Forsætisráðherra er með frumvarp um innlenda greiðslumiðlun í undirbúningi. Bankarnir hafa enn ekki komið slíkri greiðslumiðlun á þrátt fyrir áeggjan Seðlabankans um þjóðaröryggi og hagkvæmni fyrir allan almenning í landinu.
Í kvöldfréttum verður rætt við fyrrverandi forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga – sem hefur verið í umræðunni eftir nýfallinn dóm héraðsdóms þar sem ríkinu var gert að greiða starfsmanni rúmar nítján milljónir króna vegna kynbundins launamunar. Hann hafnar því að bera ábyrgð á málinu og hefur sjálfur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa.
Þá fjallar Kristján Már Unnarsson um ágreining um Fjarðarheiðargöng í kvöldfréttum og í Íslandi í dag og við kíkjum á nýjar kirkjuklukkur sem verða sendar til Grímseyjar og koma í stað þeirra sem bráðnuðu í eldsvoðanum í Miðgarðakirkju fyrir tæpum tveimur árum.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.