Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2023 20:00 Dagur B. Eggertsson segir stóran hluta skulda Reykjavíkurborgar vera óverðtryggð lán. Meðal annars þess vegna standi borgin betur en flest sveitarfélög varðandi vöxt skulda. Stöð 2/Arnar Borgarstjóri segir Reykjavik nú þegar búna að afla sér um 7 milljarða af þeim 21 milljarði sem áætlað væri að taka að láni í ár. Borgin væri með minni skuldir miðað við tekjur en nágrannasveitarfélögin og önnur stærstu sveitarfélög landsins. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Reykjavík hratt vaxandi borg. Miklar framkvæmdir væru framundan í nýjum hverfum, viðhaldsátaki í skólum og fjölgun leikskólaplássa. „Því fylgja ákveðnir vaxtaverkir og við neitum því ekki að verðbólgan og staðan á markaði er þess vegna ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Dagur. Fjármálasviðið borgarinnar hafi því talið rétt að fresta skuldabréfaútboði í dag enda ekki þörf á frekari lántöku á þessum tímapunkti. Staða Reykjavíkur væri betri en allra annarra sveitarfélaga varðandi skuldir. Dagur B. Eggertsson segir stjórnvöld hér ólíkt stjórnvöldum víða annars staðar hafa gert sveitarfélögunum að skila tapi og auka skuldir í covid faraldrinum.Stöð 2/Arnar „Borgin hefur reyndar þá sérstöðu meðal sveitarfélaga að við erum með umtalsverðan hluta af okkar lántöku í óverðtryggðu. Njótum þess núna þegar verðbólgan er svona mikil. Önnur sveitarfélög hafa ekki átt jafn góðra kosta völ á síðustu misserum. Þannig að við erum enn í raun í ágætis meðallánakjörum miðað við sögulegar tölur,“ segir borgarstjóri. Mestu skipti fyrir borgina eins og aðra að ná verðbólgunni niður. Rekstur borgarsjóðs væri ekki sjálfbær um þessar mundir frekar en rekstur annarra sveitarfélaga. Í faraldrinum hafi sveitarfélögum verið gefin þau skýru skilaboð frá stjórnvöldum að skila tapi og safna skuldum. „Það hafa þau öll gert og munu öll skila neikvæðri niðurstöðu fyrir síðasta ár. Þarna skilur Ísland sig frá öðrum Norðurlöndum. Raunar Evrópu og Bandaríkjunum líka, þar sem ríkissjóður stóðu mun betur bæði með borgum og sveitarfélögum. En íslenska leiðin var sú að sveitarfélögin tækju þetta á sig og þau eru öll hvert með sínum hætti að vinna sig út úr því,“ segir Dagur B. Eggertsson. Klippa: Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög Reykjavík Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Reykjavík hratt vaxandi borg. Miklar framkvæmdir væru framundan í nýjum hverfum, viðhaldsátaki í skólum og fjölgun leikskólaplássa. „Því fylgja ákveðnir vaxtaverkir og við neitum því ekki að verðbólgan og staðan á markaði er þess vegna ekki eins og við viljum hafa hana,“ segir Dagur. Fjármálasviðið borgarinnar hafi því talið rétt að fresta skuldabréfaútboði í dag enda ekki þörf á frekari lántöku á þessum tímapunkti. Staða Reykjavíkur væri betri en allra annarra sveitarfélaga varðandi skuldir. Dagur B. Eggertsson segir stjórnvöld hér ólíkt stjórnvöldum víða annars staðar hafa gert sveitarfélögunum að skila tapi og auka skuldir í covid faraldrinum.Stöð 2/Arnar „Borgin hefur reyndar þá sérstöðu meðal sveitarfélaga að við erum með umtalsverðan hluta af okkar lántöku í óverðtryggðu. Njótum þess núna þegar verðbólgan er svona mikil. Önnur sveitarfélög hafa ekki átt jafn góðra kosta völ á síðustu misserum. Þannig að við erum enn í raun í ágætis meðallánakjörum miðað við sögulegar tölur,“ segir borgarstjóri. Mestu skipti fyrir borgina eins og aðra að ná verðbólgunni niður. Rekstur borgarsjóðs væri ekki sjálfbær um þessar mundir frekar en rekstur annarra sveitarfélaga. Í faraldrinum hafi sveitarfélögum verið gefin þau skýru skilaboð frá stjórnvöldum að skila tapi og safna skuldum. „Það hafa þau öll gert og munu öll skila neikvæðri niðurstöðu fyrir síðasta ár. Þarna skilur Ísland sig frá öðrum Norðurlöndum. Raunar Evrópu og Bandaríkjunum líka, þar sem ríkissjóður stóðu mun betur bæði með borgum og sveitarfélögum. En íslenska leiðin var sú að sveitarfélögin tækju þetta á sig og þau eru öll hvert með sínum hætti að vinna sig út úr því,“ segir Dagur B. Eggertsson. Klippa: Borgarstjóri segir Reykjavík með betri lánakjör en önnur sveitarfélög
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka. 12. apríl 2023 13:44