úr hátíðardagskránni á afmælisdaginn sjálfan miðvikudaginn 12. apríl, sem hefst klukkan 13:00 í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Jóna Katrín Hilmarsdóttir er skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni. „Það vita kannski ekki allir að Menntaskólinn að Laugarvatni er þriðji elsti framhaldsskóli landsins. Þannig að við ætlum að halda upp á þetta með hátíðarsamkomu í íþróttahúsinu á Laugarvatni og þar verða Guðni forseti íslenska lýðveldisins og fleiri bara mjög góðir gestir,“ segir Jóna Katrín og bætir við skemmtilegum fróðleiksmola. „Já, við fengum ábendingu frá nemanda að forsetaembættið íslenska og skólameistaraembættið á Laugarvatni eiga það sameiginlegt að það er sjötti skólameistarinn og sjötti forsetinn núna í embætti, sem er svona skemmtileg tilviljun.“ Um 130 nemendur eru nú í Menntaskólanum að Laugarvatni og búa þau í heimavist skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur skólinn mikið breyst á þessum sjötíu árum? „Já í rauninni gjörbreyst en að öðru leyti er þetta alltaf það sama. Andinn hérna, þessi samkennd, sem skapast á milli þeirra, sem dvelja í skólanum saman. Ég held að það sé bæði alveg einstakt og líka bara eitthvað, sem við höfum náð að halda í gegnum þessa sjö áratugi. Það eru ýmsar gamlar hefðir, sem hafa þurft að hverfa en nýjar komnar í staðinn. Þessi samheldni og þessi helstu manngildi, við höldum enn í þau. Og þetta líka að búa saman á heimavist í þrjú til fjögur ár, það skapar bara einhver tengsl þegar maður er á þessum aldri, já þetta eru vinatengsl, sem eru aldrei rofin held ég,“ segir Jóna Katrín. Svona lítur hátíðardagskráin út miðvikudaginn 12. apríl klukkan 13:00.Aðsend Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni.Aðsend
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Forseti Íslands Framhaldsskólar Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira